Framsóknarflokkurinn

Fréttamynd

Hitnar undir feldi Lilju

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segist ekki vera búin að taka ákvörðun um það hvort hún bjóði sig fram til formanns flokksins. Hún tók þátt í pallborði í gær í Iðnó um bókun 35 og er nú á leið út á land að hitta flokksmenn í Framsókn.

Innlent
Fréttamynd

Segir stöðuna á sjúkra­húsinu á Akur­eyri grafalvarlega

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins.

Innlent
Fréttamynd

Ó­á­nægja með stjórnar­and­stöðu í hæstu hæðum

Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst á milli fjórðunga og hefur ekki verið meiri í á fimmta ár. Á sama tíma eykst óánægjan nokkuð og þar með fækkar í hópi þeirra sem höfðu ekki skoðun á ríkisstjórninni. Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar er í hæstu hæðum.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sóknar­flokkurinn mælist aftur inni

Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni á þingi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Miðflokkurinn bætir einnig við sig og Samfylkingin trónir enn sem áður á toppnum þó fylgið hafi örlítið dregist saman á milli kannana.

Innlent
Fréttamynd

Ekki sama hvaðan gott kemur

Fyrr í mánuðinum lögðum við í Framsókn til að Reykjavíkurborg yrði aðili að verkefninu Barnvænt sveitarfélag, sem er hluti af alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative.

Skoðun
Fréttamynd

Jónína vill taka við af Ás­mundi Einari

Jónína Brynjólfsdóttir hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis ritara Framsóknarflokksins. Ásmundur Einar Daðason lét af embættinu í dag, en kosið verður um nýjan ritara á miðstjórnarfundi flokksins 18. október.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­endur sem mega ekki stjórna

Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á fót fjórar til sex svæðisskrifstofur sem taki yfir rekstur og stjórnsýslu framhaldsskóla. Markmiðin eru göfug og verðskulda athygli. Þau snerta m.a. sjónarmið um jafnt aðgengi, betri þjónustu og aukinn faglegan stuðning.

Skoðun
Fréttamynd

Aga­leysi bítur

„Það er mikilvægt að barn komi vel sofið, búið að borða og í ró í skólann.“ Þetta sagði við mig kennari sem hefur langa reynslu af skólastofunni. Þetta er forsenda þess að hægt sé að hefja kennslu og nýta tímann til náms.

Skoðun
Fréttamynd

Grímu­laus að­för að lands­byggðinni

Ríkisstjórnin hefur að undanförnu boðað breytingar sem munu markvisst fækka störfum æðstu embættismanna á landsbyggðinni. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni er nú þegar lægra en á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“

Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að reglur er varða fjölda bílastæða við nýbyggingar verði endurskoðaðar. Borgarfulltrúi sakar flokka sem hafa stýrt undanfarin ár um of stífar reglur hvað varði fjölda bílastæða.

Innlent
Fréttamynd

Skorast ekki undan á­byrgð vilji flokks­menn nýjan odd­vita

Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig aftur fram í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor og kveðst ekki ætla að skorast undan ábyrgð ef flokksmenn vilji jafnvel að hún leiði listann. Hún segir þó að traust ríki í garð núverandi oddvita en fylgi flokksins hefur dvínað verulega frá síðustu kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Er það ekki sjálf­sögð krafa að fá bíla­stæði?

Það er margt sem við getum verið stolt af í Reykjavík. Við höfum einstaka náttúru allt í kringum okkur, hreint loft, nálægð við hafið og sterkt samfélag. En við megum ekki gleyma því að borgin okkar er mjög dreifð og því eru góðar samgöngur grundvöllur góðs lífs borgarbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Börn sem skilja ekki kennarann

Á undanförnum árum hefur orðið gríðarleg fjölgun á börnum og ungmennum á Íslandi sem hefja skólagöngu með engan grunn eða þekkingu á íslensku tungumáli. Þrátt fyrir góða viðleitni hefur menntakerfið ekki náð að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til náms. Það á bæði við um þau sem flytja til landsins og þau sem fyrir eru.

Skoðun
Fréttamynd

Hags­munir sveitanna í vasa heild­sala

Við stöndum nú frammi fyrir ákvarðanatöku sem getur haft afgerandi áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað lagasetningu sem breytir tollflokkun svonefnds pítsaosts – osts með viðbættri jurtafitu – þannig að innflutningur hans verði tollfrjáls.

Skoðun
Fréttamynd

Vinirnir vestan­hafs hafi á­hyggjur af stig­mögnun

Þingmaður Framsóknarflokksins, sem stundaði nám í Bandaríkjunum, segist hafa áhyggjur af stigmögnun og skautun í bæði bandarísku og íslensku samfélagi og taka vinirnir vestanhafs undir þær áhyggjur. Hún þekkti sjálf þingmann demókrata sem var myrt í sumar og vísar í morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi sem var myrtur í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fé­lags­lega mikil­væg innviðafjárfesting að efla ís­lenska tungu

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún segir að þjóðin öll muni nú og til lengri tíma njóta góðs af því ef ríkisstjórnin fjárfestir í íslenskri tungu og íslenskukennslu því tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­and­staðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðar­dans sumarsins

Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarprins fékk formannsnafn

Sigurður Ingi Jóhannsson fékk alnafna þegar áttunda barnabarn hans var skírt um helgina. Drengurinn er grænn í báðar ættir því móðir hans, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, er fyrrverandi þingmaður Framsóknar meðan faðirinn, Jóhann H. Sigurðsson, var skrifstofustjóri flokksins.

Lífið