WOW Air

Fréttamynd

Ameríkanar endurreisa WOW

Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air

Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia

Tveimur dögum áður en WOW fór í þrot höfnuðu fulltrúar þriggja ráðuneyta óskum stjórnar WOW um að "hlutast til um“ að Isavia félli frá heimild til að kyrrsetja leiguþotur. Átti sú ákvörðun að gilda í næstu þrjátíu daga

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu.

Innlent
Fréttamynd

WOW-hjólin keypt úr þrotabúinu og viðræður um nýja hjólaleigu

Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar.

Innlent
Fréttamynd

Biskupsstofa flytur í gamla húsnæði WOW air

Biskupsstofa hefur tekið á leigu 3. hæð að Katrínartúni 4 á Höfðatorgi í Reykjavík og mun flytja þangað úr Kirkjuhúsinu að Laugavegi 31, að því er fram kemur í tilkynningu á vef þjóðkirkjunnar.

Innlent
Fréttamynd

BHM endurgreiðir ekki ónotuð gjafabréf

Orlofssjóður Bandalags háskólamanna mun ekki endurgreiða ónotuð gjafabréf hjá WOW air sem sjóðfélagar keyptu í gegnum sjóðinn. Þurfa þeir sem eiga slíkt að gera kröfu í þrotabúið. VR og SFR bjóða upp á endurgreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegur feill ríkisstjórnarinnar að láta WOW falla

Helgi Magnússon mun vera einn reyndasti athafnamaður landsins. Fyrst vann hann með ýmsum landsþekktum fyrirtækjum sem endurskoðandi, síðan rak hann allmörg fyrirtæki – svo sem Hörpu – upp á eigin spýtur, og loks varð hann formaður Samtaka iðnaðarins, formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og sat í bankaráðum og stjórnum ýmissa stórfyrirtækja.

Skoðun
Fréttamynd

Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC

Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð.

Innlent