Boðberi mannúðar í Sómalíu eða miskunnarlaus málaliði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júlí 2019 08:00 Michele Ballarin er sögð nýjasta von Íslendinga í lággjaldaflugi. NordicPhotos/Getty Michele Lynn Golden-Ballarin er á allra vörum í íslensku viðskiptalífi eftir að það kvisaðist út að hún væri kaupandi allra eigna sem tengjast flugrekstri úr þrotabúi WOW air. Af fréttum og greinum sem um konuna hafa verið ritaðar á síðustu árum er ljóst að skoðanir þeirra sem eitthvað hafa haft af henni að segja eru mjög skiptar. Lýsa sumir henni sem montnum en velmeinandi mannúðarfrömuði en aðrir miskunnarlausum og gráðugum málaliða eða njósnara. Ballarin er bandarísk athafnakona, fædd árið 1965. Hún ræktar hesta og selur fasteignir í Virginíufylki og hefur nýverið sett þar á laggirnar fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilnæmu mataræði. Hún er skráð stjórnarmaður í fyrirtækinu Select Armor, sem framleiðir skotheld vesti, og í félaginu Oasis Aviation Group, sem flýgur milli Bandaríkjanna og afríska smáríkisins Djibútí. Mesta frægð hefur Ballarin getið sér fyrir tilraunir sínar til að miðla málum milli sómalskra mannræningja og úkraínskra stjórnvalda um síðustu aldamót en hún hafði þá tekið Sómalíu í hálfgert fóstur, og gengur þar undir nafninu Prinsessa Ballarin (Amira Ballarin). Tilraunir hennar til að bjarga gíslum hinna sómalísku sjóræningja gengu reyndar ekki betur en svo að forsætisráðherra Úkraínu bað Hillary Clinton, sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að koma konunni úr þessu sjálfskipaða hlutverki sínu. Mannræningjarnir hefðu ókyrrst mjög við afskipti hennar og hækkað kröfur sínar um lausnargjald upp úr öllu valdi. Keith Kloor skrifaði ítarlega grein um Ballarin í Washington Post Magazine árið 2013 og fjallar þar meðal annars um samskipti hennar við bæði leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Pentagon en í bréfi sem hún sendi CIA árið 2007 kynnti hún sig sem stjórnarformann Gulf Security Group, félags skráðu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sem hafi það að markmiði að elta uppi og eyða Al Kaída hryðjuverkahópum í Afríku. Í svari CIA var boð hennar um aðstoð í stríðinu gegn hryðjuverkum afþakkað. Ballarin sneri sér þá til hersins. Hún átti fund með embættismönnum í Pentagon vorið 2008. Á fundinum kynnti hún sig sem forstjóra fyrirtækisins Blackstar og kynnti áform þess um að setja á laggirnar matargjafa- og mannúðarstarf í Sómalíu. Ekki væri þó um raunverulegt mannúðarverkefni að ræða heldur njósnastarfsemi fyrir Bandaríkjastjórn. Sómalar, sem þæðu matargjafir, þyrftu að gefa upp nöfn sín og aðrar upplýsingar um sig sem færu í gagnagrunna Pentagon með það að markmiði að gagnast stríðinu gegn hryðjuverkum. Og Bandaríkjastjórn beit á agnið. Blackstar var lofað 200 þúsund dollurum til að byrja með, með fyrirheitum um meira ef verkefnið skilaði árangri. Samningnum var hins vegar slitið áður en langt um leið, enda leit njósnaplanið aldrei dagsins ljós. Nánar um Ballarin á frettabladid.is. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Sómalía WOW Air Tengdar fréttir Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Michele Lynn Golden-Ballarin er á allra vörum í íslensku viðskiptalífi eftir að það kvisaðist út að hún væri kaupandi allra eigna sem tengjast flugrekstri úr þrotabúi WOW air. Af fréttum og greinum sem um konuna hafa verið ritaðar á síðustu árum er ljóst að skoðanir þeirra sem eitthvað hafa haft af henni að segja eru mjög skiptar. Lýsa sumir henni sem montnum en velmeinandi mannúðarfrömuði en aðrir miskunnarlausum og gráðugum málaliða eða njósnara. Ballarin er bandarísk athafnakona, fædd árið 1965. Hún ræktar hesta og selur fasteignir í Virginíufylki og hefur nýverið sett þar á laggirnar fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilnæmu mataræði. Hún er skráð stjórnarmaður í fyrirtækinu Select Armor, sem framleiðir skotheld vesti, og í félaginu Oasis Aviation Group, sem flýgur milli Bandaríkjanna og afríska smáríkisins Djibútí. Mesta frægð hefur Ballarin getið sér fyrir tilraunir sínar til að miðla málum milli sómalskra mannræningja og úkraínskra stjórnvalda um síðustu aldamót en hún hafði þá tekið Sómalíu í hálfgert fóstur, og gengur þar undir nafninu Prinsessa Ballarin (Amira Ballarin). Tilraunir hennar til að bjarga gíslum hinna sómalísku sjóræningja gengu reyndar ekki betur en svo að forsætisráðherra Úkraínu bað Hillary Clinton, sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að koma konunni úr þessu sjálfskipaða hlutverki sínu. Mannræningjarnir hefðu ókyrrst mjög við afskipti hennar og hækkað kröfur sínar um lausnargjald upp úr öllu valdi. Keith Kloor skrifaði ítarlega grein um Ballarin í Washington Post Magazine árið 2013 og fjallar þar meðal annars um samskipti hennar við bæði leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Pentagon en í bréfi sem hún sendi CIA árið 2007 kynnti hún sig sem stjórnarformann Gulf Security Group, félags skráðu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sem hafi það að markmiði að elta uppi og eyða Al Kaída hryðjuverkahópum í Afríku. Í svari CIA var boð hennar um aðstoð í stríðinu gegn hryðjuverkum afþakkað. Ballarin sneri sér þá til hersins. Hún átti fund með embættismönnum í Pentagon vorið 2008. Á fundinum kynnti hún sig sem forstjóra fyrirtækisins Blackstar og kynnti áform þess um að setja á laggirnar matargjafa- og mannúðarstarf í Sómalíu. Ekki væri þó um raunverulegt mannúðarverkefni að ræða heldur njósnastarfsemi fyrir Bandaríkjastjórn. Sómalar, sem þæðu matargjafir, þyrftu að gefa upp nöfn sín og aðrar upplýsingar um sig sem færu í gagnagrunna Pentagon með það að markmiði að gagnast stríðinu gegn hryðjuverkum. Og Bandaríkjastjórn beit á agnið. Blackstar var lofað 200 þúsund dollurum til að byrja með, með fyrirheitum um meira ef verkefnið skilaði árangri. Samningnum var hins vegar slitið áður en langt um leið, enda leit njósnaplanið aldrei dagsins ljós. Nánar um Ballarin á frettabladid.is.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Sómalía WOW Air Tengdar fréttir Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15
Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Meðal annars hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW air. 12. júlí 2019 18:30