Frakkland

Fréttamynd

Ó­sáttir við full­yrðingar um iP­hone geislun

App­le hefur heitið því að upp­færa hug­búnað í iP­hone 12 snjallsímum sínum í Frakk­landi eftir að frönsk stjórn­völd felldu vöruna á sér­stöku geislunar­prófi. Fyrir­tækið segist hins­vegar ekki sættast á niður­stöður franskra yfir­valda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skutu ferðamenn sem villtust á sæþotum

Menn í strandgæslu Alsír eru sagðir hafa skotið tvo ferðamenn til bana á þriðjudaginn. Það gerðu þeir þegar ferðamennirnir fóru inn á yfirráðasvæði Alsír á sæþotum en þeir voru í fríi í Marokkó. Þriðji ferðamaðurinn var handtekinn en þeim fjórða tókst að synda á brott.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta rafs­kútu­borg Evrópu bannar þær

Raf­hlaupa­hjól verða bönnuð á götum Parísar­borgar frá og með morgun­deginum. Hafa starfs­menn raf­hlaupa­hjóla­leiga unnið að því síðustu daga að ná í síðustu hjólin á götum borgarinnar og ferja þau á brott.

Erlent
Fréttamynd

Sendir herforingjastjórn Níger tóninn

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að sendiherra landsins í Níger verði ekki kallaður heim, þó herforingjar sem tóku nýverið völd í landinu hafi krafist þess. Macron segir herforingjana ekki hafa umboð til að setja slíkar kröfur fram.

Erlent
Fréttamynd

Festust í Eiffel-turninum í eina nótt

Tveimur bandarískum ferðamönnum var í gær bjargað úr Eiffel-turninum í París, höfuðborg Frakklands, eftir að hafa fests þar kvöldið áður. Talið er að mennirnir hafi villst er þeir skoðuðu turninn vegna þess hve drukknir þeir voru. 

Erlent
Fréttamynd

Or­lofs­húsið uppfyllti ekki bruna- og öryggis­kröfur

Orlofsheimilið sem brann í Frakklandi í gær og sem varð til þess að ellefu manns létust, uppfyllti ekki bruna- og öryggiskröfur samkvæmt staðgengli saksóknara. Þá hafi eigendur hússins haft leyfi til þess að hýsa sextán manns í húsinu, en alls 28 manns voru staðsettir inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði.

Erlent
Fréttamynd

Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman

Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar.

Erlent
Fréttamynd

Donnarumma og kona hans rænd í París

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Donnarumma og kona hans Alessia Elefante, urðu fyrir óskemmtilegri reynslu þegar þrjótar brutust inn á heimili þeirra í París.

Fótbolti
Fréttamynd

Velur fæðinguna fram yfir hjól­reiðarnar

Belgíski hjólreiðamaðurinn Wout van Aert hefur ákveðið að fara heim og klárar því ekki síðasta sprettinn í Tour de France mótinu. Ástæðan er sú að eiginkona hans á von á barni og hann vill vera á staðnum þegar það kemur í heiminn.

Sport
Fréttamynd

Jane Birkin fannst látin á heimili sínu

Söng- og leikkonan Jane Birkin er látin, 76 ára að aldri. Hún var best þekkt fyrir að hafa sungið dúetta með tónlistarmanninum Serge Gainsbourg og leikið í kvikmyndum á borð við Evil Under The Sun og Blow-up. 

Erlent
Fréttamynd

Fékk af­skorinn fingur í pósti

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fékk afskorinn fingur í pósti síðastliðinn mánudag. Pakkinn með fingrinum var sendur í Élysée-höll, bústað forsetans í París. 

Erlent
Fréttamynd

Óeirðir í Frakklandi aðra nóttina í röð

Að minnsta kosti 150 voru handteknir í nótt eftir mótmæli almennings aðra nóttina í röð í Frakklandi eftir að lögregla skaut sautján ára gamlan ökumann til bana sem hafði ekki sinnt stöðvunamerkjum.

Erlent
Fréttamynd

Haraldur ætlar að rampa upp Evrópu næst

Haraldur Ingi Þor­leifs­son, sem gjarnan er kenndur við Ueno, segist ætla að rampa upp Evrópu næst og verður fyrsti sam­starfs­aðilinn í því verk­efni Parísar­borg. Verður um að ræða sam­starfs­verk­efni Reykja­víkur­borgar og Parísar­borgar í fram­halds­verk­efni fyrri verk­efna hans þar sem mark­miðið hefur verið að bæta hjóla­stóla­að­gengi.

Innlent
Fréttamynd

Skip­stjóri faldi mynda­vél inni á klósetti Ís­lendinga

Ís­lenskur hópur í fríi í Cannes í Frakk­landi var á siglingu við borgina þarsíðustu helgi þegar einn úr hópnum tók eftir mynda­vél sem falin var inni í vegg á klósetti í bátnum þar sem þau höfðu fata­skipti. Málið var til­kynnt til lög­reglu sem hand­tók skip­stjórann við komu til hafnar.

Innlent
Fréttamynd

Byrlaði eigin­konu sinni og leyfði 83 mönnum að nauðga henni

Franskur maður byrlaði eiginkonu sinni og leyfði 83 mönnum að nauðga henni á meðan hún svaf. Hann tók nauðganirnar, sem áttu sér stað yfir tíu ára tímabil, upp og geymdi upptökurnar. Lögregla hefur borið kennsl á 51 mannanna sem munu auk eiginmannsins fara fyrir dóm í sögulegu dómsmáli.

Erlent
Fréttamynd

Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir

Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum.

Erlent