Andlát

Fréttamynd

Arne Treholt látinn

Norski njósnarinn Arne Treholt er látinn, áttatíu ára gamall. Hann lést á heimili sínu á Moskvu þar sem hann hefur verið búsettur síðustu ár. Hann lætur eftir sig son og tvö barnabörn.

Erlent
Fréttamynd

Burt Bacharach látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn og Óskarsverðlaunahafinn Burt Freeman Bacharach er látinn, 94 ára að aldri. 

Lífið
Fréttamynd

Pervez Musharraf er látinn

Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistan, er látinn, 79 ára að aldri. Hann hafði verið að glíma við veikindi í nokkur ár og bjó síðustu ár lífs síns í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann sótti læknisþjónustu. 

Erlent
Fréttamynd

Paco Rabanne er látinn

Hönnuðurinn og ilmvatnsframleiðandinn Paco Rabanne er látinn, 88 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir „1 Million“ rakspírann.

Lífið
Fréttamynd

Hertha Wendel fallin frá

Hertha Wendel Jónsdóttir, fyrr­verandi framkvæmdastjóri Barnaspítala Hringsins, lést 26. janúar síðastliðinn á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, 86 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum.

Innlent
Fréttamynd

Guðni A. Jóhannes­son er látinn

Dr. Guðni A. Jó­hann­es­son, fyrrverandi orkumálastjóri, lést á Landskotsspítala í gær, 71 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein. Hann gegndi embætti orkumálastjóra á árunum 2008 til 2021.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi heims­meistari annar þeirra látnu

Kyle Smaine, fyrrverandi heimsmeistari í skíðum í hálfpípu (e. half-pipe), er annar þeirra sem létust í snjóflóði í Nagano-héraði í Japan í gær. Smaine var 31 árs gamall og hafði ekki keppt í skíðaíþróttum í fimm ár. 

Erlent
Fréttamynd

Ritt Bjer­rega­ard er látin

Danska stjórnmálakonan Ritt Bjerregaard, sem meðal annars gegndi embætti ráðherra, yfirborgarstjóra í Kaupmannahöfn og framkvæmdastjóra í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, er látin, 81 árs að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Elsta manneskja heims er látin

Systir Andre, frönsk nunna sem tók á síðasta ári við titlinum „elsta manneskja heims“, er látin. Hún var 118 ára gömul og hefði orðið 119 í næsta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Drepinn af hundunum sínum

Fótboltasamfélagið í Sambíu hefur síðustu daga syrgt fyrrverandi landsliðsframherjann Philemon Mulala sem lést eftir að hundarnir hans réðust á hann. Hann var sextugur að aldri.

Fótbolti
Fréttamynd

Kvik­mynda­stjarnan Gina Lollobrigida er látin

Ítalska leikkonan, Gina Lollobrigida,er látin, 95 ára að aldri.Lollobrigida var ein stærsta kvikmyndastjarna sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar og var henni oft lýst sem „fegurstu konu í heimi“.

Lífið
Fréttamynd

The Wire-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Al Brown, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í The Wire, er látinn, 83 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Lisa Marie Presley er látin

Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Gítargoðsögnin Jeff Beck er látinn

Enski gítarleikarinn Jeff Beck er látinn 78 ára að aldri. Beck náði miklum vinsældum með hljómsveitinni Yardbirds, áður en að hann einbeitti sér að sólóferli sínum. Hann hefur lengi verið einn ástsælasti gítarleikari heims. 

Lífið
Fréttamynd

Kardinálinn George Pell er látinn

Hinn umdeildi ástralski kardináli, George Pell, lést í Rómarborg á Ítalíu í gærkvöldi, 81 árs að aldri. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður.

Erlent
Fréttamynd

Ólafur Hrafn Ásgeirsson er látinn

Ólafur Hrafn Ásgeirsson, kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, lést 2. janúar síðastliðinn á líknardeild Landspítala. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar. Útförin fer fram í kyrrþey.

Innlent