Björgunarsveitir

Fréttamynd

Aðstæður erfiðar á vettvangi rútuslyssins og búið að loka veginum

Átta farþegar smárútu sem fór út af vegi og valt við Dyrhólaey á Suðurlandi eru komnir í skjól á Volcano Hotel skammt frá vettvangi. Þrír eru taldir slasaðir en ekkert er um alvarleg meiðsli. Búið er að loka fyrir umferð um Suðurlandsveg milli Seljalandsfoss og Víkur vegna slæms veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu trippi úr mýrar­flagi

Betur fór en á horfðist í dag þegar björgunarveitarfólk í Austur-Húnavatnssýslu bjargaði hesti sem hafði fest í mýrarflagi. Eftir talsvert umstang náðist trippið upp og var flutt heim í hús.

Innlent
Fréttamynd

Mikill vatnselgur myndaðist á Siglufirði

Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu íbúa í nokkrum húsum þar sem vatn flæddi inn á Siglufirði í lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Annar var tíðindalaust hjá björgunarsveitum á landinu eftir klukkan 22:00 í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi

Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Eigandi bílsins skilaði sér sjálfur í Landamannalaugar

Björgunarsveitarfólki sem var kallað út vegna mannlauss bíls nærri Landmannalaugum var snúið við á leiðinni eftir að eigandi bílsins skilaði sér sjálfur í skála þar. Eigandinn var erlendur ferðamaður sem hafði verið að njóta náttúrunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Miklu hvassara en maður bjóst við“

Björgunarsveitarmaður sem aðstoðaði ökumenn í vanda á Dynjandisheiði síðdegis segir veðrið í dag hafa verið mun verra en hann bjóst við. Aðstæður hafi verið afar erfiðar á heiðinni en fjórar björgunarsveitir komu að útkallinu.

Innlent
Fréttamynd

Lands­menn varaðir við ó­nauð­syn­legum ferða­lögum

Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, nema á Norðurlandi og í Breiðafirði þar sem gular viðvaranir eru í gildi. Um er að ræða aðra haustlægðina sem gengur yfir landið. Búast má við miklum vindum og snörpum vindhviðum, einkum við fjöll og háhýsi og fólk varað við því að ferðast milli landshluta.

Veður
Fréttamynd

Sjóslys við Akurey og leit á Esjunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla vegna slysa í gærkvöldi og nótt. Í tveimur tilvikum voru björgunarsveitir einnig kallaðar til; annað varðaði sjóslys og hitt einstakling sem villtist á Esjunni.

Innlent
Fréttamynd

Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“

Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitir noti dróna þegar of langt er í þyrluna

Óvenjumikið hefur verið um dauðsföll af slysförum á fjallendi í sumar. Sveinn Zoëga, formaður svæðisstjórnar Björgunarsveita á Austurlandi segir björgunarsveitir á Austurlandi hafa farið í þrjú útköll sem hafa endað illa í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Landsbjörg kaupir þrjú ný björgunarskip

Samningur var undirritaður um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu í dag, en í þrettán skipa flota félagsins nú er meðalaldur skipa orðinn 35 ár.

Innlent
Fréttamynd

Göngumaðurinn fannst látinn

Göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði í dag fannst látinn í hlíðum Strandartinds á áttunda tímanum í kvöld. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum.

Innlent