Danmörk

Fréttamynd

Íslenskar og grænar lausnir kynntar Japönum

Ísland mun ásamt Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð kynna grænar lausnir á heimssýningunni í Osaka í Japan árið 2025. Norðurlöndin sýna undir einum hatti á sýningunni. Búist er við að 28 milljónir manna muni heimsækja sýninguna. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Að­eins skrímsli gæti gert barni þetta“

Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana.

Erlent
Fréttamynd

Talinn hafa nauðgað Filippu nokkrum sinnum

Hinn 32 ára maður sem er í haldi dönsku lögreglunnar vegna hvarfs hinnar þrettán ára Filippu er grunaður um að hafa nauðgað henni. Maðurinn var leiddur fyrir dómara klukkan 9 í morgun og gæsluvarðhalds krafist yfir honum.

Erlent
Fréttamynd

Móðir Filippu segir hana komna heim og þakkar dönsku þjóðinni

Danska stúlkan Filippa, sem fannst á lífi í gær eftir umfangsmikla leit eftir að lýst hafði verið eftir henni, fannst í einbýlishúsahverfi rétt fyrir utan Korsør, vestast á Sjálandi. Móðir hennar þakkar dönsku þjóðinni í færslu á Facebook í gærkvöldi og segir dóttur sína vera komna heim.

Erlent
Fréttamynd

Filippa fannst á lífi

Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn.

Erlent
Fréttamynd

Gísli Örn leikstýrir Frozen á öllum Norðurlöndunum

Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Gísli Örn Garðarsson er með réttinn að sýningunni á öllum Norðurlöndunum. Hann mun því ekki aðeins leikstýra uppfærslu söngleiksins hérlendis heldur einnig á hinum fjórum Norðurlöndunum.

Menning
Fréttamynd

Stroku­kengúra hoppar laus um Jót­land

Kengúra sem slapp úr Glad-dýragarðinum í Lintrup á Jótlandi á miðvikudag hoppar enn laus um nágrenni Lintrup. Forstjóri dýragarðsins hefur hvatt fólk til þess að hafa augun opin og hringja strax í dýragarðinn eða neyðarlínuna sjái það til strokudýrsins.

Erlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir morðið á Miu

37 ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku fyrir rúmu ári síðan. Maðurinn kveðst vera saklaus.

Erlent
Fréttamynd

Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Á­rósa

Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jóa­kim og fjöl­skyldan flytja til Banda­ríkjanna

Jóakim Danaprins hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu varnarmála í sendiráði Danmerkur í bandarísku höfuðborginni Washington DC. Hann mun flytja vestur um haf í sumar ásamt Mary eiginkonu sinni og yngstu börnum.

Lífið
Fréttamynd

Danskir þing­menn beðnir um að hætta á TikTok

Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið.

Erlent
Fréttamynd

66°Norður loka á Strikinu

Fyrirtækið 66°Norður hefur ákveðið að loka verslun sinni á Strikinu í Kaupmannahöfn. Yfirmaður verslunarsviðs segir að verið sé að hagræða í rekstri og mæta breytingum á markaði. Fyrirtækið opnaði verslunina á Strikinu árið 2015.

Viðskipti innlent