Koma siglandi og sótt á hestvagni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2024 06:01 Ríkisheimsókn forsetahjónanna til Danmerkur hefst í dag. Vísir/RAX Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. Almenningur er boðin velkominn að tollabryggjunni, Toldboden, til að fylgjast með komu forsetahjónanna. Saman fara þau síðan með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Þá næst halda forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús, en þetta verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Friðrik X hefur verið konungur Danmerkur síðan í janúar.AP/Martin Meissner Að loknu hádegissamsæti í Jónshúsi fer forsetinn í heimsókn í danska þingið, Folketinget, í Kristjánsborg þar sem þingforseti tekur á móti henni. Þá munu forsetahjónin ásamt konungshjónunum skoða handritasafn Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn en þar verða einnig menningarmálaráðherrar Íslands og Danmerkur, Lilja Alfreðsdóttir og Christina Egelund, sem munu undirrita sameiginlega viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf ríkjanna um varðveislu og notkun handritasafnsins í báðum löndum. Í kvöld bjóða Friðrik konungur og Mary drottning síðan til hátíðarkvöldverðar í Kristjánsborgarhöll, forsetahjónunum til heiðurs. Á meðan heimsókninni stendur mun Halla meðal annars einnig heimsækja Copenhagen Business School og endurvinnslustöðina við Amager Bakke, funda með varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra Danmerkur auk þess að taka þátt í fundum og hringborðsumræðum með öðrum ráðherrum og fulltrúum úr íslensku og dönsku viðskiptalífi. Forseti Íslands Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Utanríkismál Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Almenningur er boðin velkominn að tollabryggjunni, Toldboden, til að fylgjast með komu forsetahjónanna. Saman fara þau síðan með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Þá næst halda forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús, en þetta verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Friðrik X hefur verið konungur Danmerkur síðan í janúar.AP/Martin Meissner Að loknu hádegissamsæti í Jónshúsi fer forsetinn í heimsókn í danska þingið, Folketinget, í Kristjánsborg þar sem þingforseti tekur á móti henni. Þá munu forsetahjónin ásamt konungshjónunum skoða handritasafn Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn en þar verða einnig menningarmálaráðherrar Íslands og Danmerkur, Lilja Alfreðsdóttir og Christina Egelund, sem munu undirrita sameiginlega viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf ríkjanna um varðveislu og notkun handritasafnsins í báðum löndum. Í kvöld bjóða Friðrik konungur og Mary drottning síðan til hátíðarkvöldverðar í Kristjánsborgarhöll, forsetahjónunum til heiðurs. Á meðan heimsókninni stendur mun Halla meðal annars einnig heimsækja Copenhagen Business School og endurvinnslustöðina við Amager Bakke, funda með varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra Danmerkur auk þess að taka þátt í fundum og hringborðsumræðum með öðrum ráðherrum og fulltrúum úr íslensku og dönsku viðskiptalífi.
Forseti Íslands Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Utanríkismál Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira