Kjaramál

Fréttamynd

Impregilo vildi ekki funda með ASÍ

Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Alþingis í morgun til þess m.a. að fjalla um ágreining ASÍ og Impregilo. Gert var ráð fyrir að fulltrúar ASÍ og Impregilo yrðu samtímis á fundinum en þegar til kastanna kom neituðu fulltrúar Impregilo með öllu að sá háttur yrði hafður á og fengu það í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Impregilo skuldar hundruð milljóna

Impregilo skuldar hundruð milljóna króna í vangoldna staðgreiðslu launa portúgalskra starfsmanna sinna samkvæmt áætlun íslenskra skattayfirvalda. Impregilo segist ekki bera ábyrgð á skattskyldu starfsmanna frá Portúgal sem hafa starfað við Kárahnjúkavirkjun og vísar á starfsmannaleigur.

Innlent
Fréttamynd

Samningum við SA sagt upp?

Alþýðusambandið telur sig hafa forsendur fyrir því að segja upp samningum við Samtök atvinnulífsins í haust, ef verðbólga lækkar ekki frá því sem nú er. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ.

Innlent
Fréttamynd

Umdeildur samningur samþykktur

Sjómenn hafa samþykkt kjarasamning við Landssamband Íslenskra útvegsmanna. Alls 57,6 prósent sjómanna samþykktu samninginn en 42,4 prósent þeirra höfnuðu honum. "Það fer ekkert milli mála að þessi samningur er umdeildur," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. 

Innlent
Fréttamynd

Impregilo neitar öllum ásökunum

Ásakanir Alþýðusambands Íslands um að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo greiði erlendum verkamönnum ekki laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, segir í yfirlýsingu frá Impregilo.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ krefjist endurskoðunar

Margt bendir nú til þess að Alþýðusamband Íslands muni í haust krefjast endurskoðunar á kjarasamningnum sem sambandið gerði við Samtök atvinnulífsins í fyrra þar sem forsendur hans viðrast brostnar.

Innlent
Fréttamynd

Eins og vænn starfslokasamningur

Umfram lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna á launafólk á almennum markaði jafnast á við tíu milljóna króna starfslokasamning, miðað við ákveðnar forsendur. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að jafna þurfi kjörin en það verði að gerast með því að draga úr réttindum opinberra starfsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að kæra Impregilo

Starfsgreinasambandið ætlar að kæra Impregilo til Vinnueftirlitsins fyrir að brjóta ákvæði um hámarksvinnutíma. Hitastig í svefnskálum við Kárahnjúkavirkjun fór niður í tíu stig í desember. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir skálana ekki byggða fyrir íslenskar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Kjarasamningur við LÍÚ samþykktur

Félagsmenn í Sjómannasambandi Íslands og Farmanna- og fiskimannasambandinu samþykktu kjarasamning við Landssamband Útvegsmanna með tæplega 58% greiddra atkvæða. Lítil þátttaka var í atkvæðagreiðslunni því einungis 43% félagsmanna tóku þátt.

Innlent
Fréttamynd

Talningu sjómanna frestað

Ekki tókst að telja atkvæði sjómanna um kjarasamning þeirra við útgerðarmenn, sem undirritaður var 30. október, í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Nýr kjarasamningur undirritaður

Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna og Launanefnd sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan ellefu í gærkvöldi. Kjarasamningurinn hefur gildistíma til 30. september 2006.

Innlent
Fréttamynd

Ánægð með kjarasamningi leikskóla

Enn vantar upp á að jafna laun leikskólakennara að kjörum grunnskólakennara, segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara. Á það verði stefnt með næstu samningum árið 2006.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólakennarar skrifuðu undir

Samningamenn leikskólakennara og sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í gærkvöldi hjá Ríkissáttasemjara en leikskólakennarar voru búnir að vera með lausa samninga síðan í sumar. Samningurinn gildir til 30. september árið 2006 eða nokkuð skemur en samningar sem gerðir hafa verið að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulag ekki í augnsýn

Samninganefndir leikskólakennara og sveitarfélaga áttu klukkustundarlangan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun og hefur annar fundur verið boðaður klukkan tvö. Lítið þokaðist í samkomulagsátt í morgun. Engar tillögur til lausnar kjaradeilu leikskólakennara hafa enn verið kynntar en deilendur hafa rætt saman um ýmis atriði sem snerta helstu kröfur.

Innlent
Fréttamynd

Deilan leysist ekki á næstunni

Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segist ekki of bjartsýn á að kjaradeila félagsins við sveitarfélögin verði leyst á næstunni. Fulltrúar leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaga voru á fundi með ríkissáttasemjara í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Deilunni vísað til sáttasemjara

Launanefnd leikskólakennara hefur ákveðið að vísa launadeilu sinni við samninganefnd sveitarfélaga til Ríkissáttasemjara í dag þar sem viðræður voru ekki lengur að skila árangri að mati nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ræðum við þá sem setja verðmiðana

Karlar í Starfsmannafélagi ríkisstofnana hafa allt að 29,5 prósentum hærri tekjur en konurnar. Leiðrétting á launamun kynjanna er inni í kröfugerð félagsins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Sækjast eftir langtímasamningi

Samningamenn leikskólakennara eru hættir við að sækjast eftir skammtímasamningi eins og stefnt var að áður en samið var við grunnskólakennara. Á næsta samningafundi, sem haldinn verður í dag, er stefnan sett á langtímasamning.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra hlusti á launþega

Formaður BSRB segir nær að forsætisráðherra hlusti á kröfur launþega í stað þess að skammast út í þá. Í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær boðaði forsætisráðherra verri stöðu í efnahagsmálum, ef allir fengju jafnmiklar launahækkanir og kennarar.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólakennarar hjá sáttasemjara

Samninganefndir leikskólakennara og sveitarfélaga komu saman hjá Ríkissáttasemjara nú klukkan níu og fara leikskólakennarar fram á svipaðar kjarabætur og aðrir kennarar sömdu um. Samningar þeirra hafa verið lausir síðan í ágústlok.

Innlent
Fréttamynd

Ekki tímabært að ræða verkfall

Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir ekki tímabært að ræða það hvort leikskólakennarar nýti sér verkfallsrétt til að ná fram kröfu um sömu laun og aðrir kennarar. Hún er hæfilega vongóð um að sveitarfélögin gangi að kröfum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Funda aftur á miðvikudag

Samninganefndir leikskólakennara og sveitarfélaga komu saman í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun og fara leikskólakennarar fram á svipaðar kjarabætur og aðrir kennarar sömdu um. Samningar þeirra hafa verið lausir síðan í ágústlok. Fundurinn stóð í tvær klukkustundir og ætla samningamenn að hittast aftur á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Mismikil hækkun launa

Kaupmáttur launa hefur aukist að meðaltali um 1,3 prósent frá því á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Í tilkynningu kjararannsóknarnefndar kemur fram að laun á almennum vinnumarkaði hafi hækkað að meðaltali um 4,9 prósent frá þriðja ársfjórðungi 2003.

Innlent
Fréttamynd

Kjósa ekki um verkfall

Samninganefnd Félags leikskólakennara ákvað á fundi í gær að fara ekki í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um boðun verkfalls. Þess í stað hefur nefndin óskað eftir skammtímasamningi við sveitarfélögin fram á næsta ár.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamannafélagið semur við SA

Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í gær skammtímakjarasamning til eins árs. Samningurinn nær aðeins til blaðamanna Morgunblaðsins, en aðrir fjölmiðlar semja sér.

Innlent
Fréttamynd

Vélstjórar gagnrýna Félagsdóm

Vélstjórafélag Íslands hefur ekki tekið tekið afstöðu til þess hvort fella eigi hafnarfrí út úr kjarasamningum þess. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins, segir í það minnsta ljóst að ekki verði af afnámi hafnarfría fyrir árslok 2005.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán samningafundir

Fjórtán fundir leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaga hafa farið fram frá því að kjarasamningur þeirra á milli rann út í lok ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Níu milljarða hækkun

Pétur Blöndal, alþingismaður, hafnar því að ríkið sé stikkfrí í kennaradeilunni og bendir á að ef kennarar samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara hækka lífeyrisskuldbindingar ríkisins um níu milljarða.

Innlent