Kjaramál

Fréttamynd

Segir verk­falls­að­gerðir ekki við­eig­andi

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist þykja það mjög miður að samninganefnd Eflingar upplifi að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðunum og skoði verkfallsaðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir at­kvæði á mánu­dag

Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi.

Innlent
Fréttamynd

Funda ekki í dag

Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Út­koma kjara­samninga „lang­stærsti“ ó­vissu­þátturinn fyrir vaxta­lækkunar­ferlið

Þrátt fyrir hátt aðhaldsstig peningastefnunnar þá þarf „allt að falla með okkur“ til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferlið í maí, meðal annars að niðurstaða kjarasamninga fái grænt ljós frá Seðlabankanum, að mati skuldabréfamiðlara. Hagfræðingar Arion banka segja hækkun matvöruverðs mestu vonbrigðin í nýjustu verðbólgumælingum en benda á að undirliggjandi verðbólga virðist enn vera að hjaðna.

Innherji
Fréttamynd

Sér fram á verk­falls­boðun

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist sjá fram á að samninganefnd Eflingar muni á fundi sínum í kvöld samþykkja verkfallsboðun.

Innlent
Fréttamynd

„Gjör­sam­lega mis­boðið yfir stöðunni“

Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið.

Innlent
Fréttamynd

Spyr sig hvað fylli mælinn hjá ís­lenskum bændum

Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir stöðu íslenskra bænda dapra en að engin mótmæli hafi verið skipulögð líkt og víða í Evrópu um þessar mundir. Hún segir Bændasamtökin fylgjast vel með aðgerðum bænda úti í heimi.

Innlent
Fréttamynd

Drög að sátt lögð fyrir ríkis­stjórn á næstu dögum

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Samiðnar og Eflingar hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Reiknað er með að heildarpakki kjarasamninga verði lagður fyrir ríkisstjórn um eða upp úr miðri viku og ríkisstjórnin kynni þá þær aðgerðir sem hún er reiðubúin að grípa til í skiptum fyrir sátt á vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Stór banka­fjár­festir segir ó­hóf­legar eigin­fjár­kröfur kosta sam­fé­lagið tugi milljarða

Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Kviku og Arion gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vilja ekki „taka á rót vandans“ í íslensku bankakerfi sem hann segir vera „óhóflegar“ eiginfjárkröfur og kosti heimili og atvinnulífið árlega tugi milljarða vegna meiri vaxtamunar en ella. Forstjóri Stoða hefði viljað sjá vaxtalækkunarferlið hefjast strax á síðasta fundi og brýnir Seðlabankann sem hann telur að sé „oft sinn versti óvinur“ í að ná niður verðbólguvæntingum með svartsýnum spám sínum um verðbólguhorfur.

Innherji
Fréttamynd

Funda aftur í há­deginu á morgun

Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk nú um klukkan hálf sex. Boðað hefur verið til annars fundar klukkan tólf á morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur“

Samninganefndir breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins funda nú hjá Ríkissáttasemjara, en VR sagði sig úr fylkingunni í gær. Á sama tíma undirbúa Fagfélögin verkfallsaðgerðir. Formaðurinn fylgist vel með en gefur ekki upp hvort VR sláist í för með þeim.

Innlent
Fréttamynd

Hissa og sorg­mædd yfir á­kvörðun VR

Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið.

Innlent
Fréttamynd

Telur sig geta náð betri samningi utan breiðfylkingarinnar

Formaður VR telur sig geta náð betri samningi við Samtök atvinnulífsins með því að slíta félagið frá samstarfi við breiðfylkingu stéttarfélaga. Það gerði hann í dag vegna ágreinings innan fylkingarinnar um forsenduákvæði sem snýr að verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnu­rekstur er allra hagur

Öll höfum við sameiginlega hagsmuni af því að lífskjör séu sem best á Íslandi. Það á ekki síður við hjá fyrirtækjum en til eru þau sem vilja telja öðrum trú um að hagsmunirnir séu ekki þeir sömu. Slíkar staðhæfingar gætu ekki verið fjær sannleikanum.

Skoðun
Fréttamynd

Vildi einn lækka stýri­vexti

Ekki voru allir meðlimir peningastefnunefnda Seðlabankans sammála um næstu skref á síðasta fundi nefndarinnar. Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka stýrivexti. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Funda aftur á morgun

Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun.

Innlent