Reykjanesbær Gekk um Hafnargötu með öxi Karlmaður var í dag handtekinn fyrir aftan húsgagnaverslunina Bústoð við Tjarnargötu í Keflavík af sérsveit og lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn hafði gengið eftir Hafnargötu með öxi. Innlent 17.8.2022 14:19 Lamaðist eftir bílslys og missti manninn sinn á sama ári Elínborg Steinunnardóttir lamaðist á vinstri hlið líkamans eftir alvarlegt bílslys árið 2020. Í maí sama ár greindist eiginmaður hennar, Þröstur Ingimarsson, með heilaæxli. Hann lést aðeins hálfu ári síðar, á meðan Elínborg lá enn inni á sjúkrahúsi. Innlent 17.8.2022 11:05 Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. Innlent 16.8.2022 19:36 Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. Innlent 2.8.2022 11:23 Farþega Condor-vélarinnar leið eins og íslensk stjórnvöld hafi tekið hann í gíslingu Farþegi um borð í flugvél sem lent var óvænt á Keflavíkurflugvelli á mánudag vegna sprengjuhótunar segist í fyrstu ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni og liðið eins og hann hafi verið tekinn til fanga. Innlent 27.7.2022 16:21 Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. Innlent 26.7.2022 14:01 Kristbjörn Albertsson er látinn Kristbjörn Albertsson, fyrrum körfuboltamaður, körfuboltadómari og formaður KKÍ, er látinn. Kristbjörn lést eftir baráttu við krabbamein þann 18. júlí síðastliðinn en Kristbjörn hefði orðið 78 ára þann 6. ágúst næstkomandi. Körfubolti 26.7.2022 09:31 Samherji fjárfestir í landeldi fyrir 60 milljarða Samherji ætlar sér að fjárfesta fyrir allt að 60 milljarða króna í fiskeldi á komandi árum og í bígerð er um 40 þúsund tonna landeldi í nágrenni Reykjanesvirkjunar. Forstjórinn segir fjárfestinguna mestu áhættu í sögu félagsins. Viðskipti innlent 23.7.2022 10:07 Atvinnuleysi hefur minnkað hratt en er mest á Suðurnesjum Samkvæmt Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans hefur atvinnuleysi minnkað hraðar en reiknað var með en Hagsjáin vitnar í tölur Vinnumálastofnunar. Ekki séu margar vísbendingar um að atvinnuleysi muni aukast mikið. Innlent 12.7.2022 09:06 Bílastæðið muni fyllast í júlí Líkur eru á því að bílastæðið við Keflavíkurflugvöll muni fyllast í júlí. Í tilkynningu frá Isavia eru farþegar hvattir til að bóka bílastæði með góðum fyrirvara og kanna notkun annarra samgöngumáta. Innlent 8.7.2022 16:37 Auglýsa eftir rekstraraðila fyrir nýja heilsugæslustöð Sjúkratryggingar Íslands hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ. Heilsugæslan verður staðsett í rúmlega þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Innlent 4.7.2022 15:46 Skjálfti 3,2 á Reykjaneshrygg Jarðskjálfti 3,2 varð 5,6 kílómetra suðvestur af Geirfugladrang á Reykjaneshrygg klukkan 8:39 í morgun. Fréttir 4.7.2022 09:40 Enn sanka dansarar úr Reykjanesbæ að sér verðlaunum Dansarar úr Reykjanesbæ virðast ekki geta hætt að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu í dansi á Spáni. Í gær vann danspar í eldri flokki til bronsverðlauna. Innlent 30.6.2022 11:06 Ná þrjátíu megavöttum með betri nýtingu á varma Reykjanesvirkjunar Mestu virkjanaframkvæmdir landsins um þessar mundir standa yfir á Reykjanesi en þar er verið að stækka jarðgufuvirkjun HS Orku um þrjátíu megavött. Ekki þarf þó að borar nýjar holur á svæðinu til orkuöflunar heldur er ætlunin að nýta betur þann jarðvarma sem þegar er til staðar. Viðskipti innlent 29.6.2022 22:22 Ungar dansstelpur úr Reykjanesbæ unnu silfur á heimsmeistaramótinu Enn gera stelpurnar úr dansskólanum Danskompaní úr Reykjanesbæ það gott á heimsmeistaramótinu í dansi sem nú fer fram á Spáni. Hópur úr skólanum vann til silfurverðlauna í gærkvöldi. Fréttir 28.6.2022 16:43 Danshópur úr Reykjanesbæ vann heimsmeistaratitil Hópur ungra dansara úr dansskólanum Danskompaní í Reykjanesbæ vann rétt í þessu til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í dansi sem nú fer fram á Spáni. Innlent 26.6.2022 21:37 Myndir: Öllavöllur vígður við hátíðlega athöfn í Reykjanesbæ í minningu Örlygs Sturlusonar Öllavöllur var formlega vígður klukkan 18 í dag við Fjörheima í Reykjanesbæ. Völlurinn er hinn glæsilegasti með allri nýjustu tækni og ætlaður öllum sem vilja spila og æfa sig í körfubolta. Öllavöllur er byggður til að heiðra minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést langt fyrir aldur fram í janúar árið 2000. Körfubolti 17.6.2022 21:53 Málefnasamningur undirritaður í Reykjanesbæ Framsókn, Samfylkingin og Bein leið hafa myndað meirihluta í Reykjanesbæ. Í dag var málefnasamningur milli flokkanna undirritaður fyrir utan Stapaskóla í Innri-Njarðvík. Innlent 2.6.2022 13:04 Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. Innlent 2.6.2022 07:00 Framsókn, Samfylking og Bein leið ná saman í Reykjanesbæ Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Bein leið hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í Reykjanesbæ á kjörtímabilinu. Undirritun meirihlutasamstarfs mun fara fram í Stapaskóla í Innri-Njarðvík á morgun klukkan 11:30. Innlent 1.6.2022 22:31 Fjögurra bíla árekstur við Leifsstöð Árekstur varð við Leifsstöð nú á fjórða tímanum. Fjórir bílar eru nokkuð skemmdir, lítil rúta og þrír fólksbílar. Innlent 1.6.2022 15:34 Reykjanesbær braut ekki á mannréttindum hjólagarpsins Arnars Reykjanesbær braut ekki á mannréttindum Arnars Helga Lárussonar vegna slæms aðgengis fatlaðra að Duushúsinu og 88-húsinu í bænun. Innlent 31.5.2022 11:32 Sigurður Ragnar kallar eftir sameiningu á Suðurnesjum Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild karla, vill að lið hans verði sameinað við lið Njarðvíkur í Reykjanesbæ. Þetta lét Sigurður hafa eftir sér í kjölfar þess að Njarðvíkingur fleygðu Keflvíkingum úr leik í nágrannaslag liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Íslenski boltinn 26.5.2022 12:30 Fregnir berist af meirihlutaviðræðum í Reykjanesbæ um og eftir helgi Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ mjakast og búast má við fregnum af þeim um og eftir helgi. Þetta segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir oddviti Samfylkingarinnar í samtali við Vísi. Innlent 25.5.2022 13:36 Goðsögnum Keflavíkur hent í ruslið og nú skal hefnt Það er sannkallaður hefndarhugur í nokkrum fyrrverandi leikmönnum Keflavíkur sem klæðast Njarðvíkurtreyju annað kvöld í Reykjanesbæjarslag í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 24.5.2022 13:31 Meirihlutaviðræður hafnar í Reykjanesbæ Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ eru formlega hafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá oddvitum flokkanna. Innlent 22.5.2022 22:21 Hyggjast greiða íbúum Kópavogs og Reykjanesbæjar fyrir að endurvinna Íslenska endurvinnslufyrirtækið Pure North hyggst setja upp grenndarstöðvar í Kópavogi og Reykjanesbæ þar sem íbúar fá greitt fyrir að skila inn endurvinnsluefnum frá heimilum. Innlent 18.5.2022 11:06 Sýnum samstöðu fyrir bæinn okkar! Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega fyrir stuðninginn og að mæta á kjörstað. Skoðun 18.5.2022 08:30 Margrét og Friðjón oftast útstrikuð í Reykjanesbæ Af þeim sjö flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ á laugardaginn var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 39 sinnum var strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og 36 sinnum hjá Samfylkingunni. Innlent 16.5.2022 16:20 Lokatölur úr Reykjanesbæ: Meirihlutinn styrkti stöðu sína Meirihlutinn í Reykjanesbæ styrkti stöðu sína að loknum sveitarstjórnarkosningunum. Samfylkingin fær þrjá fulltrúa, Framsókn sömuleiðis og Bein leið einn. Alls sjö fulltrúa af ellefu. Innlent 14.5.2022 06:00 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 34 ›
Gekk um Hafnargötu með öxi Karlmaður var í dag handtekinn fyrir aftan húsgagnaverslunina Bústoð við Tjarnargötu í Keflavík af sérsveit og lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn hafði gengið eftir Hafnargötu með öxi. Innlent 17.8.2022 14:19
Lamaðist eftir bílslys og missti manninn sinn á sama ári Elínborg Steinunnardóttir lamaðist á vinstri hlið líkamans eftir alvarlegt bílslys árið 2020. Í maí sama ár greindist eiginmaður hennar, Þröstur Ingimarsson, með heilaæxli. Hann lést aðeins hálfu ári síðar, á meðan Elínborg lá enn inni á sjúkrahúsi. Innlent 17.8.2022 11:05
Skellt í lás á morgun Þeim sem ætla að skoða eldgosið í Meradölum á morgun verður snúið við þar sem svæðinu verður lokað vegna slæms veður sem ganga á yfir svæðið. Innlent 16.8.2022 19:36
Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. Innlent 2.8.2022 11:23
Farþega Condor-vélarinnar leið eins og íslensk stjórnvöld hafi tekið hann í gíslingu Farþegi um borð í flugvél sem lent var óvænt á Keflavíkurflugvelli á mánudag vegna sprengjuhótunar segist í fyrstu ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni og liðið eins og hann hafi verið tekinn til fanga. Innlent 27.7.2022 16:21
Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. Innlent 26.7.2022 14:01
Kristbjörn Albertsson er látinn Kristbjörn Albertsson, fyrrum körfuboltamaður, körfuboltadómari og formaður KKÍ, er látinn. Kristbjörn lést eftir baráttu við krabbamein þann 18. júlí síðastliðinn en Kristbjörn hefði orðið 78 ára þann 6. ágúst næstkomandi. Körfubolti 26.7.2022 09:31
Samherji fjárfestir í landeldi fyrir 60 milljarða Samherji ætlar sér að fjárfesta fyrir allt að 60 milljarða króna í fiskeldi á komandi árum og í bígerð er um 40 þúsund tonna landeldi í nágrenni Reykjanesvirkjunar. Forstjórinn segir fjárfestinguna mestu áhættu í sögu félagsins. Viðskipti innlent 23.7.2022 10:07
Atvinnuleysi hefur minnkað hratt en er mest á Suðurnesjum Samkvæmt Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans hefur atvinnuleysi minnkað hraðar en reiknað var með en Hagsjáin vitnar í tölur Vinnumálastofnunar. Ekki séu margar vísbendingar um að atvinnuleysi muni aukast mikið. Innlent 12.7.2022 09:06
Bílastæðið muni fyllast í júlí Líkur eru á því að bílastæðið við Keflavíkurflugvöll muni fyllast í júlí. Í tilkynningu frá Isavia eru farþegar hvattir til að bóka bílastæði með góðum fyrirvara og kanna notkun annarra samgöngumáta. Innlent 8.7.2022 16:37
Auglýsa eftir rekstraraðila fyrir nýja heilsugæslustöð Sjúkratryggingar Íslands hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ. Heilsugæslan verður staðsett í rúmlega þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Innlent 4.7.2022 15:46
Skjálfti 3,2 á Reykjaneshrygg Jarðskjálfti 3,2 varð 5,6 kílómetra suðvestur af Geirfugladrang á Reykjaneshrygg klukkan 8:39 í morgun. Fréttir 4.7.2022 09:40
Enn sanka dansarar úr Reykjanesbæ að sér verðlaunum Dansarar úr Reykjanesbæ virðast ekki geta hætt að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu í dansi á Spáni. Í gær vann danspar í eldri flokki til bronsverðlauna. Innlent 30.6.2022 11:06
Ná þrjátíu megavöttum með betri nýtingu á varma Reykjanesvirkjunar Mestu virkjanaframkvæmdir landsins um þessar mundir standa yfir á Reykjanesi en þar er verið að stækka jarðgufuvirkjun HS Orku um þrjátíu megavött. Ekki þarf þó að borar nýjar holur á svæðinu til orkuöflunar heldur er ætlunin að nýta betur þann jarðvarma sem þegar er til staðar. Viðskipti innlent 29.6.2022 22:22
Ungar dansstelpur úr Reykjanesbæ unnu silfur á heimsmeistaramótinu Enn gera stelpurnar úr dansskólanum Danskompaní úr Reykjanesbæ það gott á heimsmeistaramótinu í dansi sem nú fer fram á Spáni. Hópur úr skólanum vann til silfurverðlauna í gærkvöldi. Fréttir 28.6.2022 16:43
Danshópur úr Reykjanesbæ vann heimsmeistaratitil Hópur ungra dansara úr dansskólanum Danskompaní í Reykjanesbæ vann rétt í þessu til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í dansi sem nú fer fram á Spáni. Innlent 26.6.2022 21:37
Myndir: Öllavöllur vígður við hátíðlega athöfn í Reykjanesbæ í minningu Örlygs Sturlusonar Öllavöllur var formlega vígður klukkan 18 í dag við Fjörheima í Reykjanesbæ. Völlurinn er hinn glæsilegasti með allri nýjustu tækni og ætlaður öllum sem vilja spila og æfa sig í körfubolta. Öllavöllur er byggður til að heiðra minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést langt fyrir aldur fram í janúar árið 2000. Körfubolti 17.6.2022 21:53
Málefnasamningur undirritaður í Reykjanesbæ Framsókn, Samfylkingin og Bein leið hafa myndað meirihluta í Reykjanesbæ. Í dag var málefnasamningur milli flokkanna undirritaður fyrir utan Stapaskóla í Innri-Njarðvík. Innlent 2.6.2022 13:04
Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. Innlent 2.6.2022 07:00
Framsókn, Samfylking og Bein leið ná saman í Reykjanesbæ Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Bein leið hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í Reykjanesbæ á kjörtímabilinu. Undirritun meirihlutasamstarfs mun fara fram í Stapaskóla í Innri-Njarðvík á morgun klukkan 11:30. Innlent 1.6.2022 22:31
Fjögurra bíla árekstur við Leifsstöð Árekstur varð við Leifsstöð nú á fjórða tímanum. Fjórir bílar eru nokkuð skemmdir, lítil rúta og þrír fólksbílar. Innlent 1.6.2022 15:34
Reykjanesbær braut ekki á mannréttindum hjólagarpsins Arnars Reykjanesbær braut ekki á mannréttindum Arnars Helga Lárussonar vegna slæms aðgengis fatlaðra að Duushúsinu og 88-húsinu í bænun. Innlent 31.5.2022 11:32
Sigurður Ragnar kallar eftir sameiningu á Suðurnesjum Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild karla, vill að lið hans verði sameinað við lið Njarðvíkur í Reykjanesbæ. Þetta lét Sigurður hafa eftir sér í kjölfar þess að Njarðvíkingur fleygðu Keflvíkingum úr leik í nágrannaslag liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Íslenski boltinn 26.5.2022 12:30
Fregnir berist af meirihlutaviðræðum í Reykjanesbæ um og eftir helgi Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ mjakast og búast má við fregnum af þeim um og eftir helgi. Þetta segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir oddviti Samfylkingarinnar í samtali við Vísi. Innlent 25.5.2022 13:36
Goðsögnum Keflavíkur hent í ruslið og nú skal hefnt Það er sannkallaður hefndarhugur í nokkrum fyrrverandi leikmönnum Keflavíkur sem klæðast Njarðvíkurtreyju annað kvöld í Reykjanesbæjarslag í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 24.5.2022 13:31
Meirihlutaviðræður hafnar í Reykjanesbæ Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ eru formlega hafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá oddvitum flokkanna. Innlent 22.5.2022 22:21
Hyggjast greiða íbúum Kópavogs og Reykjanesbæjar fyrir að endurvinna Íslenska endurvinnslufyrirtækið Pure North hyggst setja upp grenndarstöðvar í Kópavogi og Reykjanesbæ þar sem íbúar fá greitt fyrir að skila inn endurvinnsluefnum frá heimilum. Innlent 18.5.2022 11:06
Sýnum samstöðu fyrir bæinn okkar! Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega fyrir stuðninginn og að mæta á kjörstað. Skoðun 18.5.2022 08:30
Margrét og Friðjón oftast útstrikuð í Reykjanesbæ Af þeim sjö flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ á laugardaginn var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 39 sinnum var strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og 36 sinnum hjá Samfylkingunni. Innlent 16.5.2022 16:20
Lokatölur úr Reykjanesbæ: Meirihlutinn styrkti stöðu sína Meirihlutinn í Reykjanesbæ styrkti stöðu sína að loknum sveitarstjórnarkosningunum. Samfylkingin fær þrjá fulltrúa, Framsókn sömuleiðis og Bein leið einn. Alls sjö fulltrúa af ellefu. Innlent 14.5.2022 06:00