Sænski boltinn

Fréttamynd

Baulað á Hákon sem þurfti bara nýja skó

Eftir að hafa fengið á sig eitt mark í bláum skóm hélt Hákon Rafn Valdimarsson marki sínu hreinu í rauðum skóm í góðum 3-1 sigri Elfsborg gegn IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðrún og stöllur juku forskot sitt á meðan Kristianstad tapaði stigum

Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård eru nú með fimm stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-4 sigur gegn Örebro í dag. Á sama tíma þurfti Íslendingalið Kristianstad að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Eskilstuna og tapaði þar með dýrmætum stigum í toppbaráttunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Hlín og Berglind á skotskónum í Svíþjóð

Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå, og Berglind Rós Ágústsdóttir, leikmaður Örebo, voru báðar í eldlínunni með sínum liðum í sænsku úrvalsdeildinni í dag og tókst þeim báðum að skora mark í sigri síns liðs.

Fótbolti
Fréttamynd

Rosengård enn með pálmann í höndunum eftir sigur­mark í blá­lokin

Það munaði minnstu að titilbaráttan í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefði opnast upp á gátt þegar Guðrún Arnarsdóttir og stöllur hennar í Rosengård voru við það að gera jafntefli við Vittsjö á heimavelli. Sigurmark í uppbótartíma þýðir að liðið er þó enn með þriggja stiga forystu á Kristianstad á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hlín lék í sigri á Umeå

Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå, var í byrjunarliði Piteå og lék í 81 mínútu í 0-1 útisigri Piteå á Umea í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Amanda og Emelía á skotskónum | Rosengård á toppinn

Íslendingaliðin Kristianstad og Rosengård unnu bæði sína leiki í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og eru því áfram í efstu tveimur sætum deildarinnar. Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir voru á skotskónum hjá Kristianstad.

Fótbolti
Fréttamynd

Stríðsástand í stúkunni eftir Stokkhólmsslaginn

Óhætt er að segja að stemningin hafi ekki verið vinaleg á Friends Arena í Stokkhólmi í gær eftir 2-2 jafntefli grannliðanna AIK og Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lögreglan í sænsku höfuðborginni er með málið til rannsóknar.

Fótbolti