Sænski boltinn

Fréttamynd

Hlín hafði betur gegn Hallberu

Fimm leikjum er nú nýlokið í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Allar íslensku stelpurnar voru í byrjunarliði sinna liða og Hlín Eiríksdóttir skoraði sigurmarkið í uppgjöri Íslendingaliðanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslensk jafntefli í sænska boltanum

Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og voru Íslendingar í eldlínunni í báðum þeirra. Milan Milojevic og lærisveinar hans í Malmö gerðu 1-1 jafntefli gegn Íslendingaliði Elfsborg og Aron Bjarnason og félagar hans í Sirius gerðu markalaust jafntefli gegn Varnamo.

Fótbolti
Fréttamynd

Velgeir og félagar hófu tímabilið á sigri | Jafntefli og tap í norksa boltanum

Það voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni í skandínavíska fótboltanum í dag. Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn í 4-2 sigri Häcken gegn AIK í Svíþjóð, Hólmert Aron Friðjónsson var í byrjunarliði Lilleström sem gerði 2-2 jafntefli gegn Ham-Kam í noregi og þá var Viðar Örn Kjartansson í fremstu víglínu hjá Vålerenga sem tapaði 1-0 gegn Molde.

Fótbolti
Fréttamynd

Elísa­bet hætti að stela bílum og gerðist þjálfari

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad, er í ítarlegu viðtali hjá sænska miðlinum Expressen. Þar ræðir hún meðal annars hvað gerði það að verkum að hún fór að þjálfa fótbolta og að hún hafi stolið bíl á sínum yngri árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistararnir byrja á sigri

Guðrúnar Arnardóttir og stöllur hennar í sænska meistaraliðinu Rosengård byrja tímabilið í efstu deild Svíþjóðar á sigri. Rosengård vann 2-0 sigur á Brommapojkarna í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvö Íslendingalið í undanúrslitum

Eftir úrslit dagsins í sænska bikarnum eru bara tvö Íslendingalið eftir í keppninni. Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar í Rosengård fóru áfram í undanúrslit í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Nýtt Start hjá Magna

Magni Fannberg hefur verið ráðinn íþróttastjóri Start í Noregi. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið.

Fótbolti