
Þýski handboltinn

Ómar Ingi aðeins annar sem verður markakóngur þýsku deildarinnar og EM
Á innan við einu ári varð Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar og Evrópumótsins.

Ásgeir Örn valdi leiðinlegustu mótherjana á ferlinum
Tveir fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands fóru mjög í taugarnar á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni á ferlinum.

Valur selur Tuma Stein til Þýskalands
Íslands- og bikarmeistarar Vals hafa selt leikstjórnandann Tuma Stein Rúnarsson til þýska B-deildarliðsins Coburg 2000 samkvæmt heimildum íþróttadeildar.

„Ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt andlega“
Sveinn Jóhannsson var sviptur draumnum um að spila á EM í handbolta í næstu viku þegar hann meiddist í hné á landsliðsæfingu. Honum virðist hreinlega ekki hafa verið ætlað að spila á mótinu því áður hafði hann greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag.

Bjarki Már fer frá Lemgo eftir tímabilið: „Vil fá nýja áskorun“
Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, yfirgefur Lemgo þegar samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið.

Bjarki Már og Ómar Ingi tilnefndir sem handboltamenn ársins í Þýskalandi
Tveir íslenskir handboltamenn eru á 10 manna lista yfir þá leikmenn sem koma til greina sem handboltamenn ársins 2021 í Þýskalandi.

Ómar Ingi íþróttamaður ársins
Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár.

Arnór Þór frábær og íslensk mörk skiluðu Melsungen sigri
Það var nóg um að vera í þýska handboltanum í kvöld. Þá var Ágúst Elí Björgvinsson í eldlínunni í Danmörku.

Bjarki markahæstur er Lemgo tapaði stórt
Lemgo mátti þola stórt tap er liðið heimsótti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk, lokatölur 32-19.

Janus Daði hafði betur í Íslendingaslag | Gummersbach jók forskot sitt á toppnum
Fimm Íslendingar voru í eldlínunni í tveimur efstu deildum þýska handboltans í tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka.

Teitur og félagar fyrstir til að leggja Magdeburg að velli
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg urðu í dag fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Íslendingaliði Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á tímabilinu. Lokatölur urðu 30-27, en Magdeburg hafði unnið alla 16 leiki sína til þessa.

Arnór og Bjarki skiptu stigunum á milli sín | Ekkert getur stöðvað Magdeburg
Það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur af þeim fjórum leikjum sem spilaðir voru í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á þessu Þorláksmessukvöldi. Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer gerðu jafntefli gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum í Lemgo, 27-27.

Teitur Örn hafði betur í Suðurlandsslagnum í Bundesligunni
Sex Íslendingar voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Sjö íslensk mörk er Magdeburg tryggði sér sæti í átta liða úrslitum
Íslendingalið Magdeburg tryggði sér sæti í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld með fimm marka sigri gegn B-deildarliði Hamm-Westfalen, 26-31.

„Ógeðslega pirraður og reiður“
„Það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna,“ segir handboltamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem spilar ekki meira á þessari leiktíð.

Ómar Ingi markahæstur í Íslendingaslag
Ómar Ingi Magnússon hélt uppteknum hætti í markaskorun þegar Magdeburg heimsótti Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Bjarki Már markahæstur í miklum markaleik
77 mörk voru skoruð í Íslendingaslag Stuttgart og Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Fyrrverandi handboltamarkvörður keppir á HM í pílukasti
Þjóðverjinn Florian Hempel er með annan bakgrunn en aðrir keppendur á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er nefnilega fyrrverandi handboltamarkvörður.

Ómar Ingi og Rut handknattleiksfólk ársins
Íslands- og bikarmeistarinn Rut Jónsdóttir, og markakóngur Þýskalands, Ómar Ingi Magnússon, eru handknattleiksfólk ársins 2021.

Teitur og félagar unnu stórsigur í Íslendingaslag
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg hafa verið á mikilli siglingu undanfarið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið er nú komið í þriðja sæti deildarinnar eftir átta marka sigur gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum í Lemgo, 27-19.

Eyjamaðurinn verður lengur hjá Guðjóni Val
Línu- og landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson hefur framlengt samning sinn við þýska handknattleiksfélagið Gummersbach.

Löwen og Melsungen áfram í bikarnum
Rhein-Neckar Löwen, Melsungen, Kiel og Minden eru komin í 8-liða úrslit þýska bikarsins í handbolta. Löwen og Melsungen slógu út Íslendingalið Stuttgart og Bergischer.

Stórleikur Bjarka skilaði Lemgo áfram | Þrettán íslensk mörk í öruggum sigri Gummersbach
Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur leikjum í 16-liða úrslitum þýska bikarsins í handbolta í kvöld. Bjarki Már Elísson skoraði 13 mörk er Lemgo sló Fuchse Berlin út í framlengdum leik og Íslendingalið Gummersbach vann öruggan tólf marka sigur gegn Nordhorn-Lingen.

Íslensk ættaði Daninn náði markameti í bestu deild heims í gær
Hans Lindberg hélt upp á fertugsafmælið sitt í ágúst en hann er enn að spila í þýsku deildinni og nú farinn að komast yfir met í deildinni.

Bjarki Már hafði betur í Íslendingaslagnum | Teitur skoraði fjögur í stórsigri
Íslendingarnir í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta höfðu í nógu að snúast í dag, en af þeim fjórum leikjum sem voru að klárast rétt í þessu voru þeir í eldlínunni í þremur þeirra.

Óðinn Þór lánaður til Gummersbach
Handknattleiksdeild KA hefur samið við þýska B-deildarfélagið VfL Gummersbach um að lána þeim hornamanninn Óðinn Þór Ríkharðsson út desembermánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KA sendi frá sér í dag.

Hákon Daði markahæstur er Gummersbach komst aftur á sigurbraut
Hákon Daði Styrmisson var markahæst maður vallarins er Gummersbach vann nauman sigur gegn Elbflorenz í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld, 30-29.

Alfreð lærði af austur-þýskum sérfræðingi með vafasama fortíð
Þegar Alfreð Gíslason þjálfaði Magdeburg í Þýskalandi starfaði hann meðal annars með þekktum prófessor sem átti sér vafasama fortíð.

Sigurganga Magdeburg heldur áfram | Melsungen sigraði Íslendingaslaginn
Það voru Íslendingar í eldlínunni í öllum fjórum leikjum kvöldsins í þýska handboltanum. Magdeburg er enn með fullt hús stiga eftir fjögurra marka sigur gegn Hannover-Burgdorf og Melsungen vann öruggan níu marka sigur í Íslendingaslag kvöldsins.

„Hún er stórkostlegasta manneskja sem ég hef kynnst“
Alfreð Gíslason segir að síðustu mánuðir hafi verið afar erfiðir. Eiginkona hans til rúmlega fjörutíu ára, Kara Guðrún Melstað, lést í lok maí. Alfreð lýsir henni sem stórkostlegustu manneskju sem hann hafi kynnst.