
Danski handboltinn

Sandra skoraði 14 í naumum sigri Álaborgar
Sandra Erlingsdóttir átti sannkallaðan stórleik í liði EH Álaborgar er liðið vann tveggja marka útisigur gegn DHG Óðinsvé í dönsku B-deildinni í handbolta í dag, 32-30.

Mikkel Hansen lengur í sumarfríinu sínu í ár til að fá skattaafslátt
Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen fær vel borgað frá nýja félaginu sínu í Danmörku en það gerir honum líka greiða þegar kemur að því að kemur að því að gera upp við dönsk yfirvöld.

GOG styrkir stöðu sína á toppnum
Það var mikið spilað í danska handboltanum í dag. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG eru í góðum málum á toppi úrvalsdeildar karla á meðan að Kolding, með Ágúst Elí innanborðs, eru í slæmri stöðu á hinum enda deildarinnar. Steinun Hansdóttir gerði eitt mark fyrir Skanderborg í úrvalsdeild kvenna.

Aron með tvö mörk í stórsigri
Álaborg vann 12 marka stórsigur á Skanderborg, 38-26, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í leiknum.

Álaborg marði Kolding
Álaborg rétt marði sigur gegn Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lauk leiknum með 31-30 sigri Álaborgar.

Viktor Gísli stóð vaktina er GOG komst aftur á sigurbraut
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG unnu góðan fimm marka sigur er liðið heimsótti Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-26, en liðið var án sigurs í seinustu tveimur deildarleikjum.

Frammistaðan á EM sannfærði þjálfara Ribe-Esbjerg um að fá Elvar
Elvar Ásgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg. Hann kemur til liðsins frá Nancy í Frakklandi eftir þetta tímabil.

Loks töpuðu Viktor Gísli og félagar í GOG | Öruggt hjá Álaborg
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar hans í GOG töpuðu sínum fyrsta deildarleik í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Liðið tapaði þá með þriggja marka mun gegn Ribe-Esbjerg, lokatölur 30-27.

Viktor og félagar unnu nauman sigur
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG unnu nauman tveggja marka sigur gegn Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 32-30.

Skanderborg vann Íslendingaslaginn | Sandra skoraði fimm í tapi
Skanderborg og Ringkøbing áttust við í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag þar sem heimakonur í Skanderborg höfðu betur, 27-22. Þá skoraði Sandra Erlingsdóttir fimm mörk og tapi Álaborgar gegn Ringsted.

Sandra til eins besta liðs Þýskalands og landsliðsparið getur nú hafið sambúð
Sandra Erlingsdóttir gengur í sumar í raðir eins besta liðs Þýskalands. Þessi 23 ára landsliðskona í handbolta hefur skrifað undir samning til þriggja ára við Metzingen.

Viktor og félagar enn taplausir á toppnum | Sandra fór á kostum í sigri Álaborgar
Íslendingar voru í eldlínunni í fjórum leikjum danska handboltans í dag, bæði karla- og kvennamegin. Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG eru enn taplausir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir eins marks sigur gegn Bjerringbro/Silkeborg og Sandra Erlingsdóttir skoraði níu mörk í stórsigri Álaborgar.

Viktor Gísli fór á kostum í stórsigri toppliðsins
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 20 bolta í Marki GOG er liðið vann 14 marka stórsigur gegn botnliði Skive í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 45-31.

Tvö íslensk töp í danska kvennahandboltanum
Það voru Íslendingar í eldlínunni í efstu tveimur deildum danska handboltans í kvöld. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði tíu skot í marki Ringkøbing er liðið tapaði 32-28 gegn Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni og Sandra Erlingsdóttir og stöllur hennar í Aalborg töpuðu gegn SønderjyskE í B-deildinni 24-22.

Ágúst Elí og félagar fjarlægjast fallsvæðið
Ágúst Elí Björgvinsson og félagar hans í KIF Kolding unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti TMS Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 29-26 og Ágúst og félagar eru nú þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Sveinn sviptur EM-draumnum og nú er ljóst að hann spilar ekki meira í Danmörku
Sveinn Jóhannsson, landsliðsmaður í handbolta, mun ekki spila meira með SönderjyskE í Danmörku áður en hann yfirgefur félagið í sumar til að ganga til liðs við Erlangen.

Maðurinn sem hélt Ómari Inga út úr úrvalsliði EM spilar ekki næsta hálfa árið
Mathias Gidsel átti frábært Evrópumót með danska handboltalandsliðinu og svo gott að hann kom í veg fyrir að Ómar Ingi Magnússon, markakóngur EM, komst ekki í úrvalslið mótsins. Mótið endaði hins vegar ekki vel fyrir Gidsel.

Sandra skoraði sjö í naumum sigri
Sandra Erlingsdóttir skoraði sjö mörk í naumum eins marks sigri Aalborg gegn Vendsyssel í dönsku 1. deildinni í handbolta í kvöld, 31-30.

Ágúst Elí færir sig vestar á Jótlandi
Landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson skiptir um lið í sumar. Hann fer þó ekki langt og heldur sig á Jótlandi.

„Ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt andlega“
Sveinn Jóhannsson var sviptur draumnum um að spila á EM í handbolta í næstu viku þegar hann meiddist í hné á landsliðsæfingu. Honum virðist hreinlega ekki hafa verið ætlað að spila á mótinu því áður hafði hann greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag.

Viktor og félagar juku forskot sitt á toppnum með sigri í Íslendingaslag
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG höfðu betur í toppslag dönsku deildarinnar í handbolta er liðið tók á móti Aroni Pálmarssyni og félögum í Álaborg. Lokatölur urðu 38-35, en GOG er nú með átta stiga forskot á toppnum.

Arnór Þór frábær og íslensk mörk skiluðu Melsungen sigri
Það var nóg um að vera í þýska handboltanum í kvöld. Þá var Ágúst Elí Björgvinsson í eldlínunni í Danmörku.

Enn ófremdarástand í danska handboltanum vegna veirunnar
Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á leiki íslensku landsliðsmannanna í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aðeins einn af sjö leikjum dagsins er enn á dagskrá.

Leikmenn Íslendingaliðs í Danmörku spiluðu leik með kórónuveirueinkenni
Sjö leikmenn danska handboltalandsliðsins GOG eru smitaðir af kórónuveirunni. Fréttir frá Danmörku herma að leikmenn liðsins hafi spilað veikir í síðasta leik.

Leikjum allra Íslendinganna í Danmörku frestað vegna fjölda smita
Kórónuveirufaraldurinn hefur sett allt úr skorðum í danska handboltanum í dag. Búið er að fresta sex leikjum í úrvalsdeild karla í Danmörku.

Aron í tapliði og GOG jók forystuna á toppnum
Toppliðin í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta voru í eldlínunni í dag og þar komu þrír Íslendingar við sögu.

Aron skoraði sex og lagði upp fjögur í naumum sigri
Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg unnu nauman tveggja marka sigur er liðið tók á móti Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 32-30, en Aron kom með beinum hætti að tíu mörkum heimamanna.

Ágúst Elí lokaði markinu og var meðal markaskorara
Ágúst Elí Björgvinsson átti frábæran leik í marki Kolding er liðið lagði SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 29-23.

Sveinn færir sig um set til Þýskalands
Sveinn Jóhannsson, landsliðsmaður í handbolta, gengur í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen næsta sumar.

Teitur hafði betur í Íslendingaslag | Íslenskir sigrar í dönsku deildinni
Það voru Íslendingar í eldlínunni úti um alla Evrópu handboltanum í kvöld. Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu fimm marka sigur gegn Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum hans í Bergischer í þýsku deildinni, og Íslendingaliðin GOG og Álaborg unnu sigra í dönsku deildinni svo eitthvað sé nefnt.