Viðskipti

Fréttamynd

Hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán

Landsbankinn hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán og verður hámarkið því 90% af markaðsverðmæti íbúða að nýju. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðfall vegna jarðskjálftans

Verðfall varð á bréfum í flugfélögum, tryggingafélögum og fyrirtækjum í ferðamannageiranum þegar evrópskir hlutabréfamarkaðir opnuðu í gær. Lækkunin er rakin beint til hamfaranna í Indlandshafi á annan dag jóla en fjölmargir ferðamannastaðir eru á þessum slóðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Væntingavísitalan aldrei hærri

Væntingavísitala Gallup hefur ekki áður mælst hærri í desembermánuði en í desember í ár. Hún mælist nú 111 stig og lækkaði lítillega á milli nóvember og desember, eða um 0,6 stig, að sögn Íslandsbanka. Vísitalan hefur lækkað um 18,4 stig frá því í september.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil aukning í verðbréfakaupum

Erlend verðbréfakaup námu 8,6 milljörðum króna nettó í nóvember samanborið við 6,4 milljarða í nóvember í fyrra samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Það sem af er ári (jan-nóv) nema erlend verðbréfakaup 65,4 milljörðum.króna samanborið við 54,2 milljarða allt árið í fyrra. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi dollars fallið um 6,9%

Gengi dollars hefur fallið alls um 6,9% gagnvart evru á árinu og um 3,3% gagnvart japönsku jeni. Opinberir aðilar í Bandaríkjunum hafa látið hafa eftir sér að ekki verði gripið inn í flotgengi dollarans með kaupum á gjaldeyri samkvæmt hálffimmfréttum KB banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samið um ráðgjöf

Einkavæðingarnefnd skrifaði í gær undir samkomulag við fjármálafyrirtækið Morgan Stanley um að fyrirtækið veiti nefndinni ráðgjöf og aðra þjónustu við sölu ríkisins á hlutabréfum í Símanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Morgan Stanley sér um sölu Símans

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu og fjármálafyrirtækið Morgan Stanley rituðu í dag undir samkomulag um að fyrirtækið veiti nefndinni ráðgjöf og aðra þjónustu í tengslum við sölu ríkisins á hlutabréfum í Landssíma Íslands. Salan ætti að geta farið fram á fyrri hluta næsta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Össur selur eigur dótturfélags

Össur hf. hefur gengið frá kaupsamningi við fyrirtækið DRT Mfg.Co. Corporation um yfirtöku á eignum dótturfélagsins Mauch, Inc. í Dayton, Ohio, í Bandaríkjunum. Um er að ræða framleiðslutæki og viðskiptasambönd vegna framleiðslu á íhlutum til hryggígræðslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orkuveitan kaupir Austurveitu

Orkuveita Reykjavíkur hefur keypt Austurveitu í Ölfusi og tekur við rekstri hennar 1. janúar. Austurveita er svokölluð bændaveita með borholu við Gljúfurárholt og liggur að býlum undir Ingólfsfjalli, meðal annars að Efri-Saurbæ og Sogni. Veitan mun falla undir jaðarveitur Orkuveitu Reykjavíkur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólgan étur launahækkanir

Verðbólga var 3,9 prósent í desember og hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða. Líkur eru á enn meiri verðbólgu í janúar að mati Alþýðusambands Íslands. Laun hafa hækkað að meðaltali um 5,4 prósent. Verðbólgan hefur verið 3,8 prósent og hefur étið upp stóran hluta af launahækkunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Geest samþykkir tilboð Bakkavarar

Bakkavör náði mikilvægum áfanga í yfirtöku á Geest þegar samkomulag náðist um verð fyrir það. Framundan er sex vikna vinna við að kanna rekstur Geest en fátt bendir til annars en að af kaupunum verði. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bréf í deCode hækka

Verð á hlutabréfum í deCode hefur hækkað umtalsvert á bandaríska Nasdaq markaðinum að undanförnu. Fyrir opnun markaðar í gær stóðu bréfin í 7,86 dölum á hlut. Bréfin hafa hækkað um 22 prósent á einum mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kjötmjöl ehf til sölu

Milli jóla og nýárs funda forsvarsmenn förgunarverksmiðjunnar Kjötmjöls ehf. með hugsanlegum kaupendum. Fyrirtækið, sem brennir sláturúrgang í kjötmjöl, hefur átt í rekstrarerfiðleikum og blasir að sögn Torfa Áskelssonar verksmiðjustjóra lítið annað við en að hætta rekstrinum ef ekki rætist úr.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki truflandi áhrif

Fréttir af rannsókn lögreglu og skattyfirvalda hafa ekki áhrif á viðskipti félagsins erlendis. Þetta er mat Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Yfirtaka sænska kvikmyndahúsakeðju

Árni Samúelsson, eigandi Sambíóanna, og Róbert Melax, stofnandi Lyfju og eigandi Skífunnar, Regnbogans og Smárabíós, skoða nú ásamt hópi fjárfesta að yfirtaka sænsku kvikmyndahúsakeðjuna Sandrews, sem er sú næst stærsta á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

VSP fær starfsleyfi

Verðbréfaþjónusta Sparisjóðsins fékk í gær starfsleyfi sem verðbréfaþjónsta. Fyrirtækið er dótturfélag Sparisjóðs Hafnarfjarðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samkomulagt um verð fyrir Geest

Bakkavör hefur náð samkomulagi um verð í breska matvælafyrirtækinu Geest. Tilboð Bakkavarar mun hljóða upp á 655 pens á hlut, en samkvæmt því er markaðsvirði Geest um sextíu milljarðar króna. Á óvart kemur hversu hratt sú niðurstaða fæst, en það bendir til þess að góð samstaða hafi náðst milli Bakkavarar og stjórnar Geest.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Prentsmiðjan rifin

Prentsmiðja Moggans verður rifin og verslunarhúsnæði reist í staðinn. Lóðin er talin ein sú eftirsóknarverðasta á landinu og því verðið hátt. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meiri kortavelta

Notkun á greiðslukortum var 19,9 prósentum hærri í nóvember í ár en í fyrra. Velta kreditkorta innanlands jókst um 10,3 prósent en debetkortaveltan er 23,8 prósentum hærri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umfangsmestu viðskipti íslenskrar viðskiptasögu

Baugur hefur tryggt sér fjármögnun upp á 112 milljarða til kaupa á bresku verslunarkeðjunni Big Food Group. Bank of Scotland leggur til níu prósent hlutafjár við kaupin. Íslenskir bankar og aðilar þeim tengdir taka þátt í fjármögnun viðskiptanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sama lánshæfismat og ríkið

Íbúðalánasjóður er með sama lánshæfismat og íslenska ríkið að mati Moodys sem metur lánshæfi fyrirtækja og opinberra aðila. Sérfræðingar Moodys heimsóttu landið í haust og fóru ítarlega yfir skuldabréfaskipti íbúðalánasjóðs síðastliðið sumar og afleiðingar þess fyrir áhættu og fjárstýringu sjóðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Matvöruverð lækkar við kaupin

Matvöruverð lækkar á Íslandi með kaupum Baugs og annarra fjárfesta á bresku verslanakeðjunni Big Food Group, segir forstjóri Baugs. Ef hluthafar keðjunnar samþykkja formlegt yfirtökutilboð, eignast Íslendingar eitt stærsta einkahlutafélag í Bretlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur kaupir Big Food Group

Baugur hefur tryggt sér fjármögnun á kaupum á Big Food Group. Eftir mikla dramatík aðfaranótt laugardags lá ljóst fyrir að búið væri að ganga frá öllum þáttum málsins og tilboð var lagt fram með samþykki stjórnar Big Food Group sem hljóðar upp á 95 pens á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samningar um fjármögnun í höfn

Samningar náðust í gærkvöldi um fjármögnun Baugs og annarra fjárfesta á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Big Food Group. Heildarfjármögnunin nemur hundrað og tólf milljörðum króna. Formlegt tilboð í keðjuna verður lagt fyrir hlutahafafund í næsta mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Taugspenna á lokasprettinum

Með kaupunum á Big Food Group er Baugur stærsti einstaki viðskiptavinur Bank of Scotland. Síðustu metrarnir í samningaferli um fjármögnun Big Food Group voru hlaðnir spennu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

0,85% lækkun staðgreiðsluhlutfalls

Lækkun á staðgreiðsluhlutfalli milli ára verður 0,85% eftir að tillit hefur verið tekið til meðal útsvarshækkunar milli ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi síðdegis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Girnast erlend flugfélög

Flugleiðir fyrirhuga að fjárfesta í flug- og ferðaþjónustu annars staðar á Norðurlöndum og hafa augastað á flugfélögunum Maersk og Sterling, ef þeim tekst að vinna sig út úr miklum rekstrarerfiðleikum. Þetta segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í viðtali við danska viðskiptablaðið <em>Börsen</em>.

Viðskipti innlent