Erlendir aðilar eignast meirihluta 17. desember 2004 00:01 Flest bendir til þess að erlendir fjárfestar eignist innan tíðar meirihluta í stoðtækjafyrirtækinu Össuri og sitja þeir um öll hlutabréf sem boðin eru til sölu í fyrirtækinu. Þannig keyptu útlendingar þau bréf sem nýlega voru í boði og eiga þeir nú samtals um 41 prósent í félaginu. Það væri ráðandi hlutur á einni hendi en eignarhaldið dreifist. Þó skera tveir fjárfestar sig alveg úr: sænska fjárfestingafélagið Industri Verden, sem á tæp 20 prósent, og danska fyrirtækið William Demant, sem er stór framleiðandi á heyrnartækjum og því í vissum skilningi á sama markaði og Össur, en þó með allt öðruvísi framleiðslu. Kaup útlendinganna hófust fyrir alvöru fyrir tæpu ári og hafa vaxið jafnt og þétt. Þetta er langmesta eignarhald útlendinga í íslensku fyrirtæki sem er skráð í Kauphöllinni. Reyndar segja kunnugir að útlendingar ættu að líkindum orðið ríflegan meirihluta í fyrirtækinu ef þröng eignaraðild íslenskra fyrirtækja gerði útlendingum ekki erfitt fyrir um mikil kaup í fyrirtækjunum, sérstaklega á skömmum tíma. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort sænsku og dönsku fyrirtækin ætli að hafa með sér samstarf og mynda ráðandi meirihluta, eða hvort þau líti þetta aðeins sem vænlegan fjárfestingarkost. Ekki náðist í Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar, sem var upptekinn á stjórnarfundi fyrir hádegi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Flest bendir til þess að erlendir fjárfestar eignist innan tíðar meirihluta í stoðtækjafyrirtækinu Össuri og sitja þeir um öll hlutabréf sem boðin eru til sölu í fyrirtækinu. Þannig keyptu útlendingar þau bréf sem nýlega voru í boði og eiga þeir nú samtals um 41 prósent í félaginu. Það væri ráðandi hlutur á einni hendi en eignarhaldið dreifist. Þó skera tveir fjárfestar sig alveg úr: sænska fjárfestingafélagið Industri Verden, sem á tæp 20 prósent, og danska fyrirtækið William Demant, sem er stór framleiðandi á heyrnartækjum og því í vissum skilningi á sama markaði og Össur, en þó með allt öðruvísi framleiðslu. Kaup útlendinganna hófust fyrir alvöru fyrir tæpu ári og hafa vaxið jafnt og þétt. Þetta er langmesta eignarhald útlendinga í íslensku fyrirtæki sem er skráð í Kauphöllinni. Reyndar segja kunnugir að útlendingar ættu að líkindum orðið ríflegan meirihluta í fyrirtækinu ef þröng eignaraðild íslenskra fyrirtækja gerði útlendingum ekki erfitt fyrir um mikil kaup í fyrirtækjunum, sérstaklega á skömmum tíma. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort sænsku og dönsku fyrirtækin ætli að hafa með sér samstarf og mynda ráðandi meirihluta, eða hvort þau líti þetta aðeins sem vænlegan fjárfestingarkost. Ekki náðist í Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar, sem var upptekinn á stjórnarfundi fyrir hádegi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira