Geest samþykkir tilboð Bakkavarar 22. desember 2004 00:01 Bakkavör náði mikilvægum áfanga í yfirtökuferlinu á breska matvælafyrirtækinu Geest þegar samkomulag náðist um verð. Bakkavör getur nú þegar hafið könnun áreiðanleika upplýsinga um rekstur Geest. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bakkavör sig til þess að bjóða ekki lægra verð en 655 pens á hlut fyrir Geest, nema áreiðanleikakönnun leiði í ljós þætti sem hafa neikvæð áhrif á verðmat félagsins. Þá þarf stjórn Geest að samþykkja nýtt tilboð. Samkvæmt verðtilboðinu er markaðsvirði Geest um 60 milljarðar íslenskra króna. Markaðsvirði Big Food Group er samkvæmt tilboði fjárfesta undir forystu Baugs um 40 milljarðar. Heildarfjármögnun kaupa Bakkavarar á Geest liggur á bilinu 120 til 130 milljarðar króna. Það er því skammt stórra högga á milli þegar kaup íslenskra fyrirtækja erlendis eru annars vegar. Geest verður, gangi kaupin eftir, annað skráða fyrirtækið í London sem Íslendingar kaupa á skömmum tíma. Búast má við að áreiðanleikakönnun taki um sex vikur og fljótlega upp úr því verði ráðist í yfirtöku félagsins. Kaup Bakkavarar á Geest eru ólík kaupunum á Big Food fyrir margra hluta sakir. Í tilfelli Bakkavarar koma ekki aðrir að kaupunum og þau eru ekki fjárfesting sem selja á aftur, heldur gríðarleg stækkun á núverandi rekstrargrunni Bakkavarar. Bakkavör tekur því með kaupunum risastórt skref í stefnu sinni að verða stórt alþjóðlegt matvælafyrirtæki. Ekki eru nema fimm ár síðan Bakkvör keypti Lysekils í Svíþjóð fyrir 684 milljónir króna. Það voru þá þriðju stærstu kaup íslensks fyrirtækis erlendis. Kaupin styrkja Bakkavör verulega í samkeppni á matvælamarkaði í Bretlandi. Fyrir utan hagræðingu í sameiginlegum rekstri styrkist staða fyrirtækisins verulega gagnvart birgjum og viðskiptavinum. Hörð verðsamkeppni er á markaði fyrir kældar unnar matvörur og hefur Geest ekki farið varhluta af henni. Vöxtur og framlegð fyrirtækisins var minni á fyrrihluta þessa árs en vonir stóðu til. Það að Bakkavör lætur til skarar skríða svo snemma, bendir til þess að fyrirtækið telji batnandi tíð framundan. Um leið og Bakkavör fær færi á rekstrarupplýsingum Geest er öðrum sem vildu bjóða í fyrirtækið heimilaður aðgangur að sömu upplýsingum. Það þykir þó ólíklegt þar sem Bakkavör er þegar meðeigandi fimmtungshlutar í Geest. Bakkavör er því í lykilstöðu. Þrír stórir erlendir bankar hafa lýst sig tilbúna til að fjármagna kaupin. Heildarumfangið er hátt í 130 milljarðar króna. Á skömmum tíma hafa tvö íslensk fyrirtæki fengið slíka traustsyfirlýsingu frá alþjóðlegum bönkum. Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Bakkavör náði mikilvægum áfanga í yfirtökuferlinu á breska matvælafyrirtækinu Geest þegar samkomulag náðist um verð. Bakkavör getur nú þegar hafið könnun áreiðanleika upplýsinga um rekstur Geest. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bakkavör sig til þess að bjóða ekki lægra verð en 655 pens á hlut fyrir Geest, nema áreiðanleikakönnun leiði í ljós þætti sem hafa neikvæð áhrif á verðmat félagsins. Þá þarf stjórn Geest að samþykkja nýtt tilboð. Samkvæmt verðtilboðinu er markaðsvirði Geest um 60 milljarðar íslenskra króna. Markaðsvirði Big Food Group er samkvæmt tilboði fjárfesta undir forystu Baugs um 40 milljarðar. Heildarfjármögnun kaupa Bakkavarar á Geest liggur á bilinu 120 til 130 milljarðar króna. Það er því skammt stórra högga á milli þegar kaup íslenskra fyrirtækja erlendis eru annars vegar. Geest verður, gangi kaupin eftir, annað skráða fyrirtækið í London sem Íslendingar kaupa á skömmum tíma. Búast má við að áreiðanleikakönnun taki um sex vikur og fljótlega upp úr því verði ráðist í yfirtöku félagsins. Kaup Bakkavarar á Geest eru ólík kaupunum á Big Food fyrir margra hluta sakir. Í tilfelli Bakkavarar koma ekki aðrir að kaupunum og þau eru ekki fjárfesting sem selja á aftur, heldur gríðarleg stækkun á núverandi rekstrargrunni Bakkavarar. Bakkavör tekur því með kaupunum risastórt skref í stefnu sinni að verða stórt alþjóðlegt matvælafyrirtæki. Ekki eru nema fimm ár síðan Bakkvör keypti Lysekils í Svíþjóð fyrir 684 milljónir króna. Það voru þá þriðju stærstu kaup íslensks fyrirtækis erlendis. Kaupin styrkja Bakkavör verulega í samkeppni á matvælamarkaði í Bretlandi. Fyrir utan hagræðingu í sameiginlegum rekstri styrkist staða fyrirtækisins verulega gagnvart birgjum og viðskiptavinum. Hörð verðsamkeppni er á markaði fyrir kældar unnar matvörur og hefur Geest ekki farið varhluta af henni. Vöxtur og framlegð fyrirtækisins var minni á fyrrihluta þessa árs en vonir stóðu til. Það að Bakkavör lætur til skarar skríða svo snemma, bendir til þess að fyrirtækið telji batnandi tíð framundan. Um leið og Bakkavör fær færi á rekstrarupplýsingum Geest er öðrum sem vildu bjóða í fyrirtækið heimilaður aðgangur að sömu upplýsingum. Það þykir þó ólíklegt þar sem Bakkavör er þegar meðeigandi fimmtungshlutar í Geest. Bakkavör er því í lykilstöðu. Þrír stórir erlendir bankar hafa lýst sig tilbúna til að fjármagna kaupin. Heildarumfangið er hátt í 130 milljarðar króna. Á skömmum tíma hafa tvö íslensk fyrirtæki fengið slíka traustsyfirlýsingu frá alþjóðlegum bönkum.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira