Samkomulagt um verð fyrir Geest 21. desember 2004 00:01 Bakkavör hefur náð samkomulagi um verð í breska matvælafyrirtækinu Geest. Tilboð Bakkavarar mun hljóða upp á 655 pens á hlut, en samkvæmt því er markaðsvirði Geest um sextíu milljarðar króna. Á óvart kemur hversu hratt sú niðurstaða fæst, en það bendir til þess að góð samstaða hafi náðst milli Bakkavarar og stjórnar Geest. Með kaupum á Geest verður Bakkavör stærsti framleiðandi tilbúinnar ferskrar matvöru í Bretlandi, en breski markaðurinn er lengst kominn allra markaða heims í þessari grein. Hjá sameinuðu fyrirtæki myndu starfa 12.500 manns og gera má ráð fyrir að samanlögð velta næsta árs nemi um 150 milljörðum króna. Hlutfafar Geest fá einnig greidd sjö pens í arð, en Bakkavör fær fimmtungshlut af þeirri arðgreiðslu í samræmi við eignarhlut sinn í breska fyrirtækinu. Núverandi markaðsvirði Bakkavarar er um 40 milljarðar króna. Heildarlánafyrirgreiðsla vegna kaupanna mun nema milli 120 og 130 milljörðum króna og er það enn eitt metið sem viðskiptalífið slær á skömmum tíma. Erlendir bankar, meðal þeirra Bank of Scotland, Royal Bank of Scotland og Rabo, hafa lýst sig reiðubúna til að fjármagna kaupin. Stjórn Geest er samþykk verðtilboði Bakkavarar og segir Sir John Banham stjórnarformaður viðræðurnar hafa verið bæði faglegar og vinsamlegar. "Miðað við þetta verð gefum við Bakkavör heimild til áreiðanleikakönnunar og áframhaldandi viðræðna í kjölfarið." Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, segir þetta miklvægt skref. "Það sem skiptir mestu í svona viðræðum er verðið og svo aðgengi að rekstrartölum fyrirtækisins." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Bakkavör hefur náð samkomulagi um verð í breska matvælafyrirtækinu Geest. Tilboð Bakkavarar mun hljóða upp á 655 pens á hlut, en samkvæmt því er markaðsvirði Geest um sextíu milljarðar króna. Á óvart kemur hversu hratt sú niðurstaða fæst, en það bendir til þess að góð samstaða hafi náðst milli Bakkavarar og stjórnar Geest. Með kaupum á Geest verður Bakkavör stærsti framleiðandi tilbúinnar ferskrar matvöru í Bretlandi, en breski markaðurinn er lengst kominn allra markaða heims í þessari grein. Hjá sameinuðu fyrirtæki myndu starfa 12.500 manns og gera má ráð fyrir að samanlögð velta næsta árs nemi um 150 milljörðum króna. Hlutfafar Geest fá einnig greidd sjö pens í arð, en Bakkavör fær fimmtungshlut af þeirri arðgreiðslu í samræmi við eignarhlut sinn í breska fyrirtækinu. Núverandi markaðsvirði Bakkavarar er um 40 milljarðar króna. Heildarlánafyrirgreiðsla vegna kaupanna mun nema milli 120 og 130 milljörðum króna og er það enn eitt metið sem viðskiptalífið slær á skömmum tíma. Erlendir bankar, meðal þeirra Bank of Scotland, Royal Bank of Scotland og Rabo, hafa lýst sig reiðubúna til að fjármagna kaupin. Stjórn Geest er samþykk verðtilboði Bakkavarar og segir Sir John Banham stjórnarformaður viðræðurnar hafa verið bæði faglegar og vinsamlegar. "Miðað við þetta verð gefum við Bakkavör heimild til áreiðanleikakönnunar og áframhaldandi viðræðna í kjölfarið." Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, segir þetta miklvægt skref. "Það sem skiptir mestu í svona viðræðum er verðið og svo aðgengi að rekstrartölum fyrirtækisins."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira