Fjarskipti

Fréttamynd

Sex milljarðar í sjónmáli

Sýn hefur náð samkomulagi við erlenda fjárfesta um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kínversk tæknifyrirtæki gerð útlæg í Svíþjóð

Sænsk fjarskiptayfirvöld ætla ekki að leyfa búnað frá kínversku tæknifyrirtækjunum Huawei og ZTE við uppbyggingu á 5G-farneti og vísa í áhættumat hersins og leyniþjónustunnar. Útboð á tíðnisviðum vegna 5G fer fram í Svíþjóð í næsta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum

Fimmtán aðildarríki Evrópusambandsins hvetja til þess að sambandið móti áætlun til þess að takast á við upplýsingafals um 5G-væðingu fjarskiptakerfa. Annars telja þau að efnahagsbata og þróun fjarskiptakerfi verði stefnt í voða.

Erlent
Fréttamynd

Sýn og Nova máttu reka saman dreifikerfi

Landsréttur hafnaði kröfu Símans um að ógilda skyldi ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um að leyfa Sýn og Nova að samnýta tíðniheimildir vegna sameiginlegs reksturs á dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá

Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Ráðast í átak gegn ör­bylgju­­loft­netum

Póst- og fjarskiptastofnun hyggst í sumar í samstarfi við fjarskiptafélögin ráðast í átak til að vinna bug á ítrekuðum truflunum sem hafa orðið á farsímasambandi á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Innlent
Fréttamynd

Hver vill alræðisvald?

Fjarskiptakerfi og rafkerfi eru undirstaða hinar margumtöluðu fjórðu iðnbyltingar. Það þarf því að huga vel að því hvernig uppbygging þeirra kerfa er háttað til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Áhyggjur af öryggi forritsins Zoom

Vinsældir bandarísku myndsímtalsþjónustunnar Zoom hafa aukist allverulega frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Miklar áhyggjur eru þó af öryggi forritsins.

Erlent