Erlendar

Fréttamynd

Jerry Stackhouse verður í banni í fimmta leiknum

Aganefnd NBA-deildarinnar hefur úrskurðað skotbakvörðinn Jerry Stackhouse hjá Dallas í eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega villu hans á Shaquille O´Neal í fjórða leik liðanna í gærkvöldi. Þetta þýðir að Stackhouse mun missa af fimmta leik liðanna í Miami á sunnudagskvöld.

Sport
Fréttamynd

Markalaust hjá Mexíkó og Angóla

Angóla krækti í fyrsta stig sitt á HM í sögu landsins þegar því tókst að hanga á markalausu jafntefli við Mexíkó. Einum leikmanni Angóla var vikið af leikvelli þegar tíu mínútur voru til leiksloka, en þó Mexíkóar hafi verið sterkari aðilinn tókst liðinu ekki að skora mark.

Sport
Fréttamynd

Í fyrsta sinn sem allir varamenn skora mark

Argentínumennirnir Esteban Cambiasso, Carlos Tevez og Leo Messi komust í sögubækurnar í dag þegar þeir náðu allir að skora mark eftir að hafa komið inn sem varamenn í leiknum gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Argentína vann leikinn 6-0 og sendi Serbana heim.

Sport
Fréttamynd

Engar afsakanir

Franski þjálfarinn Henri Michel var hundfúll í dag þegar ljóst var að lið hans væri á leið heim af HM eftir tap gegn Hollendingum. Hann segist ekki nenna að bjóða upp á afsakanir eða láta fólk vorkenna liðinu.

Sport
Fréttamynd

Markalaust hjá Angóla og Mexíkó

Enn hefur ekki verið skorað mark í leik Mexíkó og Angóla í D-riðlinum á HM. Mexíkó hefur verið sterkari aðilinn í leiknum, sem hefur verið frekar daufur, en þess verður eflaust ekki langt að bíða að komi mark í leikinn.

Sport
Fréttamynd

Þetta var gríðarlega erfiður leikur

Marco Van Basten viðurkenndi að leikurinn við Fílabeinsstrendinga í dag hefði verið gríðarlega erfiður, en hollenska liðið vann 2-1 sigur og hefur liðið því alltaf komist áfram upp úr riðlakeppni í þeim sex heimsmeistaramótum sem það hefur tekið þátt í. Þjóðverjar eru með hvað glæsilegastan árangur á þessu sviði, en liðið hefur alltaf farið áfram síðan riðlakeppninni var komið á árið 1954.

Sport
Fréttamynd

Meiðsli Rooney voru minni en talið var í fyrstu

Nú hefur skýrsla læknanna sem önnuðust Wayne Rooney á vegum Manchester United og enska landsliðið verið gefin út og í henni kemur margt forvitnilegt í ljós, eins og sú staðreynd að meiðsli Rooney voru alls ekki jafn alvarleg og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum allar götur síðan hann meiddist fyrir rúmum sex vikum.

Sport
Fréttamynd

Mexíkó - Angóla hefst klukkan 19

Leikur Mexíkó og Angóla í D-riðli hefst nú klukkan 19. "Eyðimerkurrefurinn" Jared Borgetti getur ekki spilað með Mexíkóum vegna meiðsla, en stuðningsmenn liðsins eru í miklum meirihluta á leikvanginum í Hannover. Mexíkóar eiga góðar minningar frá þessum velli, þar sem lið þeirra náði að leggja Brasilíumenn í Álfukeppninni í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Hollendingar áfram

Hollendingar mörðu 2-1 sigur á frískum Fílabeinsstrendingum í fjörugum leik liðanna í C-riðli. Hollendingarnir byrjuðu betur og komust í 2-0 með mörkum frá Robin Van Persie og Ruud Van Nistelrooy, en Bakari Kone minnkaði muninn fyrir Afríkuliðið. Hollendingar hafa því hlotið 6 stig í riðlinum líkt og Argentínumenn, en þjóðirnar eiga eftir að mætast í lokaumferðinni og þar kemur í ljós hvaða lið hreppir efsta sætið.

Sport
Fréttamynd

Englendinga skortir þolinmæði

Hinn reyndi þjálfari Leo Beenhakker hjá Trinidad og Tobago, segir að enska landsliðið verði að bæta sig verulega af það ætli sér að eiga vonarglætu um að komast langt á HM. Beenhakker var ekki hrifinn af spilamennsku liðsins gegn sínum mönnum í síðasta leik, þó enska liðinu hafi tekist að kreista út 2-0 sigur í lokin.

Sport
Fréttamynd

Tiger Woods í miklum vandræðum

Nú er útlit fyrir að Tiger Woods lendi í því í fyrsta skipti á ferlinum að komast ekki í gegn um niðurskurð á stórmóti í golfi. Woods er nýkominn til keppni á ný eftir frí vegna dauða föður hans og virkar mjög ryðgaður. Woods hefur spilað fyrstu tvo hringina á 76 höggum og er á 12 höggum yfir pari Winged Foot-vallarins.

Sport
Fréttamynd

Við eigum góða möguleika á að vinna HM

Framherjinn David Villa hjá spænska landsliðinu segir að liðið hafi alla burði til að verða eitt þeirra liða sem berjast um heimsmeistaratitilinn í byrjun næsta mánaðar. Villa var markahæsti heimamaðurinn í spænsku deildinni á síðasta tímabili, hefur skorað tvö mörk það sem af er HM og fjögur í sínum fyrstu níu landsleikjum.

Sport
Fréttamynd

Frábær fyrri hálfleikur í Stuttgart

Hollendingar hafa yfir 2-1 gegn Fílabeinsströndinni í leik liðanna í C-riðlinum á HM. Robin Van Persie og Ruud Van Nistelrooy skoruðu tvö mörk á 4 mínútum um miðbik hálfleiksins, en síðan hafa leikmenn Fílabeinsstrandarinnar verið stórhættulegir og Bakari Kone minnkaði muninn á 38. mínútu. Þá átti hinn eitraði Didier Zokora þrumuskot í þverslá hollenska marksins.

Sport
Fréttamynd

Viljum gjarnan forðast að mæta Englendingum

Oliver Bierhoff segir að þýska liðið vilji gera allt sem í valdi þess stendur til að vinna lokaleik sinn í A-riðlinum gegn Ekvador, því ef liðið hafnar í öðru sæti síns riðils, bendir allt til þess að það muni mæta Englendingum í 16-liða úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Hollendingar í stuði

Hollendingar eru heldur betur í stuði gegn Fílabeinsströndinni í leik liðanna í C-riðli sem nú stendur yfir. Þegar hálftími er liðinn af leiknum hafa þeir hollensku náð 2-0 forystu. Robin Van Persie skoraði fyrsta markið beint úr aukaspyrnu á 23. mínútu og aðeins 4 mínútum síðar bætti Ruud Van Nistelrooy við góðu marki eftir frábæran undirbúning Arjen Robben.

Sport
Fréttamynd

Eitt versta tap í sögu okkar

Þjálfari Serba var skiljanlega eyðilagður eftir tapið stóra gegn Argentínumönnum í C-riðlinum á HM í dag. Hann segir að tap sinna manna verði lengi í minnum haft og sé eitt það versta á knattspyrnuvellinum í sögu þjóðarinnar.

Sport
Fréttamynd

Það er heiður að spila með svona liði

Hinn ungi framherji argentínska landsliðsins, Carlos Tevez, segir að liðsandinn hafi verið lykillinn að 6-0 stórsigri liðsins á Serbum og Svartfellingum í dag. Tevez kom inná sem varamaður í leiknum og skoraði ótrúlegt mark eftir einstaklingsframtak.

Sport
Fréttamynd

Holland - Fílabeinsströndin næstur á dagskrá

Hollendingar mæta með óbreytt lið til leiks í Stuttgart í dag frá sigurleiknum gegn Serbum í upphafi móts, en þrjár breytingar hafa verið gerðar á byrjunarliði Strandamanna. Arouna Kone kemur inn í framlínu liðsins við hlið Didier Drogba, en liðið verður að vinna í dag til að eiga möguleika á að komast upp úr þessum ógnarsterka riðli. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður að sjálfssögðu í beinni á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Zlatan tæpur fyrir leikinn gegn Englendingum

Mikil óvissa ríkir um það hvort framherjinn sterki Zlatan Ibrahimovic geti spilað lokaleik Svía í riðlakeppninni á HM þar sem sænska liðið mætir Englendingum. Zlatan tognaði á nára í upphitun fyrir leikinn gegn Paragvæ en spilaði hálfan leikinn engu að síður. Læknar sænska vonast til að fá niðurstöðu í málið í dag, en segja að meiðslin gætu jafnað sig á 24 tímum - en í versta falli á tveimur vikum.

Sport
Fréttamynd

Argentínumenn rótburstuðu Serba

Argentínumenn sýndu úr hverju þeir eru gerðir á HM í dag þegar liðið valtaði yfir Serba og Svartfellinga 6-0 í viðureign liðanna í C-riðli og ljóst að ekkert lið verður öfundsvert af því að mæta Suður-Ameríkuliðinu í framhaldinu.

Sport
Fréttamynd

Við eigum ekki möguleika á titlinum

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og leikmaður enska landsliðsins, viðurkennir að liðið eigi ekki nokkurn möguleika á að verða heimsmeistari ef það spilar ekki betur en það hefur gert hingað til í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Cisse fer að láni til Marseille

Franska dagblaðið L´Equipe greindi frá því í dag að Liverpool hafi samþykkt að lána franska framherjann Djibril Cisse til liðs Marseille í heimalandi hans út næstu leiktíð. Cisse fótbrotnaði á dögunum og er ekki væntanlegur í slaginn aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir um fimm mánuði.

Sport
Fréttamynd

Argentínumenn að valta yfir Serba

Argentínumenn eru að sýna sínar bestu hliðar í leik sínum gegn Serbum og Svartfellingum í C-riðli og staðan er orðin 3-0 fyrir Argentínu þegar flautað hefur verið til leikhlés. Maxi Rodrigues hefur skorað tvívegis og varamaðurinn Esteban Cambiasso hefur skorað eitt mark.

Sport
Fréttamynd

Owen á von að vera settur á bekkinn

Micheal Owen, leikmaður enska landsliðsins segir að hann eigi allt eins von á því að verma bekkinn í síðasta leiknum í riðlakeppninni en þá leikur England gegn Svíum.

Fótbolti
Fréttamynd

Miami ætlar í sögubækurnar

Miami Heat stefnir hraðbyri á að verða þriðja liðið í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar til að vinna meistaratitilinn eftir að lenda undir 2-0, því í nótt vann liðið auðveldan 98-74 sigur á heillum horfnu liði Dallas Mavericks í fjórða leik liðanna. Næsti leikur fer einnig fram í Miami á sunnudagskvöldið og einvígið, sem margir héldu að væri nánast búið, er skyndilega orðið æsispennandi á ný.

Sport
Fréttamynd

Michael Jordan snýr aftur

Michael Jordan hefur hingað til ekki séð sér fært um að vera lengi í einu frá körfuboltanum og í gærdag eignaðist hann umtalsverðan hlut í Charlotte Bobcats. Liðið er það yngsta í deildinni og er staðsett skammt frá þeim stað þar sem Jordan tók fyrstu skrefin í átt til þess að verða þekktasti körfuboltamaður allra tíma, þegar hann lék með háskólaliði Norður-Karólínu.

Sport
Fréttamynd

Ljungberg tryggði Svíum sigur á elleftu stundu

Svíar unnu í kvöld baráttusigur á Paragvæum 1-0 í B-riðli HM og eru því komnir í ágæt mál í öðru sæti riðilsins. Það var Arsenal-leikmaðurinn Freddy Ljungberg sem skoraði mark sænska liðsins með skalla á 89. mínútu eftir laglega sókn. Bæði lið hefðu í raun geta stolið sigrinum í kvöld, en hungur Svíanna var einfaldlega meira í þettta sinn. England hefur 6 stig á toppi riðilsins, Svíar 4 stig, Trínídad 1 og Paragvæ er úr leik með 0 stig.

Sport
Fréttamynd

Ólöf úr leik á BMW-mótinu

Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er úr leik á BMW-mótinu á Ítalíu, en mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Ólöf lék skelfilega í dag og lauk keppni á 11 höggum yfir pari vallar - 83 höggum. Í gær lék hún á þremur höggum yfir pari og lýkur því keppni á 14 yfir pari og var fjarri því að komast í geng um niðurskurðinn á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Við hefðum átt að vinna stærra

Sven-Göran Eriksson, landliðsþjálfari Englendinga, var mjög ánægður með spilamennsku sinna manna gegn Trinidad í kvöld, en sagðist hafa viljað fá fleiri mörk. Sigur enska liðsins þýðir að það hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Markalaust í hálfleik í Berlín

Staðan í leik Svía og Paragvæa í B-riðli HM er markalaus í hálfleik. Leikurinn hefur verið sæmilega fjörugur þrátt fyrir markaleysið, en bæði lið tjalda öllu til að ná í sigur til að eiga möguleika á að fylgja Englendingum í 16-liða úrslitin. Zlatan Ibrahimovic fór meiddur af leikvelli í hálfleik eftir að hafa alls ekki náð sér á strik og Marcus Allback er kominn inn í stað hans.

Sport