Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra segir að samtal hefði verið ákjósanlegt milli hennar og utanríkisráðherra fyrir umdeilda atkvæðagreiðslu. Við ræðum við Katrínu Jakobsdóttur í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Við ræðum við framkvæmdastjóra Blá lónsins í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 en hann segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lagt er til  að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir mikinn fjölda geta leitað til nefndar um sanngirnisbætur. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ísraelski herinn réðst í umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina síðan átök hófust fyrir þremur vikum. Herinn hefur enn á ný hvatt íbúa norðurhluta strandarinnar til að flýja til suðurs. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Kona sem keypti sér íbúð fyrir þremur árum segir blóðugt að á sama tíma og afborganir hafi snarhækkað sé eignamyndun minni.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt. Á sama tíma eru tilkynningar um mansal orðnar þriðjungi fleiri á þessu ári en samanlagt síðustu tvö ár. Teymisstjóri fyrir þolendur ofbeldis grunar að málin séu miklu fleiri.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fylgi Samfylkingarinnar heldur áfram að aukast samkvæmt nýrri könnun og stuðningurinn er nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja. Í kvöldfréttum verður rætt við forsætisráðherra og formann Vinstri grænna sem segir fylgistap flokksins áhyggjuefni. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Konur og kvár lögðu niður störf í dag og fjölmenntu á baráttufundi um land allt. Stærsti fundurinn var í miðbænum og talið er að allt að hundrað þúsund hafi komið saman á Arnarhóli.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Aukinn þungi er í árásum Ísraelshers á Gaza og hátt í fimm hundruð létust í loftárásum í nótt. Brýn þörf er á hjálpargögnum og læknir segir ungbörn og sjúklinga í bráðri hættu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ísraelsmenn boða enn umfangsmeiri árásir á Gasa en hingað til og hvetja Palestínumenn til að flýja. Óttast er að átökin gætu stigmagnast eftir yfirlýsingar ráðherra Írans og Ísraels í dag. Yfirvöld á Gasa segja um 4.700 Palestínumenn nú hafa látist í loftárásum frá því innrásin hófst fyrir tveimur vikum. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tuttugu bílfarmar af neyðargögnum, sem hleypt var inn á Gasa eftir langa bið í morgun, duga afar skammt ef binda á enda á martöðina á svæðinu, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Neyðin ágerist meðal Palestínumanna á meðan Ísraelsmenn búa sig undir enn frekari sókn. Við segjum frá vendingum dagsins fyrir botni Miðjarðarhafs í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár legga niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og heilbrigðisþjónusta skert. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sonur manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. Við ræðum við son mannsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óljóst er hvort tólf ára stúlka sem varð fyrir árás með stíflueyði við skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hljóti varanlegan skaða af. Stíflueyðirinn sem notaður var í árásinni hefur verið tekinn úr sölu í Hagkaup og neyðaráætlun virkjuð. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Einn var fluttur á sjúkrahús þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Funahöfða í dag. Íbúi segir að tugir hafi búið í húsinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við íbúa og slökkvilið í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að lýsa yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni. Þess var krafist að íslensk stjórnvöld fordæmdu ekki aðeins aðgerðir Hamas, heldur líka árásir Ísraels á Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýr fjármálaráðherra segir forgangsmál að klára söluna á Íslandsbanka og ná verðbólgu niður. Þetta er fjórða ráðuneytið sem Þórdís Kolbrún stýrir á þem sjö árum sem hún hefur verið ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Við förum yfir stöðuna á stjórnarheimilinu í fréttatímanum. Þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna hafa fundað á Þingvöllum í dag en ekki viljað gefa upp um hver verður næsti fjármálaráðherra. Berghildur Erla, fréttamaður hefur fylgt hópnum í dag og við heyrum í henni í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um stöðuna á stjórnarheimilinu. Formenn og þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna hittust í ráðherrabústaðnum í morgun en segja að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hver taki við fjármálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn, ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. Við höldum áfram umfjöllun um afsögn fjármáláráðherra og förum yfir það sem nú er hvíslað inni á Alþingi um næstu skref. Kvöldfréttir Stöðvar 2 á sínum stað klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra í dag. Ákvörðunina tók hann í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis um að hann hafi verið vanhæfur þegar hann samþykkti söluna á Íslandsbanka þar sem faðir hans var á meðal kaupenda í útboðinu. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina standa styrkum fótum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Yfir tólf hundruð eru látin í blóðugum átökum Ísraelsmanna og Hamas. Umsátursástand ríkir á Gasaströndinni þar sem hafa lokað fyrir vatn og rafmagn til íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Öryggisráð Ísraels hefur lýst formlega yfir stríði í landinu. Minnst sjö hundruð Ísraelar eru látnir, aðeins lítill hluti þeirra hermenn, og fjögur hundruð Palestínumenn. Íslensk kona sem er búsett í Jerúsalem segir ástandið ekki hafa verið svona slæmt síðan í Jom kippúr stríðinu. Staðan sé martraðakennd. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Erlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fólk sem dvaldi á vöggustofum í Reykjavík sem börn er líklegra til að lifa skemur en jafnaldrar þess. Einn þeirra sem þrýsti á að vöggustofurnar yrðu rannsakaðar fagnar nýrri og svartri skýrslu rannsóknarnefndar. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við um verðbólguna. Seðlabankastjóri segir þörf á því að hafa stýrivexti áfram háa til að hafa hemil á hagkerfinu. Mikilvægt sé fyrir lántakendur sem sjá fram á hærri afborganir að fara yfir sína stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vextir á námslánum hækka sífellt og hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Lántakendum hefur fækkað á síðustu árum og forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Torfajökull er einn þriggja jökla á landinu sem mun að öllum líkindum hverfa á næstu tveimur áratugum. Jöklafræðingur segir ekkert geta bjargað jöklinum úr þessu. Ljósmyndarinn RAX flaug nýverið yfir jökulinn og sýnir myndefnið vel stöðuna í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra segist treysta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um ástandið í Venesúela, þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna í sama málefni fyrir skömmu. Dómsmálaráðherra segir það vera hluta af kerfinu að fólkið snúi til síns heima. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og fáum til okkar stjórnmálafræðing, sérfræðing í málum Venesúela, til að ræða stöðuna í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Við hittum hælisleitendur á Ásbrú í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent