Innlent Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona stjórnmál Halldór Blöndal gefur ekki kost á sér til endurkjörs á Alþingi í vor. Hann tilkynnti um þá ákvörðun sína á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar í gærkvöldi en það var einmitt á Akureyri sem hann hóf þátttöku í stjórnmálum. Innlent 20.9.2006 21:43 Sjúkraliðar flýja lág laun, álag og ofbeldi Sjúkraliðar á LSH bíða nú eftir gerð nýs stofnanasamnings. Fjöldi sjúkraliða hefur flúið spítalann vegna mikils álags og ofbeldis. Margir þeirra hafa gerst félagsliðar og hækka þannig laun sín. Innlent 20.9.2006 21:44 Bið eftir verslunarhúsnæði Lóðahafar á Kringlusvæðinu vinna nú að deiliskipulagi fyrir Kringlureitinn og sú vinna verður kynnt borgaryfirvöldum síðar á árinu. Þeir sem skipa verkefnishópinn eru lóðahafar á svæðinu. Innlent 20.9.2006 21:43 Umhverfi skólans hættulegt börnum Leikskólabörn leikskólans Sjálands í Garðabæ eru talin í hættu vegna þess að framkvæmdir við aðgengi leikskólans hafa dregist úr hömlu. Að mati stjórnenda skólans átti verktakinn Björgun Bygg sf. að skila viðunandi aðgengi fyrir mörgum mánuðum. Aðstandendur skólans hafa skrifað verktakanum ítrekað til að reka á eftir því að verkið verði klárað en án árangurs. Innlent 20.9.2006 21:43 Öræfi og sjálflýsandi svín „Ég fékk snemma áhuga á náttúrunni. Það var ekki síst fósturforeldrum mínum að þakka en þær voru ófáar gönguferðirnar sem við fórum saman í þegar ég var barn,“ segir Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði. Þorvarður er líffræðingur og doktor í náttúruheimspeki. Hann segir þá námsblöndu hafa orðið til þegar hann starfaði sem landvörður samhliða námi. „Í starfinu dvaldi ég lengi á öræfum. Þar kynntist ég náttúruverndarsjónarmiðum og mikilvægi þess að vernda þessi stórkostlegu svæði. Síðar kynntist ég svo sið- og fagurfræðilegu hliðinni á þessu máli og þannig vafði þetta upp á sig,“ segir Þorvarður. Innlent 20.9.2006 21:42 Mörg rannsóknarúrræði fyrir hendi Engin afdráttarlaus lagaákvæði eru til hér á landi um að lögregla megi hefja rannsókn í "fyrirbyggjandi" tilgangi. Þetta segir prófessor í lagadeild Háskóla Íslands um rannsóknarheimildir lögreglu, sé rökstuddur grunur ekki til staðar. Innlent 20.9.2006 21:44 Ráðstafana oft þörf áður en skaðinn er skeður Það er hlutverk lögreglu að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi borgaranna, segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari, spurður álits á rannsókn lögreglu, sem sem beinst gæti að hugsanlegum undirbúningi hryðjuverka. Innlent 20.9.2006 21:44 Hann ætlaði að drepa mig Maður á tvítugsaldri vopnaður hnífi reyndi á þriðjudagskvöldið að ræna söluturninn Leifasjoppu við Iðufell í Reykjavík. Eigandi söluturnsins segir að ræninginn hafi ekki litið við peningakassanum. Hann heldur að maðurinn hafi ætlað að drepa sig. Innlent 20.9.2006 21:44 Almennir fjár-festar græða Hlutabréf Gengi hlutabréfa í Exista hefur hækkað um rúm tíu prósent eftir að félagið var skráð í Kauphöll Íslands í lok síðustu viku. Þetta þýðir að þeir sem tóku þátt í hlutafjárútboði til almennra fjárfesta og fengu hámarksskammt hafa hagnast um 25 þúsund krónur. Alls óskuðu 7.400 fjárfestar eftir því að kaupa hlutabréf í hinum almenna hluta útboðsins og varð þrjátíuföld umframeftirspurn. Innlent 20.9.2006 21:44 Fríhöfnin þyrfti að efla upplýsingagjöf Bannað er að fljúga með vökva í handfarangri beint til annarra landa frá Bandaríkjunum, jafnvel þó að vökvinn hafi verið innsiglaður í Fríhöfninni. Fríður Helgadóttir skorar á Fríhöfnina að upplýsa fólk betur um þetta. Innlent 20.9.2006 21:44 Liðsheildin verður sterkari Forysta Nýs afls hefur ákveðið að leggja samtökin niður sem stjórnmálaflokk og hvetja félagsmenn til að ganga í Frjálslynda flokkinn. Jón Magnússon, formaður Nýs afls, segir þessa tilhögun hafa átt sér dálítinn aðdraganda. Formlegar viðræður stóðu ekki lengi en upphaf þeirra var fyrir síðustu kosningar, segir Jón. Frumkvæðið hafi komið frá fólki sem stóð utan flokkanna tveggja. Innlent 20.9.2006 21:43 Ræddu harðvítugar deilur í Skálholti Kirkjuráð Þjóðkirkjunnar segir uppsögn Hilmars Arnar Agnarssonar vera hluta af skipulagsbreytingum sem boðaðar hafa verið í Skálholti en ráðið hefur greitt rúmlega áttatíu prósent af launum organista í Skálholti um fimmtán ára skeið. Kirkjuráðið fjallaði í gær um breytingar sem stjórn Skálholts hefur boðað á skipulagi og starfsemi Skálholtsstaðar. Innlent 20.9.2006 21:43 Vakað fyrir vísindunum Vísindavakan er tileinkuð vísindamönnum og haldinn hátíðleg í fjölda borga Evrópu á morgun. Markmiðið er að vekja áhuga almennings á vísindum og auka þekkingu almennings á störfum þeirra og mikilvægi. Alls verða kynnt 50 rannsóknarverkefni og verður áhersla lögð á að upplýsingum verði komið á framfæri á aðgengilegan og líflegan hátt. Innlent 20.9.2006 21:44 Á leið í útkall Lögreglubíll lenti í harkalegum árekstri á leið sinni í útkall vegna ránsins í Iðufelli. Talið er að lögreglubíllinn hafi farið yfir á rauðu ljósi á gatnamótum Bústaðavegar og Grensásvegar og keyrt inn í bíl sem beygði fyrir hann. Innlent 20.9.2006 21:44 Nýtískulegur skóli á gömlum grunni Innlent 20.9.2006 21:43 Var á leið yfir gangbraut Ekið var á átta ára gamla stúlku þar sem hún var gangandi á leið í skólann í gærmorgun. Stúlkan var á leið yfir gangbraut við gatnamót Háaleitisbrautar og Fellsmúla þegar slysið varð. Hún var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans með áverka á andliti. Samkvæmt upplýsingum lögreglu reyndust meiðsli hennar þó minni háttar og því fór betur en á horfðist. Innlent 20.9.2006 21:42 Slapp vel eftir fimm metra fall Sjö ára drengur féll tæpa fimm metra úr tré á skólalóð Austurbæjarskóla um fjögurleytið í gær. Í fyrstu var talið að drengurinn hefði slasast á hálsi en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi slasaðist drengurinn ekki alvarlega. Fylgst verður með drengnum áfram en talið er að hann hafi sloppið með minniháttar áverka. Að sögn lækna ber drengurinn sig vel miðað hversu mikið fallið var. Innlent 20.9.2006 21:44 Skaðabótamál tekið fyrir Skaðabótamál Reykjavíkurborgar og Strætó bs gegn olíufélögunum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Olíufélögunum er gefið að sök að hafa haft verðsamráð í útboðum til borgarinnar og fyrirtækja hennar. Krafa borgarinnar nemur samtals rúmlega 150 milljónum auk dráttarvaxta. Málið var þingfest í apríl síðastliðnum og á næsta fyrirtaka að eiga sér stað hinn 9. október næstkomandi. Innlent 20.9.2006 21:44 Í prófkjör hjá Samfylkingunni Magnús Norðdahl lögmaður sækist eftir 2.-3. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Innlent 20.9.2006 21:43 Fleiri vildarpunktar Svokölluð Visa Lán standa viðskiptavinum Icelandair nú til boða og segir á vefsíðu fyrirtækisins að það sé í boði í fyrsta sinn í ferðaþjónustu á Íslandi. Með þessu láni sé hægt að dreifa greiðslum á pakkaferðum á vefnum, fá staðgreiðsluverð þó greitt sé með korti, greiða lægri vexti af láninu en ella auk þess sem vildarpunktar fáist frá Visa auk þeirra sem fást við kaupin á pakkanum. Innlent 20.9.2006 21:43 Blesgæsum hefur fækkað Innlent 20.9.2006 21:42 Lyftari keyrði á gangandi mann Lyftari ók á starfsmann steypuskála Norðuráls við Grundartanga seint á mánudagskvöld. Maðurinn meiddist lítillega og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur til aðhlynningar. Innlent 20.9.2006 21:43 Í haldi fyrir kynferðisbrot Lögreglan í Reykjavík handtók í gær fimmtíu og tveggja ára gamlan karlmann vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Grunur leikur á því að fórnarlömb mannsins séu fleiri en eitt. „Ég get staðfest það að maðurinn er í haldi lögreglu. Hann er í yfirheyrslum vegna grunsemda um kynferðisofbeldi gagnvart fleiri en einu barni. Hann hefur unnið sem blaðberi að undanförnu. Við erum að skoða þetta mál ítarlega en rannsókn málsins er stutt komin,“ segir Bjarnþór Aðalsteinsson. Innlent 20.9.2006 21:44 Býður sig fram í þriðja sætið Illugi Gunnarsson hagfræðingur gefur kost á sér í þriðja sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sameiginlegt prófkjör er fyrir Reykjavíkurkjördæmin bæði og stefnir Illugi því að því að skipa annað sætið á öðrum hvorum framboðslistanum. Innlent 20.9.2006 21:42 Sagnfræðingar furða sig á takmörkunum á aðgangi að gögnum Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands furðar sig á þeim takmörkunum sem eru á aðgangi að gögnum um símhleranir í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands. Takmarkanirnar séu nýr tónn, og það sé áhyggjuefni. Innlent 20.9.2006 22:27 Forfeður Kelta spænskir fiskimenn Breskur vísindamaður á sviði erfðarannsókna fullyrðir að forfeður Kelta á Bretlandseyjum séu spænskir fiskimenn. Þar með mætti leiða líkur að því að drjúgur hluti Íslendinga geti rakið ættir sínar til Spánarstranda. Innlent 20.9.2006 21:24 Vandi á höndum ef laun sjúkraliða ekki leiðrétt Heilbrigðiskerfið lendir í miklum vanda ef laun yngri sjúkraliða verða ekki leiðrétt hið bráðasta, segir formaður Sjúkraliðafélagsins. Sífellt fleiri hverfi til annarra starfa sem krefjist minni menntunar, en gefi mun meira í aðra hönd. Innlent 20.9.2006 21:21 Hálf bölvað ástand ,,Ástandið er hálf bölvað" segir Árni Bjarnason, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, en sveitarfélagið er án háhraðanettengingar þrátt fyrir að vera aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Akureyri. Hluta af söluandvirði Símans á að nota til háhraðatengingar við svæði sem verið hafa án þess, en sveitarstjórinn segir að ekki hafi verið staðið við það hvað hans sveitarfélag varðar. Innlent 20.9.2006 21:16 Misneyting ekki sögð fela í sér ofbeldi Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur varhugavert að færa kynferðislega misneytingu og nauðgun undir sömu lagagrein, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra. Hann telur misneytingu ekki fela í sér ofbeldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins vill skjótvirkari úrræði gagnvart þeim sem beita heimilisfólk sitt ofbeldi. Innlent 20.9.2006 21:09 Barist gegn því að Gunnar Gunnarsson fengi Nóbelsverðlaun Skjöl í sænskum söfnum sanna að íslenskir áhrifamenn lögðust af hörku gegn því að rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson, hlyti Nóbelsverðlaunin ásamt Halldóri Kiljan Laxness. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir engin skjöl renna stoðum undir fullyrðingar um að áhrifamenn hafi reynt að hafa verðlaunin af Halldóri vegna stjórnmálaskoðana hans. Innlent 20.9.2006 21:04 « ‹ 239 240 241 242 243 244 245 246 247 … 334 ›
Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona stjórnmál Halldór Blöndal gefur ekki kost á sér til endurkjörs á Alþingi í vor. Hann tilkynnti um þá ákvörðun sína á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar í gærkvöldi en það var einmitt á Akureyri sem hann hóf þátttöku í stjórnmálum. Innlent 20.9.2006 21:43
Sjúkraliðar flýja lág laun, álag og ofbeldi Sjúkraliðar á LSH bíða nú eftir gerð nýs stofnanasamnings. Fjöldi sjúkraliða hefur flúið spítalann vegna mikils álags og ofbeldis. Margir þeirra hafa gerst félagsliðar og hækka þannig laun sín. Innlent 20.9.2006 21:44
Bið eftir verslunarhúsnæði Lóðahafar á Kringlusvæðinu vinna nú að deiliskipulagi fyrir Kringlureitinn og sú vinna verður kynnt borgaryfirvöldum síðar á árinu. Þeir sem skipa verkefnishópinn eru lóðahafar á svæðinu. Innlent 20.9.2006 21:43
Umhverfi skólans hættulegt börnum Leikskólabörn leikskólans Sjálands í Garðabæ eru talin í hættu vegna þess að framkvæmdir við aðgengi leikskólans hafa dregist úr hömlu. Að mati stjórnenda skólans átti verktakinn Björgun Bygg sf. að skila viðunandi aðgengi fyrir mörgum mánuðum. Aðstandendur skólans hafa skrifað verktakanum ítrekað til að reka á eftir því að verkið verði klárað en án árangurs. Innlent 20.9.2006 21:43
Öræfi og sjálflýsandi svín „Ég fékk snemma áhuga á náttúrunni. Það var ekki síst fósturforeldrum mínum að þakka en þær voru ófáar gönguferðirnar sem við fórum saman í þegar ég var barn,“ segir Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði. Þorvarður er líffræðingur og doktor í náttúruheimspeki. Hann segir þá námsblöndu hafa orðið til þegar hann starfaði sem landvörður samhliða námi. „Í starfinu dvaldi ég lengi á öræfum. Þar kynntist ég náttúruverndarsjónarmiðum og mikilvægi þess að vernda þessi stórkostlegu svæði. Síðar kynntist ég svo sið- og fagurfræðilegu hliðinni á þessu máli og þannig vafði þetta upp á sig,“ segir Þorvarður. Innlent 20.9.2006 21:42
Mörg rannsóknarúrræði fyrir hendi Engin afdráttarlaus lagaákvæði eru til hér á landi um að lögregla megi hefja rannsókn í "fyrirbyggjandi" tilgangi. Þetta segir prófessor í lagadeild Háskóla Íslands um rannsóknarheimildir lögreglu, sé rökstuddur grunur ekki til staðar. Innlent 20.9.2006 21:44
Ráðstafana oft þörf áður en skaðinn er skeður Það er hlutverk lögreglu að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi borgaranna, segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari, spurður álits á rannsókn lögreglu, sem sem beinst gæti að hugsanlegum undirbúningi hryðjuverka. Innlent 20.9.2006 21:44
Hann ætlaði að drepa mig Maður á tvítugsaldri vopnaður hnífi reyndi á þriðjudagskvöldið að ræna söluturninn Leifasjoppu við Iðufell í Reykjavík. Eigandi söluturnsins segir að ræninginn hafi ekki litið við peningakassanum. Hann heldur að maðurinn hafi ætlað að drepa sig. Innlent 20.9.2006 21:44
Almennir fjár-festar græða Hlutabréf Gengi hlutabréfa í Exista hefur hækkað um rúm tíu prósent eftir að félagið var skráð í Kauphöll Íslands í lok síðustu viku. Þetta þýðir að þeir sem tóku þátt í hlutafjárútboði til almennra fjárfesta og fengu hámarksskammt hafa hagnast um 25 þúsund krónur. Alls óskuðu 7.400 fjárfestar eftir því að kaupa hlutabréf í hinum almenna hluta útboðsins og varð þrjátíuföld umframeftirspurn. Innlent 20.9.2006 21:44
Fríhöfnin þyrfti að efla upplýsingagjöf Bannað er að fljúga með vökva í handfarangri beint til annarra landa frá Bandaríkjunum, jafnvel þó að vökvinn hafi verið innsiglaður í Fríhöfninni. Fríður Helgadóttir skorar á Fríhöfnina að upplýsa fólk betur um þetta. Innlent 20.9.2006 21:44
Liðsheildin verður sterkari Forysta Nýs afls hefur ákveðið að leggja samtökin niður sem stjórnmálaflokk og hvetja félagsmenn til að ganga í Frjálslynda flokkinn. Jón Magnússon, formaður Nýs afls, segir þessa tilhögun hafa átt sér dálítinn aðdraganda. Formlegar viðræður stóðu ekki lengi en upphaf þeirra var fyrir síðustu kosningar, segir Jón. Frumkvæðið hafi komið frá fólki sem stóð utan flokkanna tveggja. Innlent 20.9.2006 21:43
Ræddu harðvítugar deilur í Skálholti Kirkjuráð Þjóðkirkjunnar segir uppsögn Hilmars Arnar Agnarssonar vera hluta af skipulagsbreytingum sem boðaðar hafa verið í Skálholti en ráðið hefur greitt rúmlega áttatíu prósent af launum organista í Skálholti um fimmtán ára skeið. Kirkjuráðið fjallaði í gær um breytingar sem stjórn Skálholts hefur boðað á skipulagi og starfsemi Skálholtsstaðar. Innlent 20.9.2006 21:43
Vakað fyrir vísindunum Vísindavakan er tileinkuð vísindamönnum og haldinn hátíðleg í fjölda borga Evrópu á morgun. Markmiðið er að vekja áhuga almennings á vísindum og auka þekkingu almennings á störfum þeirra og mikilvægi. Alls verða kynnt 50 rannsóknarverkefni og verður áhersla lögð á að upplýsingum verði komið á framfæri á aðgengilegan og líflegan hátt. Innlent 20.9.2006 21:44
Á leið í útkall Lögreglubíll lenti í harkalegum árekstri á leið sinni í útkall vegna ránsins í Iðufelli. Talið er að lögreglubíllinn hafi farið yfir á rauðu ljósi á gatnamótum Bústaðavegar og Grensásvegar og keyrt inn í bíl sem beygði fyrir hann. Innlent 20.9.2006 21:44
Var á leið yfir gangbraut Ekið var á átta ára gamla stúlku þar sem hún var gangandi á leið í skólann í gærmorgun. Stúlkan var á leið yfir gangbraut við gatnamót Háaleitisbrautar og Fellsmúla þegar slysið varð. Hún var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans með áverka á andliti. Samkvæmt upplýsingum lögreglu reyndust meiðsli hennar þó minni háttar og því fór betur en á horfðist. Innlent 20.9.2006 21:42
Slapp vel eftir fimm metra fall Sjö ára drengur féll tæpa fimm metra úr tré á skólalóð Austurbæjarskóla um fjögurleytið í gær. Í fyrstu var talið að drengurinn hefði slasast á hálsi en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi slasaðist drengurinn ekki alvarlega. Fylgst verður með drengnum áfram en talið er að hann hafi sloppið með minniháttar áverka. Að sögn lækna ber drengurinn sig vel miðað hversu mikið fallið var. Innlent 20.9.2006 21:44
Skaðabótamál tekið fyrir Skaðabótamál Reykjavíkurborgar og Strætó bs gegn olíufélögunum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Olíufélögunum er gefið að sök að hafa haft verðsamráð í útboðum til borgarinnar og fyrirtækja hennar. Krafa borgarinnar nemur samtals rúmlega 150 milljónum auk dráttarvaxta. Málið var þingfest í apríl síðastliðnum og á næsta fyrirtaka að eiga sér stað hinn 9. október næstkomandi. Innlent 20.9.2006 21:44
Í prófkjör hjá Samfylkingunni Magnús Norðdahl lögmaður sækist eftir 2.-3. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Innlent 20.9.2006 21:43
Fleiri vildarpunktar Svokölluð Visa Lán standa viðskiptavinum Icelandair nú til boða og segir á vefsíðu fyrirtækisins að það sé í boði í fyrsta sinn í ferðaþjónustu á Íslandi. Með þessu láni sé hægt að dreifa greiðslum á pakkaferðum á vefnum, fá staðgreiðsluverð þó greitt sé með korti, greiða lægri vexti af láninu en ella auk þess sem vildarpunktar fáist frá Visa auk þeirra sem fást við kaupin á pakkanum. Innlent 20.9.2006 21:43
Lyftari keyrði á gangandi mann Lyftari ók á starfsmann steypuskála Norðuráls við Grundartanga seint á mánudagskvöld. Maðurinn meiddist lítillega og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur til aðhlynningar. Innlent 20.9.2006 21:43
Í haldi fyrir kynferðisbrot Lögreglan í Reykjavík handtók í gær fimmtíu og tveggja ára gamlan karlmann vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Grunur leikur á því að fórnarlömb mannsins séu fleiri en eitt. „Ég get staðfest það að maðurinn er í haldi lögreglu. Hann er í yfirheyrslum vegna grunsemda um kynferðisofbeldi gagnvart fleiri en einu barni. Hann hefur unnið sem blaðberi að undanförnu. Við erum að skoða þetta mál ítarlega en rannsókn málsins er stutt komin,“ segir Bjarnþór Aðalsteinsson. Innlent 20.9.2006 21:44
Býður sig fram í þriðja sætið Illugi Gunnarsson hagfræðingur gefur kost á sér í þriðja sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sameiginlegt prófkjör er fyrir Reykjavíkurkjördæmin bæði og stefnir Illugi því að því að skipa annað sætið á öðrum hvorum framboðslistanum. Innlent 20.9.2006 21:42
Sagnfræðingar furða sig á takmörkunum á aðgangi að gögnum Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands furðar sig á þeim takmörkunum sem eru á aðgangi að gögnum um símhleranir í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands. Takmarkanirnar séu nýr tónn, og það sé áhyggjuefni. Innlent 20.9.2006 22:27
Forfeður Kelta spænskir fiskimenn Breskur vísindamaður á sviði erfðarannsókna fullyrðir að forfeður Kelta á Bretlandseyjum séu spænskir fiskimenn. Þar með mætti leiða líkur að því að drjúgur hluti Íslendinga geti rakið ættir sínar til Spánarstranda. Innlent 20.9.2006 21:24
Vandi á höndum ef laun sjúkraliða ekki leiðrétt Heilbrigðiskerfið lendir í miklum vanda ef laun yngri sjúkraliða verða ekki leiðrétt hið bráðasta, segir formaður Sjúkraliðafélagsins. Sífellt fleiri hverfi til annarra starfa sem krefjist minni menntunar, en gefi mun meira í aðra hönd. Innlent 20.9.2006 21:21
Hálf bölvað ástand ,,Ástandið er hálf bölvað" segir Árni Bjarnason, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, en sveitarfélagið er án háhraðanettengingar þrátt fyrir að vera aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Akureyri. Hluta af söluandvirði Símans á að nota til háhraðatengingar við svæði sem verið hafa án þess, en sveitarstjórinn segir að ekki hafi verið staðið við það hvað hans sveitarfélag varðar. Innlent 20.9.2006 21:16
Misneyting ekki sögð fela í sér ofbeldi Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur varhugavert að færa kynferðislega misneytingu og nauðgun undir sömu lagagrein, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra. Hann telur misneytingu ekki fela í sér ofbeldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins vill skjótvirkari úrræði gagnvart þeim sem beita heimilisfólk sitt ofbeldi. Innlent 20.9.2006 21:09
Barist gegn því að Gunnar Gunnarsson fengi Nóbelsverðlaun Skjöl í sænskum söfnum sanna að íslenskir áhrifamenn lögðust af hörku gegn því að rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson, hlyti Nóbelsverðlaunin ásamt Halldóri Kiljan Laxness. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir engin skjöl renna stoðum undir fullyrðingar um að áhrifamenn hafi reynt að hafa verðlaunin af Halldóri vegna stjórnmálaskoðana hans. Innlent 20.9.2006 21:04