Verslun

Fréttamynd

„Glæsi­legt“ að Costco selji nú á­fengi

Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoðar að selja á­fengi til mat­vöru­verslana

For­stjóri Öl­gerðarinnar segir að fyrir­tækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja á­fengi til mat­vöru­verslana í kjöl­far yfir­lýsingar ráð­herra um lög­mæti sölunnar. Öl­gerðin hefur hingað til ekki selt á­fengi til net­verslana vegna ó­vissu um lög­mæti hennar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gott frelsisskref – svo þarf að stíga fleiri

Ákvörðun Costco um að hefja sölu áfengis til einstaklinga er í takti við þróunina á íslenzkum áfengismarkaði undanfarin ár og mætir óskum og þörfum neytenda. Hún knýr jafnframt á um að stjórnvöld taki af skarið varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni.

Skoðun
Fréttamynd

Hag­kaup bætist í hóp verslana sem selja á­fengi

Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt.

Neytendur
Fréttamynd

Al­var­leg staða ríki á fá­keppnis­markaði

Alvarleg staða ríkir á fákeppnismarkaði og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja lítil að sögn formanns VR sem segir vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt nokkrum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, óásættanlegar. Auka verði samkeppni.

Neytendur
Fréttamynd

Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu

Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna.

Innlent
Fréttamynd

Neytendur geta borið saman matvöruverð þriggja verslunarrisa

Vefurinn Verðgáttin er nú komin í loftið en hún gerir neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó. Í Verðgáttinni munu neytendur sjá vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar.

Neytendur
Fréttamynd

Boozt tekur forystu í samfélagslegri ábyrgð og lokar á óþarfa vöruskil

Netverslunarrisinn Boozt setur markið hátt í umhverfismálum og samfélagslegri sjálfbærni og hefur tekið forystu í ábyrgum rafrænum viðskiptum á Norðurlöndunum. Gloria Tramontana, forstöðumaður á sviði sjálfbærni og umhverfismála hjá Boozt, segir tískuiðnaðinn í heild standa frammi fyrir miklum áskorunum í þessum málaflokkum og þurfi að sýna ábyrgð.

Samstarf
Fréttamynd

Sendur ungur til Dan­merkur vegna aga­leysis á Akur­eyri

Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Taka stikkprufur á meðan ný lausn sannar gildi sitt í Bónus

Viðskiptavinir Bónus á Smáratorgi geta nú gripið sér skanna við inngang verslana og skannað vörur beint ofan í poka á leið sinni um verslunina. Nýja sjálfsafgreiðslulausnin heitir Gripið og greitt eins og samnefnd verslun sem lagði upp laupana snemma á öldinni. Helsti samkeppnisaðilinn Krónan hefur í hálft annað ár boðið upp á svipaða lausn þar sem viðskiptavinir geta skannað vörur með notkun apps.

Neytendur
Fréttamynd

Ostabúðin á Fiskislóð gjaldþrota

Engar eignir fundust í þrotabúi Ostabúðarinnar veisluþjónustu sem var með starfsemi á Fiskislóð á Granda þar til búðinni var lokað í fyrra. Kröfur í þrotabúið námu rúmum 26 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Viðskipti innlent