Gerum skiptistöðina í Mjódd betri Helgi Áss Grétarsson skrifar 1. apríl 2024 11:02 Steinsnar frá mínu æskuheimili er stærsta stætóskiptistöð höfuðborgarsvæðisins, Mjóddin. Lengst af rak Strætó bs. skiptistöðina en árið 2015 tók Reykjavíkurborg, sem eigandi mannvirkisins, við rekstrinum. Síðan þá hefur skiptistöðin hægt og sígandi drabbast niður. Sem dæmi er algengt að salerni stöðvarinnar séu lokuð, engin þjónusta sé í boði fyrir farþega, húsbúnaður sé rýr í roðinu sem og opnunartími stöðvarinnar. Mannvirkið er ansi stórt en öryggisgæsla er lítt sjáanleg. Tillöguflutningur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafa í gegnum tíðina lagt fram tillögur til að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd komist í viðunandi horf. Þessar tillögur hafa ekki fengið brautargengi innan borgarkerfisins, sbr. t.d. afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023 og umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024. Hinn 13. mars sl. sendu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði fyrirspurn um málið og á dagskrá fundar íbúaráðs Breiðholts miðvikudaginn 3. apríl næstkomandi hefur svohljóðandi tillaga verið lögð fram af hálfu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Lagt er til að íbúaráð Breiðholts beini því til borgarráðs að ráðið tryggi að verk- og framkvæmdaáætlun liggi fyrir eigi síðar en 1. október 2024 sem miði að því bæta og styrkja skiptistöðina í Mjódd. Í slíkri áætlun verði að lágmarki tekin afstaða til eftirfarandi atriða: Að opnunartími skiptistöðvarinnar verði lengdur; Að öryggisgæsla við skiptistöðina verði aukin; Að aðgangur notenda skiptistöðvarinnar að fullnægjandi salernisaðstöðu verði tryggður; Að tillögur að framtíðaruppbyggingu mannvirkisins, sem skiptistöðin er hluti af, verði lagðar fram.“ Breytinga er þörf í Mjóddinni Skiptistöðin í Mjódd skiptir verulegu máli fyrir almenningssamgöngur, ekki bara fyrir höfuðborgarsvæðið heldur einnig fyrir landsbyggðina. Margar tillögur hafa verið lagðar fram um hvernig bæta megi rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd. Vinstri-meirihlutinn í borgarstjórn hefur hins vegar ítrekað hundsað slíkar tillögur. Á sama tíma hefur flætt fjármagn úr borgarsjóði til að sinna gæluverkefnum á borð við torgagerð í miðborg Reykjavíkur. Breyta þarf þessari forgangsröð. Verja þarf takmörkuðu fjármagni borgarsjóðs í þágu grunnþjónustu. Skiptistöðin í Mjódd á að gegna veigamiklu hlutverki í slíkri grunnþjónustu. Sé eitthvað að marka orðagjálfur þeirra, sem telja mikilvægt að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, þá þarf að grípa núna til aðgerða svo bæta megi skiptistöðina í Mjódd. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og situr í íbúaráði Breiðholts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Strætó Verslun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Steinsnar frá mínu æskuheimili er stærsta stætóskiptistöð höfuðborgarsvæðisins, Mjóddin. Lengst af rak Strætó bs. skiptistöðina en árið 2015 tók Reykjavíkurborg, sem eigandi mannvirkisins, við rekstrinum. Síðan þá hefur skiptistöðin hægt og sígandi drabbast niður. Sem dæmi er algengt að salerni stöðvarinnar séu lokuð, engin þjónusta sé í boði fyrir farþega, húsbúnaður sé rýr í roðinu sem og opnunartími stöðvarinnar. Mannvirkið er ansi stórt en öryggisgæsla er lítt sjáanleg. Tillöguflutningur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafa í gegnum tíðina lagt fram tillögur til að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd komist í viðunandi horf. Þessar tillögur hafa ekki fengið brautargengi innan borgarkerfisins, sbr. t.d. afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023 og umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024. Hinn 13. mars sl. sendu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði fyrirspurn um málið og á dagskrá fundar íbúaráðs Breiðholts miðvikudaginn 3. apríl næstkomandi hefur svohljóðandi tillaga verið lögð fram af hálfu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Lagt er til að íbúaráð Breiðholts beini því til borgarráðs að ráðið tryggi að verk- og framkvæmdaáætlun liggi fyrir eigi síðar en 1. október 2024 sem miði að því bæta og styrkja skiptistöðina í Mjódd. Í slíkri áætlun verði að lágmarki tekin afstaða til eftirfarandi atriða: Að opnunartími skiptistöðvarinnar verði lengdur; Að öryggisgæsla við skiptistöðina verði aukin; Að aðgangur notenda skiptistöðvarinnar að fullnægjandi salernisaðstöðu verði tryggður; Að tillögur að framtíðaruppbyggingu mannvirkisins, sem skiptistöðin er hluti af, verði lagðar fram.“ Breytinga er þörf í Mjóddinni Skiptistöðin í Mjódd skiptir verulegu máli fyrir almenningssamgöngur, ekki bara fyrir höfuðborgarsvæðið heldur einnig fyrir landsbyggðina. Margar tillögur hafa verið lagðar fram um hvernig bæta megi rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd. Vinstri-meirihlutinn í borgarstjórn hefur hins vegar ítrekað hundsað slíkar tillögur. Á sama tíma hefur flætt fjármagn úr borgarsjóði til að sinna gæluverkefnum á borð við torgagerð í miðborg Reykjavíkur. Breyta þarf þessari forgangsröð. Verja þarf takmörkuðu fjármagni borgarsjóðs í þágu grunnþjónustu. Skiptistöðin í Mjódd á að gegna veigamiklu hlutverki í slíkri grunnþjónustu. Sé eitthvað að marka orðagjálfur þeirra, sem telja mikilvægt að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, þá þarf að grípa núna til aðgerða svo bæta megi skiptistöðina í Mjódd. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og situr í íbúaráði Breiðholts
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar