Gerum skiptistöðina í Mjódd betri Helgi Áss Grétarsson skrifar 1. apríl 2024 11:02 Steinsnar frá mínu æskuheimili er stærsta stætóskiptistöð höfuðborgarsvæðisins, Mjóddin. Lengst af rak Strætó bs. skiptistöðina en árið 2015 tók Reykjavíkurborg, sem eigandi mannvirkisins, við rekstrinum. Síðan þá hefur skiptistöðin hægt og sígandi drabbast niður. Sem dæmi er algengt að salerni stöðvarinnar séu lokuð, engin þjónusta sé í boði fyrir farþega, húsbúnaður sé rýr í roðinu sem og opnunartími stöðvarinnar. Mannvirkið er ansi stórt en öryggisgæsla er lítt sjáanleg. Tillöguflutningur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafa í gegnum tíðina lagt fram tillögur til að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd komist í viðunandi horf. Þessar tillögur hafa ekki fengið brautargengi innan borgarkerfisins, sbr. t.d. afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023 og umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024. Hinn 13. mars sl. sendu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði fyrirspurn um málið og á dagskrá fundar íbúaráðs Breiðholts miðvikudaginn 3. apríl næstkomandi hefur svohljóðandi tillaga verið lögð fram af hálfu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Lagt er til að íbúaráð Breiðholts beini því til borgarráðs að ráðið tryggi að verk- og framkvæmdaáætlun liggi fyrir eigi síðar en 1. október 2024 sem miði að því bæta og styrkja skiptistöðina í Mjódd. Í slíkri áætlun verði að lágmarki tekin afstaða til eftirfarandi atriða: Að opnunartími skiptistöðvarinnar verði lengdur; Að öryggisgæsla við skiptistöðina verði aukin; Að aðgangur notenda skiptistöðvarinnar að fullnægjandi salernisaðstöðu verði tryggður; Að tillögur að framtíðaruppbyggingu mannvirkisins, sem skiptistöðin er hluti af, verði lagðar fram.“ Breytinga er þörf í Mjóddinni Skiptistöðin í Mjódd skiptir verulegu máli fyrir almenningssamgöngur, ekki bara fyrir höfuðborgarsvæðið heldur einnig fyrir landsbyggðina. Margar tillögur hafa verið lagðar fram um hvernig bæta megi rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd. Vinstri-meirihlutinn í borgarstjórn hefur hins vegar ítrekað hundsað slíkar tillögur. Á sama tíma hefur flætt fjármagn úr borgarsjóði til að sinna gæluverkefnum á borð við torgagerð í miðborg Reykjavíkur. Breyta þarf þessari forgangsröð. Verja þarf takmörkuðu fjármagni borgarsjóðs í þágu grunnþjónustu. Skiptistöðin í Mjódd á að gegna veigamiklu hlutverki í slíkri grunnþjónustu. Sé eitthvað að marka orðagjálfur þeirra, sem telja mikilvægt að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, þá þarf að grípa núna til aðgerða svo bæta megi skiptistöðina í Mjódd. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og situr í íbúaráði Breiðholts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Strætó Verslun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Steinsnar frá mínu æskuheimili er stærsta stætóskiptistöð höfuðborgarsvæðisins, Mjóddin. Lengst af rak Strætó bs. skiptistöðina en árið 2015 tók Reykjavíkurborg, sem eigandi mannvirkisins, við rekstrinum. Síðan þá hefur skiptistöðin hægt og sígandi drabbast niður. Sem dæmi er algengt að salerni stöðvarinnar séu lokuð, engin þjónusta sé í boði fyrir farþega, húsbúnaður sé rýr í roðinu sem og opnunartími stöðvarinnar. Mannvirkið er ansi stórt en öryggisgæsla er lítt sjáanleg. Tillöguflutningur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafa í gegnum tíðina lagt fram tillögur til að rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd komist í viðunandi horf. Þessar tillögur hafa ekki fengið brautargengi innan borgarkerfisins, sbr. t.d. afgreiðslur borgarráðs 8. júní 2017, borgarstjórnar 3. janúar 2023 og umhverfis- og skipulagsráðs 17. janúar 2024. Hinn 13. mars sl. sendu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði fyrirspurn um málið og á dagskrá fundar íbúaráðs Breiðholts miðvikudaginn 3. apríl næstkomandi hefur svohljóðandi tillaga verið lögð fram af hálfu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Lagt er til að íbúaráð Breiðholts beini því til borgarráðs að ráðið tryggi að verk- og framkvæmdaáætlun liggi fyrir eigi síðar en 1. október 2024 sem miði að því bæta og styrkja skiptistöðina í Mjódd. Í slíkri áætlun verði að lágmarki tekin afstaða til eftirfarandi atriða: Að opnunartími skiptistöðvarinnar verði lengdur; Að öryggisgæsla við skiptistöðina verði aukin; Að aðgangur notenda skiptistöðvarinnar að fullnægjandi salernisaðstöðu verði tryggður; Að tillögur að framtíðaruppbyggingu mannvirkisins, sem skiptistöðin er hluti af, verði lagðar fram.“ Breytinga er þörf í Mjóddinni Skiptistöðin í Mjódd skiptir verulegu máli fyrir almenningssamgöngur, ekki bara fyrir höfuðborgarsvæðið heldur einnig fyrir landsbyggðina. Margar tillögur hafa verið lagðar fram um hvernig bæta megi rekstur skiptistöðvarinnar í Mjódd. Vinstri-meirihlutinn í borgarstjórn hefur hins vegar ítrekað hundsað slíkar tillögur. Á sama tíma hefur flætt fjármagn úr borgarsjóði til að sinna gæluverkefnum á borð við torgagerð í miðborg Reykjavíkur. Breyta þarf þessari forgangsröð. Verja þarf takmörkuðu fjármagni borgarsjóðs í þágu grunnþjónustu. Skiptistöðin í Mjódd á að gegna veigamiklu hlutverki í slíkri grunnþjónustu. Sé eitthvað að marka orðagjálfur þeirra, sem telja mikilvægt að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, þá þarf að grípa núna til aðgerða svo bæta megi skiptistöðina í Mjódd. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og situr í íbúaráði Breiðholts
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar