Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Þórólfur: Óskhyggjan megi ekki blinda okkur sýn

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mikilvægt að óskhyggja blindi ekki okkur sýn þegar lagt sé mat á stöðu kórónuveirufaraldursins og afleiðingar hans. Hann bendir á að tæplega helmingur þjóðarinnar sé móttækilegur fyrir alvarlegum veikindum vegna ómikron-afbrigðsins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja loka leikskólum milli jóla og nýárs

Leikskólakennarar og stjórnendur leikskóla hafa áhyggjur af stöðu leikskóla landsins vegna fjölda þeirra sem smitast af Covid-19 þessa dagana. Þau vilja að leikskólum verði lokað milli jóla og nýárs.

Innlent
Fréttamynd

Í kringum þrjú hundruð greindust smitaðir í gær

Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir um 300 manns hafa greinst smitaðir af Covid-19 í gær. Hann segir tvöföldunartíma ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar nálægt því að vera tveir til þrír dagar sem sé það mesta sem sést hafi í faraldrinum.

Innlent
Fréttamynd

Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum

73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan.

Erlent
Fréttamynd

Að alast upp í heims­far­aldri

Við hlykkjuðumst áfram í endalausri röð við Suðurlandsbrautina. Ég reyndi að stappa stálinu í mína litlu konu sem var ekkert spennt að fara í enn eina sýnatökuna. Hún reyndi að rifja upp nr. hvað þetta skipti væri í sýnatöku, við mundum það hvorug.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta heldur ekki svona áfram endalaust“

Yfirvofandi samkomutakmarkanir munu að líkindum koma hvað verst niður á skemmtanalífi eins og endranær. Fréttastofa leit við á Röntgen og tók stöðuna, í ljósi þess að þar mega að líkindum ekki fleiri en 20 koma saman á næstu vikum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óli Björn greindist með Covid-19

Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, greindist í dag með Covid-19. Þetta staðfestir þingmaðurinn í samtali við fréttastofu en minnst sjö þingmenn og fjórir starfsmenn þingsins hafa greinst á seinustu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól

Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. 

Innlent
Fréttamynd

Vilji að tveggja metra regla verði tekin upp aftur

Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tveggja metra nálægðarregla verði tekin upp á ný í stað eins metra reglu og að 200 manna hólf verði leyfð á viðburðum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs eða annarra vottorða.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla

Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir.  

Innlent
Fréttamynd

Segir Jülevenner öruggasta staðinn til að vera á

Mælirinn er fullur, segir viðburðahaldari sem veit ekki hvort hann geti haldið tónleika í Hörpu á morgun í ljósi yfirvofandi samkomutakmarkana. Emmsjé Gauti segir Þorláksmessutónleika sína öruggasta staðinn til að vera á í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Hafa vísað 27 frá Íslandi vegna skorts á gögnum

Lögregla var kölluð til aðstoðar á Keflavíkurflugvelli 440 sinnum frá 1. júní til 15. desember vegna þess að gögn ferðamanna voru ekki talin fullnægjandi. Af þeim var 27 einstaklingum vísað frá landi vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum

Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

„Graf­alvar­legt mál að læsa frískt fólk inni“

„Nú eru flestir sem hnepptir eru í varðhald, þ.e. sóttkví eða einangrun, fullfrískir eða finna fyrir „léttum flensueinkennum“. Þegar þetta er skrifað eru ellefu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu, 2.449 í sóttkví og 1.724 í einangrun.“

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki bannað að hafa gaman“

Bagga­lútur harmar mjög ef að sótt­varna­brot voru framin á tón­leikum þeirra í gær eins og lög­reglan greindi frá í dag. Hljóm­sveitin hafi látið al­manna­varnir taka út fyrir­komu­lag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í sam­ræmi við gildandi reglur og eina brotið sem með­limir hljóm­sveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímu­leysi margra gesta, sem er ef­laust vanda­mál við flesta við­burði í dag.

Innlent