Dýraheilbrigði

Fréttamynd

Banna flutning á ali­fuglum frá Dísu­koti

Ástæða flutningsbanns er meintur ólöglegur innflutningur kalkúnafrjóeggja frá Færeyjum á síðasta ári. Undan eggjunum hafi komið svartir kalkúnar sem hafi verið í fréttum nýverið.

Innlent
Fréttamynd

Garnaveiki í sauðfé á Tröllaskaga

Tilfellið uppgötvaðist við smölun um síðustu helgi og eftir að héraðsdýralæknir hafði skoðað kindina, sem var grunuð um að vera smituð, var henni lógað, sýni tekið úr henni og sent til greiningar á Keldum. Sýnið reyndist jákvætt með tilliti til garnaveiki.

Innlent
Fréttamynd

Skerpa þurfi á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum

Formaður Bændasamtaka Íslands segir niðurstöður Matvælastofnunar um sjúkdómsvaldandi bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti koma á óvart. Rannsaka þurfi málin betur og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum. Skoðunin hafi hins vegar leitt í ljós sterka stöðu svína- og kjúklingakjöts.

Innlent
Fréttamynd

Fylgjast með veikum hrossum

Matvælastofnun fylgist nú náið með veikindum í hrossum sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurlandi og á Vesturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Elta sauðfé í þjóðgarði

Matvælastofnun vill að Bláskógabyggð smali sauðfé sem sagt er ganga sjálfala á Þingvöllum. Sauðfjárveikivarnargirðingar eru vestan og norðan þjóðgarðsins.

Innlent