Keflavík ÍF

Valskonur kláruðu riðilinn með fullt hús stiga
Valskonur unnu alla fimm leiki sína í riðli tvö í Lengjubikar kvenna, en liðið vann 1-0 útisigur gegn Keflavík í kvöld.

Umfjöllun, viðtal og myndir: Stjarnan - Keflavík 95-93 | Stjarnan í bikarúrslit fjórða skiptið í röð eftir framlengdan leik
Stjarnan vann tveggja stiga sigur á Keflavík 95-93 í spennutrylli þar sem úrslitin réðust á loka sekúndunum í framlengingu. Þetta er í fjórða skiptið í röð sem Stjarnan kemst í bikarúrslit.

Gunnar: Gáfumst aldrei upp
Gunnar Ólafsson, leikmaður Stjörnunnar, var í skýjunum eftir ótrúlegan sigur á Keflavík sem endaði með tveggja stiga sigri 95-93 eftir framlengdan leik.

„Það er alltaf hungur í Keflavík að fá titla í hús“
Valur Orri Valsson og félagar í Keflavíkurliðinu mæta Stjörnunni í dag í undanúrslitum VÍS bikars karla í körfubolta.

Þægilegt fyrir Keflavík í Grindavík
Keflavíkurkonur unnu öruggan sigur á botnliði Grindavíkur í Subway deildinni í kröfubolta í kvöld þegar liðin mættust í Grindavík.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 110-106: Keflvíkingar kláruðu KR í framlengingu
Keflavík og KR hafa spilað marga jafna og spennandi leiki á síðustu árum og leikurinn í kvöld bætist í þann hóp. Keflvíkingar hittu illa en tókst að landa dýrmætum sigri á móti sjóðandi heitum þriggja stiga skyttum KR-inga.

Blikakonur í undanúrslit | Þróttur tók sín fyrstu stig
Breiðablik tryggði sér sæti í undanúrslitum Lengjubikars kvenna með 3-0 sigri gegn KR í kvöld. Á sama tíma tók Þróttur R. sín fyrstu stig er liðið vann 2-0 sigur gegn Keflavík.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fjölnir 82-105| Öll úrslit dagsins Fjölni í hag
Fjölnir vann sannfærandi sigur á Keflavík 82-105. Með sigrinum styrkti Fjölnir stöðu sína á toppnum og ekki skemmdi það fyrir að bæði Njarðvík og Valur misstigu sig. Fjölnir átti skínandi seinni hálfleik sem endaði með tuttugu og þriggja stiga sigri.

Keflavík fær markvörð úr einni bestu deild heims
Keflvíkingar voru ekki lengi að tilkynna um nýjan, bandarískan markvörð í stað Tiffany Sornpao sem gekk í raðir Selfyssinga um helgina.

Framlengingin: Er Milka í besta fimm manna liði Keflavíkur?
Framlengingin var á sínum stað í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi þar sem stjórnandi þáttarins, Sigurður Orri Kristjánsson, og sérfræðingarnir fóru um víðan völl.

Selfyssingar fá markvörð frá Keflavík
Markvörðurinn Tiffany Sornpao hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss um að leika með kvennaliði félagsins í Bestu deildinni í sumar.

Körfuboltakvöld um Keflavík: „Voru litlir og ekkert að frétta hjá þeim“
Keflavík tapaði nokkuð örugglega fyrir Val í síðust umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum og er í smá brasi. Farið var yfir vandræði Keflvíkinga í Körfuboltakvöldi á fösudagskvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 88-74 | Keflvíkingar að heltast úr lestinni
Valsmenn unnu góðan 14 stiga heimasigur gegn Keflvíkingum er liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 88-74. Keflvíkingar eru nú fjórum stigum á eftir toppliði Þórs, en Valsmenn eru komnir í fjórða sætið sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.

Lovísa Björt: Höldum áfram að reyna að narta í toppliðin
Lovísa Björt Henningsdóttir átti góðan leik þegar Haukar unnu öruggan sigur gegn Keflavík í Subway-deild kvenna í körfubolta kvenna í Ólafssal í kvöld.

Afturelding sótti jafntefli í Keflavík
Keflavík og Afturelding skildu jöfn í hörku leik í Nettóhöllinni í Reykjanesbæ í kvöld, 2-2. Leikurinn var í riðli 2 í Lengjubikar kvenna.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 74-53 | Hafnfirðingar halda enn í við topplið deildarinnar
Haukar fóru með 76-58 sigur af hólmi þegar liðið fékk Keflavík í heimsókn í Subway-deild kvenna í körfubolta í Ólafssal í kvöld. Haukakonur hafa þar af leiðandi unnið síðustu þrjá leiki sína en Haukar eru með 24 stig í fjórða sæti deildarinnar.

Patrik með þrennu fyrir Keflavík í Lengjubikarnum | Valur vann HK
Nýjasta viðbót Keflavíkur, Færeyingurinn Patrik Johannsen gerði þrennu í stórsigri Keflavíkur á Aftureldingu. Valur vann HK á meðan Fylkir og KA deildu stigunum.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 75-65| Njarðvík vann nágrannaslaginn í Ljónagryfjunni
Njarðvík vann Suðurnesjaslaginn gegn Keflavík í Ljónagryfjunni og hefndi fyrir tapið í Blue-höllinni í byrjun árs.Njarðvík endaði fyrri hálfleik á miklu flugi og leit aldrei um öxl eftir það. Njarðvík vann að lokum tíu stiga sigur 75-65.

Fjölnir vann öruggan sigur á Keflavík
Fjölnir átti ekki í teljandi vandræðum með Keflavík þegar liðin mættust í Grafarvogi í Subway deildinni í körfubolta í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Ak. 97-77 | Keflavíkurhraðlestinn keyrði yfir bensínlausa Þórsara
Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur gegn botnliði Þórs frá Akureyri er liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 97-77, en Þórsarar leiddu með ellefu stigum í hálfleik.

Kórdrengir skelltu Keflvíkingum
Óvænt úrslit urðu í Lengjubikarnum í fótbolta í kvöld þegar B-deildarlið Kórdrengja skellti úrvalsdeildarliði Keflavíkur.

Öruggur sigur Keflvíkinga í mikilvægum leik
Keflavíkurkonur unnu mikilvægan sigur á Breiðabliki í Subway deildinni í körfubolta í kvöld þegar liðin mættust í Keflavík.

Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Breiðablik 126 - 80 | Keflavík setti upp flugeldasýningu
Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð komst Keflavík aftur á sigurbraut í Subway-deild karla í körfubolta. Keflavík átti stórkostlegan fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði 74 stig. Á endanum voru 46 stig sem skildu liðin að, lokatölur 126-80.

FH vill fá hægri bakvörð Keflavíkur
FH vantar hægri bakvörð eftir að Hörður Ingi Gunnarsson var seldur til Sogndal í Noregi. Hafnfirðingar horfa til Keflavíkur í leit að leikmanni til að fylla skarð Harðar Inga.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur
Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik.

Hjalti: „Við vorum bara hálf gjaldþrota“
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var dapur í bragði eftir stórt tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 114-89 og Hjalti talaði um hálfgert gjaldþrot hjá sínu liði.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 84-73 | Öruggur Valssigur í Origo-höllinni í kvöld
Það var töluvert undir í Origo-höllinni í kvöld þar sem Valskonur tóku á móti Keflavík. Valur í hörkubaráttu um toppsætið í deildinni og Keflavík enn með annað augað á síðasta sætinu í úrslitakeppninni. Valskonur höfðu að lokum sanngjarnan og öruggan sigur 84-73 en sigurinn var í raun aldrei í hættu.

Leiknismenn komu til baka og Valsarar unnu stórsigur
Lengjubikar karla í fótbolta fór af stað í kvöld með tveimur leikjum. Leiknismenn unnu 3-2 endurkomusigur gegn Keflvíkingum og Valsmenn unnu 5-0 stórsigur gegn Þrótti Vogum.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur
Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld.

„Líklega verstu níutíu sekúndur sem sést hafa í efstu deild karla“
Keflvíkingar, og sérstaklega Halldór Garðar Hermannsson, vilja sjálfsagt gleyma leik sínum við ÍR í Subway-deildinni í körfubolta sem fyrst.