
Fylkir

Fylkir og FH óvænt í úrslit
Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk.

FH og Dusty áfram í undanúrslit
Í gær fór fram seinni umferð í Stórmeistarmóti Vodafone. Mikil spenna var fyrir leik Þór og FH enda hnífjöfn að getu. Í seinni leiknum fengu nýliðar BadCompany eldskírn frá Íslandsmeisturum Dusty.

Í beinni: KR og Fylkir áfram í undanúrslit, hvaða lið sigra í kvöld?
Í gær fór fram fyrsta umferð í Stórmeistaramóti Vodafone-deildarinnar, fyrirfram var búist við að engar hræringar myndu eiga sér stað og að lið KR og Fylkis myndu fara í gegn án mótspyrnu.

Rautt spjald og dómarinn vildi flauta af á Akranesi | Rosalegt innkast skilaði KA sigri | Myndbönd
Það er grunnt á því góða á milli ÍA og Víkings Ó. ef marka má æfingaleik liðanna á Akranesi í dag, í fótbolta karla, þar sem dómarinn virtist vilja flauta leikinn af eftir ljót brot og mikinn æsing í báðum liðum. KA vann Fylki á Akureyri, 1-0.

Willard aftur til Víkings Ó. eftir aðeins nokkra mánuði hjá Fylki
Sjö mánuðum eftir að hann samdi við Fylki er Harley Willard farinn aftur til Víkings Ó.

Hjörvar hefur litla trú á nýjum þjálfurum Fylkis
Hjörvar Hafliðason hefur takmarkaða trú á að þjálfarabreytingarnar verði Fylki til góðs.

Fylkir fær reynslubolta sem er tuttugu árum eldri en markvörður liðsins
Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við hina reynslumiklu Vesnu Elísu Smiljkovic sem kemur í Árbæinn eftir að hafa síðast verið leikmaður Íslandsmeistara Vals.

„Deildin verður það jöfn að Fylkir getur fallið“
Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir að ef Fylkir heldur ekki nægilega vel á spilunum í sumar gæti liðið fallið úr Pepsi Max-deild karla. Fylkir var meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni.

„Frábær náungi en aldrei virkað á mig sem maður með miklar pælingar um fótbolta“
Atli Sveinn Þórarinsson er nýráðinn þjálfari Fylkis en þetta er hans annað verkefni í meistaraflokksþjálfun. Hann þjálfaði Dalvík/Reyni í 3. deildinni sumarið 2018 en Hjörvar Hafliðason sparkspekingur veit ekki hvort að Atli sé með miklar pælingar um fótbolta þó að hann sé frábær náungi.

Getur Fylkir blandað sér í toppbaráttuna í sumar?
Kemur Fylkir á óvart og blandar sér í toppbaráttuna í Pepsi Max deild kvenna í sumar?

Fylkismenn kölluðu Tryggva á fund og báðu hann um að róa sig á æfingum
Tryggvi Guðmundsson segir að ástæða viðskilnaðar hans við Fylki árið 2014 hafi meðal annars verið fundur sem hann og Sverrir Garðarsson hafi verið kallaður á vegna framgöngu þeirra á æfingum.

Sportið í kvöld: Tryggvi Guðmundsson fer yfir ferilinn með Rikka G
Í þætti kvöldsins af Sportið í kvöld fer Tryggvi Guðmundsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, yfir ferilinn með Ríkharð Óskari Guðnason, Rikka G.