

Birkir Heimisson var hetja Vals þegar liðið vann dramatískan 3-2 sigur á móti Stjörnunni í fjórðu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld.
Keflavík og ÍBV mættust í fjórðu umferð Bestu deildar karla á heimavelli Keflvíkinga á gervigrasvellinum við Nettó-höllina. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Keflvíkingar yfir 1-0 en Eyjamenn voru fljótir að svara fyrir sig og komust í 1-3 sem urðu lokatölur leiksins. ÍBV vann sinn annan sigur í röð í deildinni og lyfti sér upp í sjötta sæti með sex stig. Keflvíkingar sitja hins vegar enn í áttunda sæti með fjögur stig.
Valur vann Stjörnuna 3-2, þegar liðin mættust í lokaleik 4. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðin mættust á Origo-vellinum og var það sigurmark Birkis Heimissonar á 97. mínútu sem skildi liðin að.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu, lét vel í sér heyra á hliðarlínunni þegar hans lið heimsótti Keflavík í fjórðu umferð deildarinnar. Eyjamenn unnu 1-3 sigur eftir að hafa lent undir og Hermann fór ekki leynt með ánægju sína að leik loknum þegar hann ræddi við fréttamann Vísis.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var stoltur af sínum mönnum eftir baráttusigur á móti KA í Víkinni í kvöld.
Víkingur sigraði KA í baráttuleik í Víkinni í fjórðu umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði 1-0 þar sem færeyski landsliðsmaðurinn, Gunnar Vatnhamar, reyndist hetja heimamanna með marki á 88. mínútu leiksins.
Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður FH, var að vonum ánægður eftir 3-0 sigur liðsins á KR í dag þar sem hann skoraði tvö mörk.
FH valtaði fyrir KR á gulum Miðvellinum í 4. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Kjartan Henry Finnbogason reyndist sínum gömlu félögum en skoraði tvö mörk. Það fyrra einkar glæsileg bakfallsspyrna og það síðara einföld afgreiðsla af stuttu færi.
Eyþór Aron Wöhler, leikmaður HK, spilaði sinn fyrsta leik með liðinu dag í nýliðaslag Bestu deildarinnar gegn Fylki. Leikurinn var jafn framan af en HK tókst að tryggja sér sigurinn á lokamínútum leiksins með marki frá Örvari Eggertssyni.
HK vann Fylki í Kórnum 1-0. Allt benti til þess að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli.Örvar Eggertsson skoraði sigurmarkið á 84. mínútu þegar hann fylgdi eftir skot sem Ólafur Kristófer varði.
Íslandsmeistaralið Breiðabliks vann Fram í hreint út sagt ótrúlegum leik í Bestu deild karla á föstudagskvöld. Mörkin úr 5-4 sigri Blika má sjá hér að neðan.
Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Breiðabliks, fór á kostum í leik liðsins gegn Fram í kvöld en hann skoraði þrjú mörk og var maður leiksins.
Breiðablik vann vægast sagt dramatískan sigur er liðið tók á móti Fram í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í kvöld, 5-4. Gestirnir virtust vera að sækja ótrúlegt stig eftir að hafa lent 3-0 undir, en Klæmint Olsen reyndist hetja Blika á ögurstundu.
Stjórn knattspyrnudeildar FH sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands í kjölfar þess að KSÍ varð ekki við ósk félagsins um að fresta leik FH og KR sem átti að fara fram á Kaplakrikavelli í kvöld.
FH spila ekki á Würth vellinum í Árbæ á morgun eins og tilkynnt var fyrr í dag. Leikurinn hefur verið færður aftur í Hafnarfjörð.
Leikur FH og KR í Bestu deild karla verður leikinn á Würth vellinum í Árbænum á morgun.
KA spilar sinn fyrsta Evrópuleik í tuttugu ár í Úlfarsárdalnum, á heimavelli Fram.
Það er áhugavert að rýna í tölur úr skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál íslenskra félaga. Þar kemur meðal annars fram hvað kaupverð íslenskra leikmanna til erlendra félaga sé hátt.
Deloitte og Knattspyrnusamband Íslands gáfu út skýrslu í gær þar sem fjármál knattspyrnufélaga á Íslandi eru tekin fyrir. Langmest velta er hjá Breiðabliki sem sló nærri milljarði í tekjum á síðasta ári.
Blikarnir eru ekki bara meistarar í karlaflokki og með langstærsta reksturinn á Íslandi. Þeir trekkja að sér langflesta áhorfendur líka.
KSÍ og Deloitte munu í dag kynna skýrslu um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Vísir hefur fengið aðgang að skýrslunni og mun birta greinar upp úr henni í dag.
Það er óhætt að segja að stórveldið Breiðablik sé í sérflokki er kemur að launum og tengdum gjöldum hjá félögum á Íslandi.
KSÍ og Deloitte munu í dag kynna skýrslu um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Vísir hefur fengið aðgang að skýrslunni og mun birta greinar upp úr henni í dag.
Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa ákveðið að lána framherjann Eyþór Aron Wöhler til HK. Þetta herma öruggar heimildir Vísis.
Fótboltamaðurinn Oliver Heiðarsson er genginn í raðir ÍBV frá FH. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV.
„Leikurinn verður á föstudaginn. Mótanefnd KSÍ hafnaði ósk FH um frestun á leiknum,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, varðandi ósk FH um að fresta leik liðsins gegn KR í Bestu deild karla.
Eins og stendur er Kaplakrikavöllur ekki í góðu standi en stórleikur FH og KR á að fara fram á vellinum á föstudaginn.
ÍBV hefur fengið tvo jamaíska leikmenn til sín. Þeir hafa báðir leikið fyrir landslið Jamaíku sem Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson þjálfar.
Gylfi Þór Sigurðsson er uppalinn hjá FH og sumir sjá það sem möguleika fyrir Gylfa að koma sér aftur í leikform með því að spila með FH-liðinu í Bestu deildinni í simar.
ÍBV vann Breiðablik 2-1 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum síðastliðin sunnudag. Varnarleikur gestanna var vægast sagt lélegur í fyrsta marki leiksins.