Fótbolti

Fréttamynd

„Raddir kvenna þurfa að heyrast“

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, flutti erindi á fundi formanna og framkvæmdastjóra knattspyrnusambanda innan UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á dögunum. Þar fór hún yfir mikilvægi þess að konur sitji í nefndum og stjórn UEFA en sem stendur eru þær í miklum minnihluta.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjart­sýnn á enn fleiri tæki­færi með aðal­liði FC Kaup­manna­hafnar

„Skemmtilegt að vita að maður fengi sénsinn í svona stórum leik,“ sagði hinn 18 ára gamli Orri Steinn Óskarsson um innkomu sína í leik FC Kaupmannahafnar og Sevilla í Meistaradeild Evrópu sem fram fór í Andalúsíu á þriðjudagskvöld. Orri Steinn varð þar með yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Marka­súpa í Austur­ríki

Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu kvenna í fótbolta er nú lokið. Real Madríd og París Saint-Germain gerðu markalaust jafntefli á Spáni á meðan Roma lagði St. Polten 4-3 í Austurríki.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brug­ge saman

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Haaland sleppa við ummælin sem hún fái vegna bikinímynda

Króatíska landsliðskonan Ana Maria Markovic, sem er með yfir milljón fylgjendur á Instagram, segir talsverðan mun á viðbrögðum fólks við því þegar hún birti baðfatamyndir af sér í samanburði við það þegar norski landsliðsmaðurinn Erling Haaland geri slíkt hið sama.

Fótbolti
Fréttamynd

Margfalt fleiri geta séð Sveindísi í kvöld

Eftir að hafa spilað fyrir framan 21.300 áhorfendur í toppslagnum gegn Bayern München um helgina eru Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg mættar til Prag til að spila í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo með United á morgun

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Cristiano Ronaldo yrði ekki refsað frekar vegna hegðunar sinnar í leiknum gegn Tottenham í síðustu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Sch­meichel senu­þjófur í HM-lagi Dana

Danir eru byrjaðir að gíra sig upp fyrir heimsmeistaramótið í Katar enda tefla þeir fram spennandi liði á mótinu og ætla sér enn lengra en í Rússlandi fyrir fjórum árum. Nýtt HM-lag þeirra var gefið út í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hiti, högg og þreyta Haalands

Erling Haaland lék aðeins fyrri hálfleikinn þegar Manchester City gerði markalaust jafntefli við Dortmund í Þýskalandi í gærkvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund og City skiptu stigunum á milli sín

Borussia Dortmund og Englandsmeistarar Manchester City skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu markalaust jafntefli í endurkomu Erling Braut Haaland á sinn gamla heimavöll í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti