Íslenski handboltinn

Fréttamynd

HSÍ hefur ráðið Árna Stefánsson til starfa

Árni Stefánsson hefur hafið störf hjá Handknattleikssambandi Íslands sem verkefnastjóri fræðslu og útbreiðslumála. Hans hlutverk verður að móta og skipuleggja fræðslu- og útbreiðslustarf HSÍ. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur valdi 19 manna undirbúningshóp fyrir ÓL

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 19 leikmenn til undirbúnings fyrir Ólymíuleikana sem fara fram í London í júlí og ágúst. Ísland er þar í riðli með Argentínu, Bretlandi, Frakklandi, Svíþjóð og Túnis.

Handbolti
Fréttamynd

Enginn ráðinn fyrr en eftir ÓL

Knútur Hauksson, formaður HSÍ, segir að það sé yfirlýst stefna stjórnar HSÍ að tilkynna ekki um ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla fyrr en eftir Ólympíuleikana í London.

Handbolti
Fréttamynd

HM 2013: Svíar og Norðmenn sátu eftir með sárt ennið

Ísland tryggði sér í gær sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer á Spáni í janúar á næsta ári með tveimur öruggum sigrum gegn Hollendingum. Samanlagður sigur Íslands var 73-50. Það er ljóst hvaða þjóðir leika á HM á næsta ári og eru Norðmenn og Svíar á meðal þeirra þjóða sem sátu eftir með sárt ennið.

Handbolti
Fréttamynd

HM 2013: Strákarnir okkar verða enn og aftur með á stórmóti

Íslenska karlalandsliðið í hanndknattleik átti ekki í vandræðum með að leggja lið Hollendinga á útivelli í umspili um laust sæti á HM á Spáni sem fram fer í janúar á næsta ári. Ísland landði öruggum 32-24 sigri í dag en fyrri leikurinn sem fram fór í Laugardalshöll endaði 41-27. Ísland sigraði því samtals 73-50. Fylgst var með gangi mála í leiknum í Hollandi á Vísi í textalýsingu.

Handbolti
Fréttamynd

Menn taka vel í rassskellingar og hafa gaman af

Leikmenn íslenska U20 ára landsliðs karla í handknattleik eru rassskelltir þrátt fyrir að ekki sé um hefð að ræða. Þetta staðfesti Árni Benedikt Árnason, leikmaður U20 ára liðsins í samtali við Vísi í gærkvöldi.

Handbolti
Fréttamynd

Eintóm þvæla að ég eigi að vera jóker

Íslenska landsliðið náði sér ekki á strik á Evrópumótinu í Serbíu í janúar og hafnaði í 10. sæti. Liðið var gagnrýnt og meðal annars lét Sigurður Bjarnason, fyrrum landsliðsmaður og þáverandi sérfræðingur RÚV í EM-stofunni, í ljós þá skoðun sína að ábyrgð Arons í liðinu væri of mikil. Að hans mati ætti Aron að vera í hlutverki jókers. Aron segist hafa heyrt gagnrýni Sigurðar en vera langt frá því að vera sammála.

Handbolti
Fréttamynd

Aron Pálmars: Það pirrar mig að sitja á bekknum

Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, er klár í slaginn en Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM annað kvöld. Aron segist vera kominn niður á jörðina eftir ótrúlegt tímabil með þýska stórliðinu THW Kiel.

Handbolti
Fréttamynd

Aðsendur pistill: Þjóðaríþrótt Íslendinga

Tvær góðar greinar hafa komið fram undanfarnar vikur, báðar um kvennahandbolta.Fjölluðu þær um hvernig hægt að bæta boltann og hvað beri að gera í því sambandi. Það ber að fagna þegar fólk kemur hugmyndum og umræðu af stað varðandi þjóðarsportið.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre þarf hvíld fyrir Ólympíuleikana

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta valdi 20 leikmenn í æfingahóp fyrir leiki Íslands og Hollands í undankeppni HM 2013. Þeir fara fram dagana 10. og 16. júní en fyrri leikurinn verður hér á landi.

Handbolti
Fréttamynd

Þetta er mikil áskorun fyrir liðið

Það er allt undir hjá stelpunum okkar í Vodafone-höllinni í kvöld er þær taka á móti firnasterku liði Spánverja í undankeppni EM. Leikurinn verður að vinnast ef íslenska liðið ætlar að komast í lokakeppni EM.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst og Rakel Dögg stofna saman Handknattleiksakademíu

Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna og Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði landsliðs kvenna í handknattleik, hafa stofnað saman Handknattleiksakademíu Íslands og munu standa fyrir námskeiðum fyrir stelpur og stráka á aldrinum 13-18 ára.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir tryggðu sig inn á EM í Tyrklandi - myndir

Íslenska 20 ára landsliðið í handbolta tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í Tyrklandi í sumar með því að vinna fjögurra marka sigur á Eistlandi í Víkinni í dag. Íslenska liðið vann því báða leiki sína í riðlinum og er komið á EM.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur: Ég er afskaplega ánægður og stoltur

"Ég er afskaplega ánægður og stoltur. Við erum að spila fyrir hönd þjóðarinnar og erum ánægðir að hafa náð þessum stóra áfanga. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og lagði hann grunninn að sigrinum. Við spilum frábæran varnarleik sem við höfum stundum náð upp í okkar leik og refsum við þeim grimmilega með hraðaupphlaupsmörkum,” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik eftir að liðið tryggði sér farseðilinn á ÓL í London með 41-30 sigri gegn Japan í Króatíu í dag.

Handbolti
Fréttamynd

22 marka tap fyrir Rússlandi

Íslands tapaði í dag stórt fyrir Rússlandi í undankeppni HM U-20 liða en riðill Íslands fer fram í Tyrklandi. Lokatölur voru 41-19, Rússlandi í vil.

Handbolti
Fréttamynd

Fyrsti landsleikur Óla Stefáns og Snorra Steins í 296 daga

Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson eru aftur komnir inn í íslenska karlalandsliðið í handbolta og verða í sviðsljósinu í kvöld þegar íslenska landsliðið tekur á móti Norðmönnum í æfingalandsleik í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er eini undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana sem fer fram í Króatíu um páskana.

Handbolti
Fréttamynd

Aron finnur sig vel í Höllinni | Hvað gerir hann í kvöld?

Aron Pálmarsson hefur verið heitur í síðustu landsleikjum Íslands í Laugardalshöllinni og nú er að sjá hvort að hann haldi áfram uppteknum hætti í kvöld. Strákarnir okkar mæta þá Norðmönnum í eina æfingaleiknum sínum fyrir forkeppni Ólympíuleikanna sem fer fram í Króatíu um páskana. Leikur við Norðmenn hefst klukkan 19.30.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander ekki með íslenska landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna

Alexander Petersson, leikmaður þýska liðsins Füchse Berlin, gefur ekki kost á sér í íslenska landsliðið í handbolta sem tekur þátt í undankeppni Ólympíuleikana um páskana. Fjarvera Alexanders veikir íslenska landsliðið sem þarf að ná tveimur efstu sætunum í riðlinum í keppni við Króatíu, Japan og Síle.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst er þokkalega bjartsýnn fyrir leikina gegn Sviss

Íslenska kvennalandsliðið handknattleik mætir á morgun liði Sviss í undankeppni EM og fer leikurinn fram í St.Gallen. Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari er þokkalega bjartsýnn fyrir leikinn en segir að leikurinn verði mjög erfiður. Landsliðsþjálfarinn var í viðtali í Boltanum á X977 í dag.

Handbolti