Ástin á götunni

Fréttamynd

Ísland í fjórða sæti á NM

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði í dag 1-0 fyrir Svíum í leik um þriðja sætið á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu. Íslenska liðið hafnaði því í fjórða sæti á mótinu. Bandaríkin og Þýskaland mætast í úrslitaleik mótsins og er hann þegar hafinn.

Sport
Fréttamynd

Spila um bronsið á NM

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Svíum í leik um bronsverðlaunin á opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu um helgina. Það verða Bandaríkin og Þýskaland sem mætast í úrslitaleik, eftir að bandaríska liðið lagði heimamenn Norðmenn 4-0 í kvöld og hafnaði því fyrir ofan íslenska liðið á markamun.

Sport
Fréttamynd

Stórsigur á Dönum

Íslenska kvennalandsliðið U-21 árs vann í dag stórsigur á Dönum 6-1 í leik liðanna á Norðurlandamótinu sem stendur yfir í Noregi um þessar mundir. Íslenska liðið hefur því náð forystu í riðli sínum, en lið Bandaríkjanna getur jafnað íslenska liðið að stigum með sigri á heimamönnum í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í leiknum í dag.

Sport
Fréttamynd

Mikilvægur sigur Blika í botnslagnum

Breiðablik lyfti sér í kvöld úr fallsæti í Landsbankadeild karla þegar liðið vann gríðarlega mikillvægan 1-0 sigur á ÍBV í Eyjum. Það var Marel Baldvinsson sem skoraði sigurmark Blika strax aftir fjórar mínútur. Víkingur og Keflavík skildu jöfn 1-1 í Fossvogi. Guðmundur Steinarsson skoraði mark Keflvíkinga en Viktor Bjarki Arnarsson jafnaði metin fyrir heimamenn. Þá gerðu Grindavík og Fylkir 1-1 jafntefli í Grindavík þar sem Ray Anthony Jónsson og Páll Einarsson voru á skotskónum.

Sport
Fréttamynd

Blikar yfir í Eyjum

Þrír leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik hefur yfir gegn ÍBV í Eyjum þegar flautað hefur verið til hálfleiks og það var Marel Baldvinsson sem skoraði mark Blika í upphafi leiks. Keflvíkingar hafa yfir 1-0 á Víkingsvelli með marki Guðmundar Steinarssonar og þá er jafnt 1-1 hjá Grindvíkingum og Fylki suður með sjó þar sem Páll Einarsson og Ray Anthony Jónsson skoruðu mörkin.

Sport
Fréttamynd

Jafnt gegn Bandaríkjamönnum

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri, gerði 1-1 jafntefli við það bandaríska á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu í dag. Áður hafði íslenska liðið unnið sigur á heimamönnum Norðmönnum 3-2. Það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði mark íslenska liðsins í dag og mætir það Dönum á fimmtudag.

Sport
Fréttamynd

Mætir Spánverjum þann 15. ágúst

Vináttulandsleik Íslendinga og Spánverja í knattspyrnu hefur verið flýtt um einn dag vegna leiks Barcelona og Espanyol í meistarakeppninni þar í landi. Leikurinn var upphaflega settur á 16. ágúst en verður háður þann 15. ágúst vegna meistarakeppninnar á Spáni, þar sem Eiður Smári og félagar í Barcelona mæta Espanyol þann 17. ágúst. Frá þessu var greint á Vísi í gær.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar burstuðu ÍBV

Keflvíkingar tóku Eyjamenn í bakaríið í leik kvöldsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og sigruðu 6-2. Stefán Örn Arnarsson og Þórarinn Kristjánsson skoruðu sitt hvor tvö mörkin fyrir Keflavík og Kenneth Gustavsson og Guðmundur Steinarsson skoruðu eitt hvor. Pétur Runólfsson og Ulrik Drost skoruðu mörk ÍBV, en Páli Hjarðar var vikið af leikvelli fyrir olnbogaskot á 70. mínútu og léku Keflvíkingar því manni fleiri síðasta korterið í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Valur lá í Danmörku

Valsmenn töpuðu í kvöld fyrri leik sínum gegn danska liðinu Bröndby í forkeppni Evrópukeppni félagsliða 3-1. Danska liðið hafði yfir 3-0 í hálfleik, en Garðar Gunnlaugsson náði að rétta hlut íslenska liðsins undir lokin.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar yfir í hálfleik

Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Keflvíkingar hafa yfir 2-1 gegn ÍBV á heimavelli sínum þegar flautað hefur verið til leikhlés. Pétur Runólfsson kom ÍBV yfir á 13. mínútu, en þeir Kenneth Gustavsson og Stefán Örn Arnarsson skoruðu fyrir heimamenn.

Sport
Fréttamynd

Útlitið dökkt hjá Val

Það stefnir í langt kvöld hjá Valsmönnum sem etja nú kappi við danska liðið Bröndby í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Staðan í hálfleik er 3-0 fyrir heimamenn, sem komust yfir strax eftir 8 mínútur og bættu svo við tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla eftir hálftíma leik. Þetta er fyrri viðureign liðanna og fer fram í Danmörku.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá ÍA í Danmörku

Skagamenn töpuðu í kvöld fyrri leik sínum gegn danska liðinu FC Randers í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á útivelli 1-0. Heimamenn í Randers voru ívið sterkari í leiknum, en sá síðari fer fram á Skipaskaga þann 27. júlí næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik hjá Skagamönnum

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Skagamanna og danska liðsins FC Randers í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Staðan er enn 0-0. Heimamenn voru hættulegri framan af leik, en Skagaliðið komst betur inn í leikinn þegar á leið.

Sport
Fréttamynd

Sigurganga Vals heldur áfram

Valsstúlkur halda áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna og í kvöld valtaði liðið yfir KA/Þór fyrir norðan 7-0. Á sama tíma lögðu Blikastúlkur Keflavík 3-0 í Kópavogi. Valur er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús, 27 stig úr 9 leikjum og Blikar í öðru sæti með 24 stig úr 10 leikjum.

Sport
Fréttamynd

Fylkir lagði Víking

Lið Fylkis er komið í annað sæti Landsbankadeildarinnar eftir 1-0 sigur á Víkingi á heimavelli sínum í Árbænum í kvöld. Leikurinn var hnífjafn, en Sævar Þór Gíslason skoraði eina mark leiksins með sinni fyrstu snertingu eftir að hann kom inn sem varamaður á 70. mínútu. Fylkir er því í í öðru sæti deildarinnar með 16 stig, en Víkingur í þriðja með 14 stig.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í Árbænum í hálfleik

Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í viðureign Fylkis og Víkings í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en leikið er í Árbænum. Hvort lið hefur átt fjögur markskot í fyrri hálfleiknum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Fylkir - Víkingur í beinni á Sýn

Leikur Fylkis og Víkings í Landsbankadeild karla í knattspyrnu verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:45. Þetta er næstsíðasti leikurinn í 10. umferðinni. Nýliðar Víkings sitja nokkuð óvænt í öðru sæti Landsbankadeildarinnar með 14 stig og Fylkir er í fimmta sæti með einu stigi minna og getur því skotist í annað sætið með sigri í Árbænum í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Farinn aftur til Færeyja

Færeyski leikmaðurinn Rógvi Jacobsen sem leikið hefur með liði KR í Landsbankadeildinni er farinn aftur til Færeyja og leikur því ekki meira með vesturbæjarliðinu. Rógvi hefur ekki átt fast sæti í liði KR í sumar og er genginn í raðir HB í Færeyjum. Þetta kemur fram á vef KR-inga í dag.

Sport
Fréttamynd

Sólheimar tóku KR í bakaríið

Lið Sólheima tók úrvalsdeildarlið KR í bakaríið á Sólheimum í gærkvöld þegar liðin mættust í vináttuleik. Heimamenn sigruðu 6-3 í veðurblíðunni og ku hafa verið mikill fögnuður þar á bæ eftir sigurinn. Eftir leikinn gæddu leikmenn beggja liða sér svo á mat sem grillaður var á svæðinu í góðri stemmingu.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar náðu jafntefli

Keflvíkingar gerðu 2-2 jafntefli við Lilleström í Keflavík í dag í síðari leik liðanna í Intertoto keppninni í knattspyrnu. Norska liðið hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og gerði út um einvígi liðanna með tveimur mörkum. Keflvíkingar sýndu þó hvað í þeim bjó í síðari hálfleiknum og þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Þórarinn Kristjánsson jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum um miðbik hálfleiksins. Lilleström er þó komið áfram í keppninni og mætir Newcastle í næstu umferð.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í Laugardalnum

Valur og Breiðablik gerðu jafntefli í leik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu sem fram fór á Laugardalsvellinum í dag. Pálmi Rafn Pálmason kom Valsmönnum yfir á 71. mínútu, en Blikar náðu að jafna leikinn á lokamínútunni með marki frá Petr Podzemski.

Sport
Fréttamynd

Valsmenn komnir yfir

Valsmenn eru komnir 1-0 yfir gegn Breiðablik í Laugardalnum. Valsmenn fengu vítaspyrnu á 70. mínútu leiksins, en Hjörvar Hafliðason, markvörður og fyrirliði Blika, varði spyrnu Garðars Gunnlaugssonar. Upp úr því fengu Valsarar hornspyrnu og eftir hana skoraði Pálmi Rafn Pálmason og kom Val yfir.

Sport
Fréttamynd

Lilleström 2-0 yfir í hálfleik

Norska liðið Lilleström hefur yfir 2-0 gegn Keflavík í síðari viðureign liðanna í Inter Toto keppninni í knattspyrnu, en leikið er í Keflavík. Norska liðið vann fyrri leikinn 4-1 og því er útlitið ansi dökkt hjá heimamönnum í Keflavík. Mörkin komu á 10. og 19. mínútu, en algjör einstefna var á mark Keflvíkinga fyrsta hálftímann.

Sport
Fréttamynd

Ekkert mark komið í Laugardalnum

Ekkert mark leit dagsins ljós í fyrri hálfleiknum í viðureign Vals og Breiðabliks í Landsbankadeild karla í dag, en leikurinn fer fram í blíðunni á Laugardalsvelli. Mjög fáir áhorfendur eru mættir til að fylgjast með leiknum, en Valsmenn hafa verið með yfirhöndina lengst af.

Sport
Fréttamynd

Þróttur lagði Milwall

Lið Þróttar í 1.deildinni gerði sér lítið fyrir og skellti enska 2. deildarliðinu Milwall 2-0 í æfingaleik liðanna á Valbjarnarvellinum í dag. Sinisa Valdimar Kekic skoraði annað mark Þróttar beint úr aukaspyrnu og þá var Magnús Már Lúðvíksson einnig á skotskónum. Milwall mætir KR í æfingaleik á mánudag.

Sport
Fréttamynd

Blikar sigruðu KA/Þór

Íslandsmeistarar Breiðabliks lögðu sameiginlegt lið KA og Þórs 3-0 norður á Akureyri í leik dagsins í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Erna Sigurðardóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Edda Garðarsdóttir skoruðu mörk Blika í dag og er liðið sem fyrr í öðru sæti Landsbankadeildarinnar, en norðanstúlkur í næst neðsta sæti.

Sport
Fréttamynd

ÍA lagði Grindavík á Skaganum

Skagamenn nældu sér í þrjú mikilvæg stig í botnbaráttunni í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Grindvíkinga á heimavelli sínum 2-1. Bjarni Guðjónsson kom Skagamönnum yfir á 17. mínútu með laglegu marki beint úr aukaspyrnu, en Jóhann Þórhallsson jafnaði metin á 71. mínútu. Jóhanni Helgasyni var svo vikið af velli skömmu síðar og heimamenn náðu að nýta sér liðsmuninn þegar Hjörtur Hjartarson skoraði sigurmark ÍA á 88. mínútu.

Sport
Fréttamynd

FH lagði KR 2-0

Íslandsmeistarar FH halda sínu striki í titilvörninni eftir að liðið vann góðan 2-0 sigur á KR-ingum á heimavelli sínum í Kaplakrika í kvöld. Fyrra mark FH var sjálfsmark Bjarnólfs Lárussonar á 61. mínútu og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson innsiglaði svo sigur Hafnfirðinga með marki skömmu fyrir leikslok. Varamanninum Tryggva Bjarnasyni var svo vikið af velli í uppbótartíma fyrir glórulausa tæklingu.

Sport
Fréttamynd

Keflavík mætir ÍA

Það verða Keflvíkingar sem mæta Skagamönnum í 8-liða úrslitum Visa-bikars karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur liðsins á Leikni í Breiðholtinu í kvöld. Stefán Örn Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Suðurnesjamenn og Guðmundur Steinarsson skoraði eitt mark úr vítaspyrnu. Jafnræði var með liðnum í fyrri hálfleik, en gestirnir voru sterkari í síðari hálfleiknum og nýttu færin sín betur.

Sport
Fréttamynd

FH-ingar komnir yfir

Íslandsmeistarar FH hafa náð forystu gegn KR í Kaplakrika. Mark FH var sjálfsmark Bjarnólfs Lárussonar, en knötturinn hrökk af honum og í markið eftir að Hafnfirðingarnir höfðu átt bylmingsskot í þverslána á marki KR. Skömmu áður höfðu KR-ingar átt skot í stöngina á marki FH.

Sport