

Grótta vann sigra bæði í Lengjudeildum karla og kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þá lagði Vestri lið Leiknis í Lengjudeild karla.
Fyrrum landsliðskonan Sandra Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka markmannshanskana af hillunni og spila með Grindavík í Lengjudeildinni.
Friðrik Ellert Jónsson segir álag í knattspyrnu vera mikið meira en það var fyrir tíu árum síðan. Friðrik var á mála hjá Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Víkingur er kominn með fimm stiga forskot á toppi Lengjudeildar kvenna eftir sigur á HK í toppslag í kvöld.
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson virðist ekki hættur að spila þrátt fyrir að hafa ekki spilað fótbolta síðan í maí 2021. Hann virðist stefna á að spila í Katar eða í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.
Edda Garðarsdóttir, aðstoðarþjálfari Þróttar, og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 10. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu.
Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á laugardag. KR vann KA 2-0, Víkingur vann Stjörnuna 2-0 og Valur vann ÍBV 3-0 í Vestmannaeyjum.
Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla á föstudagskvöld. HK vann Íslandsmeistara Breiðabliks 5-2, FH pakkaði Fram saman 4-0 og Keflavík gerði 1-1 jafntefli við Fylki. Mörkin má sjá hér að neðan.
Fyrir mót var Stjörnunni spáð Íslandsmeistaratitlinum í Bestu deild kvenna í fótbolta af Vísi. Eftir tap gegn botnliði Selfoss er Stjarnan nær fallbaráttunni heldur en toppbaráttunni. Farið var yfir leik Stjörnunnar í síðasta þætti Bestu markanna.
Stefán Ingi skoraði bæði mörk Breiðabliks í 5-2 tapi gegn HK á föstudag. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk um þessar mundir og hefur vakið athygli erlendis.
Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var að vonum vonsvikinn með 5-2 tap sinna manna í kvöld gegn HK. Varnarleikur Blika var ofboðslega dapur oft á tíðum í kvöld og útskýrði Óskar tapið með því að benda á það hversu illa liðið hafði varist fyrirgjöfum HK.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, segir að Keflvíkingar ætli að styrkja hópinn sinn í félagaskiptaglugganum sem opnar á næstu dögum en liðið er strax byrjað að losa sig við leikmenn til að gera pláss fyrir nýja.
HK skellti grönnum sínum í Breiðablik í leiknum sem stundum er kallaður Baráttan um Kópavog. HK sigraði afar sannfærandi 5-2 sigur í frábærum leik.
Keflavík og Fylkir mættust í fallbaráttuslag í 12. umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem gerir töluvert meira fyrir Fylki á meðan Keflavík er sem fyrr á botni deildarinnar.
FH lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Fram á Kaplakrikavelli í 12. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum er FH komið í bullandi baráttu um Evrópusæti. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Byrjunarlið Breiðabliks þegar liðið heimsótti HK í Kórinn í Bestu deild karla í knattspyrnu vakti mikla athygli. Allir útileikmenn liðsins eru uppaldir hjá félaginu.
Keflavík og Marley Blair hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins. Hann mun því ekki spila meira með Keflavík í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Stefán Ingi Sigurðarson, framherji Breiðabliks og annar af tveimur markahæstu leikmönnum Bestu deildar karla í knattspyrnu, er á leið til Belgíu.
Þór/KA vann 5-0 heimasigur á Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik settu heimakonur í fimmta gír í þeim seinni og skoruðu þrjú mörk á 7 mínútna kafla og gengu að lokum frá leiknum með fimm mörkum.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ekki sáttur eftir að markahæsti leikmaður Vals, Bryndís Arna Níelsdóttir, fór meidd af leikvelli í 1-1 jafntefli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld.
Telma Ívarsdóttir átti góðan leik í marki Breiðabliks í 2-2 jafntefli liðsins við Þrótt. Breiðablik tók forystuna snemma en fékk á sig tvö mörk með skömmu millibili í seinni hálfleik. Telma viðurkennir sjálf mistök sín í seinna markinu.
Breiðablik og Þróttur Reykjavík skildu jöfn þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í Bestu deildinni í kvöld. Liðunum mistókst því að minnka forskot Vals á toppi deildarinnar.
Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum sáttur með 2-1 sigur á ÍBV á Kaplakrikavelli í níunda umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var í annað sinn á sex dögum sem liðin mætast og í bæði skiptin sigraði FH en í þetta sinn var sigurinn torsóttari fyrir Hafnfirðinga.
FH er komið í þriðja sæti Bestu deildar kvenna eftir 2-1 sigur ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. FH hefur nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni.
Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðabliks, og Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar Reykjavíkur, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu.
Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu tekur þátt í úrslitakeppni EM 2023 í sumar. Sökum þess hefur fjöldi leikja í Bestu deild karla og Lengjudeild karla verið færður til. Sjá má leikina hér að neðan.
Það telst til tíðinda að stöðva þurfi fótboltaleik á Íslandi vegna mikils hita, svo að leikmenn geti fengið sér að drekka, en þess gerðist þörf þegar Höttur/Huginn mætti Þrótti Vogum í 2. deild á þjóðhátíðardaginn um helgina.
Ekki er víst að Stefán Ingi Sigurðarson klári tímabilið hér á landi með Íslandsmeisturum Breiðabliks en framherjinn er á óskalista liðs erlendis frá.
Keflavík tók á móti Stjörnunni í lokaleik 8-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjörnukonur unnu síðustu viðureign liðanna 3-0 og unnu aftur í kvöld, þó með minnsta mögulega mun.