Fyrrverandi Íslandsmeistari gefur út kántríslagara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 08:01 Arnþór Ingi er ólíkindatól. vísir/hulda margrét Það er töluvert síðan Íslandsmeistarinn fyrrverandi Arnþór Ingi Kristinsson lét að sér kveða inn á fótboltavellinum en hann lætur nú til sín taka á öðrum vettvangi. Hann hefur nefnilega gefið út það sem mætti kalla sumarsmell ársins með félaga sínum frá Akranesi, Bjarka Sigmyndssyni. Arnþór Ingi lék lengi vel með Víkingum áður en hann söðlað um og gekk í raðir KRfyrir tímabilið 2019. Þar byrjaði hann svo sannarlega af krafti en KR varð Íslandsmeistari með einskærum yfirburðum það árið. Arnþór Ingi ákvað hins vegar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið 2021, alltof snemma að mati flestra. Þessi uppaldi Skagamaður er ekki fyrsti KR-ingurinn sem leggur skóna á hilluna til að einbeita sér að öðrum hlutum, þar á meðal tónlist. Undanfarið ár hefur Arnþór Ingi verið að „trúbadorast“ eins og hann segir sjálfur ásamt Bjarka félaga sínum undanfarið ár. Sá er einnig af Skaganum og hefur sömuleiðis mikla fótboltatengingu en hann er í dag sjúkraþjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem trónir á toppi Bestu deildarinnar. Þeir félagar ákváðu að láta gamlan draum rætast og gefa út lagið „Kyssumst alla nótt.“ Um er að ræða sannkallaðan kántríslagara sem hefur allt sem til þarf til að verða sumarlag ársins 2024. Vísir ræddi stuttlega við Arnþór Inga um lagið og hvað kæmi til að þeir félagar væru að gefa út kántrílag. „Ég bjó í Denver í tvö ár og smitaðist af þessari kántrí-bakteríu ef svo má að orði komast,“ sagði Arnþór Ingi en hann var þar í háskóla sem og að spila fótbolta. „Ég og Bjarki erum miklið aðdáendur af gömlu góðu íslensku sveitaballatónlistinni og vildum gera okkar í að koma henni aftur á kortið að einhverju leyti. Við stefnum á að gefa út fleiri lög á næstunni, verða þau blanda af kántrí og íslenskri popptónlist,“ sagði Arnþór Ingi að endingu. Tónlist Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Sjá meira
Arnþór Ingi lék lengi vel með Víkingum áður en hann söðlað um og gekk í raðir KRfyrir tímabilið 2019. Þar byrjaði hann svo sannarlega af krafti en KR varð Íslandsmeistari með einskærum yfirburðum það árið. Arnþór Ingi ákvað hins vegar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið 2021, alltof snemma að mati flestra. Þessi uppaldi Skagamaður er ekki fyrsti KR-ingurinn sem leggur skóna á hilluna til að einbeita sér að öðrum hlutum, þar á meðal tónlist. Undanfarið ár hefur Arnþór Ingi verið að „trúbadorast“ eins og hann segir sjálfur ásamt Bjarka félaga sínum undanfarið ár. Sá er einnig af Skaganum og hefur sömuleiðis mikla fótboltatengingu en hann er í dag sjúkraþjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem trónir á toppi Bestu deildarinnar. Þeir félagar ákváðu að láta gamlan draum rætast og gefa út lagið „Kyssumst alla nótt.“ Um er að ræða sannkallaðan kántríslagara sem hefur allt sem til þarf til að verða sumarlag ársins 2024. Vísir ræddi stuttlega við Arnþór Inga um lagið og hvað kæmi til að þeir félagar væru að gefa út kántrílag. „Ég bjó í Denver í tvö ár og smitaðist af þessari kántrí-bakteríu ef svo má að orði komast,“ sagði Arnþór Ingi en hann var þar í háskóla sem og að spila fótbolta. „Ég og Bjarki erum miklið aðdáendur af gömlu góðu íslensku sveitaballatónlistinni og vildum gera okkar í að koma henni aftur á kortið að einhverju leyti. Við stefnum á að gefa út fleiri lög á næstunni, verða þau blanda af kántrí og íslenskri popptónlist,“ sagði Arnþór Ingi að endingu.
Tónlist Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Sjá meira