Spænski boltinn

Fréttamynd

Barcelona búið að redda sér 226 milljörðum

Slæm fjárhagsstaða Barcelona hefur verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Fyrst hafði félagið ekki efni á að semja við Lionel Messi, þá hefur gengið illa að fá keppnisleyfi fyrir leikmenn og skuldastaðan er mjög slæm.

Fótbolti
Fréttamynd

Elli­smellir orðaðir við Barcelona

Ekki nóg með það að verðandi Spánarmeistarar Barcelona ætli að sækja hundgamlan Lionel Messi þegar félagaskiptaglugginn opnar heldur virðist liðið líka ætla að sækja gamlan framherja til að krydda upp á sóknarleik liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Sonur Marcelos valdi Spán fram yfir Brasilíu

Sonur Marcelos, fyrrverandi fyrirliða Real Madrid, hefur verið valinn í spænska U-15 ára landsliðið í fyrsta sinn þrátt fyrir að faðir hans hafi spilað 58 leiki fyrir brasilíska landsliðið á sínum tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona unnið sex­tíu leiki í röð

Barcelona vann 4-0 sigur á Atlético Madríd í spænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að Barcelona hefur nú unnið 60 deildarleiki í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Real marði sigur á Cá­diz | PSG vann toppslaginn

Real Madríd vann 2-0 útisigur á Cádiz í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mörkin tvö komu undir lok leiks. Þá vann París Saint-Germain toppslaginn í Frakklandi á meðan toppliðin á Ítalíu misstigu sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Markalaust hjá Börsungum

Barcelona og Girona gerðu markalaust jafntefli í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðin mættust á Nývangi í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ancelotti ekki á því að yngja upp

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, telur að félagið eigi að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda reynsluboltunum Luka Modric, Toni Kroos og Karim Benzema áfram hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Haltu kjafti, þú ert ömurlegur“

Vincius Jr. skoraði eitt mark fyrir Real Madrid þegar liðið vann 4-0 stórsigur á Barcelona á Nou Camp í fyrrakvöld. Hann lenti í útistöðum við Gavi í leiknum og lét Spánverjann unga heyra það svo um munaði.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA rannsakar meinta spillingu og mútugreiðslur Barcelona

Knattspyrnusamband Evrópu hefur hafið rannsókn á meintri spillingu og mútugreiðslum knattspyrnufélagsins Barcelona. Félagið hefur verið ákært fyrir að hafa greitt valdamiklum dómara andvirði 1.000 milljóna íslenskra króna til að tryggja sér hagstæða dómgæslu á 17 ára tímabili.

Fótbolti