
Sambandsdeild Evrópu

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu
Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð.

Árni Vilhjálmss.: Ótrúlega góð samheild hjá liðinu
Breiðablik vann frækinn sigur á Austria Wien fyrr í dag 2-1 og 3-2 samanlagt í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Árni Vilhjálmsson tvöfaldaði forskot Blika í dag og leiddi línuna til að koma liði sínu í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Honum fannst liðsheildin skila sigrinum í dag.

Óskar Hrafn: Karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta
Breiðablik vann frækinn sigur á Austria Wien fyrr í dag 2-1 og 3-2 samanlagt í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Óskar Hrafn Þorvaldsson gat verið ánægður með sína menn en þeir skiluðu mjög góðri frammistöðu sóknarlega í fyrri hálfleik og varnarlega í þeim seinni til að skila liðinu í næstu umferð Sambandsdeildarinnar.

Jón Dagur blóraböggullinn er AGF féll úr keppni
Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson fékk að líta tvö gul spjöld með átta mínútna millibili er lið hans AGF féll úr keppni í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Öruggt hjá Rosenborg gegn FH í Þrándheimi
Rosenborg vann 4-1 sigur á FH í síðari leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í Þrándheimi í kvöld. FH-ingar eru úr leik í keppninni eftir samanlagt 6-1 tap í einvíginu.

Íslandsmeistararnir úr leik eftir tap í Noregi
Íslandsmeistarar Vals voru slegnir út úr Sambandsdeild Evrópu af Noregsmeisturum Bodö/Glimt er liðin mættust í síðari leik einvígis síns í Noregi í kvöld. Norska liðið vann einvígið samanlagt 6-0.

Þeir hafi öllu að tapa en muni refsa ef Blikar gefa „heimskuleg færi“
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks, segist spenntur fyrir komandi verkefni liðsins gegn Austria Wien í Sambandsdeild Evrópu. Liðin skildu jöfn, 1-1, í Vín í síðustu viku og mætast að nýju á Kópavogsvelli annað kvöld.

Leiðin lengri en Davíð Þór hafði vonað
Davíð Þór Viðarsson, annar af þjálfurum FH, var nokkuð brattur er hann ræddi við Vísi eftir 0-2 tap sinna manna gegn Rosenborg í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn var nokkuð jafn en gestirnir refsuðu heimamönnum fyrir að nýta ekki færin sín í leiknum.

Þeir eru með aðeins meiri gæði en við
Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Rosenborg 0-2 | Gestirnir refsuðu
Góð lið refsa alltaf og það sannaði Rosenborg í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á FH er liðin mættust í Kaplakrika í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Það er því á brattan að sækja fyrir Hafnfirðinga í síðari leiknum sem fram fer eftir viku.

Umfjöllun: Valur - Bodø/Glimt 0-3 | Norsku meistararnir í kjörstöðu eftir sigur á Hlíðarenda
Noregsmeistarar Bodø/Glimt unnu öruggan sigur á Íslandsmeisturum Vals, 0-3, í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar á Hlíðarenda í kvöld.

Tvö íslensk töp í Sambandsdeildinni
Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur leikjum sem var að ljúka í Sambandsdeild Evrópu. Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF töpuðu 2-1 gegn Larne frá Norður-Írlandi og á sama tíma þurftu Óskar Sverrisson og félagar í Häcken að sætta sig við 5-1 tap gegn skoska liðinu Aberdeen.

Jón Guðni og félagar með sigur í Sambandsdeildinni
Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í Hammarby tóku á móti slóvenska liðinu Maribor í annari umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Jón Guðni lék allan leikinn í hjarta varnar Hammarby sem vann sterkan 3-1 sigur.

Blikar í góðri stöðu eftir jafntefli í Vínarborg
Breiðablik gerði góða ferð til Austurríkis í annari umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag. Blikar mættu heimamönnum í Austria Vín og skildu liðin jöfn, 1-1.

Veifaði peningamerki og fékk tveggja leikja bann síðast þegar hann mætti Rosenborg
Á ýmsu gekk síðast þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, stýrði liði gegn Rosenborg. Handabending hans kostaði hann tveggja leikja bann.

Hannes býst við hörkuleik: Þeir slátruðu deildinni í fyrra
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, hlakkar til þess að mæta sínum gömlu félögum í Bodö/Glimt frá Noregi en liðin eigast við í Sambandsdeild Evrópu að Hlíðarenda annað kvöld.

Segja að Valur spili varnarsinnað 4-4-2 leikkerfi
Noregsmeistarar Bodø/Glimt mæta Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn kemur.

Ljóst hvert íslensku liðin fara ef þau komast áfram
Í dag var dregið í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Því er ljóst hvað gerist ef íslensku liðin fara áfram en þau þrjú lið sem eftir eru eiga mjög erfiða leiki framundan.

Sambandsdeildin fær jákvæð viðbrögð
Sambandsdeild Evrópu er ný Evrópukeppni innan knattspyrnuflóru álfunnar. Önnur umferð undankeppninnar hefst í vikunni og Ísland á þrjá fulltrúa þar: Val, FH og Breiðablik.

„Ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki Breiðabliki“
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, er ánægður með framgöngu lærisveina hans í fyrstu umferð Sambandsdeildar Evrópu en þeir unnu 2-0 sigur á síðari leiknum gegn Racing Union á Kópavogsvelli í gær.

Stjörnumönnum hrósað fyrir einstaka snyrtimennsku
Þótt Stjarnan hafi ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum gegn írska liðinu Bohemian í Sambandsdeild Evrópu gátu Garðbæingar sér gott orð fyrir íþróttamennsku.

Íslensk fótboltalið á vergangi ef þeim gengur vel
„Það er ljóst að ástandið er alvarlegt,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, um þá staðreynd að ef að íslenskum fótboltaliðum vegnar vel í alþjóðlegri keppni hafa þau engan stað til að spila á í vetur.

Steven Lennon fyrsti Skotinn til að skora í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni
Stevern Lennon, leikmaður FH, varð fyrsti Skotinn til að skora í Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýstofnaðri Sambandsdeild Evrópu þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri FH gegn Sligo Rovers í fyrri leik liðanna í Kaplakrika á dögunum.

Umfjöllun: Breiðablik - Racing 2-0 | Blikar fara til Vínarborgar
Breiðablik bar sigurorð af Racing í seinni leik liðanna í Sambandsdeildinni í kvöld en lokatölur voru 2-0. Með sigrinum er Breiðablik komið í næstu umferð.

Stjarnan fékk skell og er úr leik í Sambandsdeildinni
Stjarnan er úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 3-0 tap gegn írska liðinu Bohemians ytra í kvöld. Fyrri leikurinn endaði 1-1 í Garðabænum og Bohemians unnu því samanlangt 4-1.

FH-ingar eru komnir áfram í Sambandsdeildinni og mæta Rosenborg
FH-ingar eru komnir í aðra umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 2-1 útisigur gegn Sligo Rovers frá Írlandi. FH vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og samanlagt því 3-1.

Fyrrum landsliðskona Andorra aðstoðardómari í leik FH í kvöld
FH mætir Sligo Rovers í síðari leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Athygli vekur að annar af aðstoðardómurum leiksins er hin 22 ára gamla Marta San Juan Casado, fyrrum landsliðskona Andorra.

Yfir 130 milljónir í húfi fyrir íslenskan fótbolta í kvöld og Valur fær 120
FH, Breiðablik og Stjarnan eiga öll möguleika á að komast áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA í fótbolta í dag. Fyrir hvert félag er 300.000 evru vinningsfé, eða tæpar 44 milljónir króna, í húfi eða samtals rúmar 130 milljónir. Íslandsmeistarar Vals hafa svo þegar tryggt sér 120 milljónir króna vegna Evrópuleikja í sumar.

Valur mætir Alfons og norsku meisturunum
Bodø/Glimt verða mótherjar Vals í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en bæði lið duttu út úr forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld og í gær.

Davíð Þór segir FH vilja halda Þóri Jóhanni
Miðjumaðurinn öflugi Þórir Jóhann Helgason verður samningslaus í haust og hefur verið umræða á kreiki um að hann muni yfirgefa lið sitt FH er samningurinn rennur út. Davíð Þór Viðarsson, þjálfari FH var spurður út í samningsmál Þóris að loknum 1-0 sigri FH á Sligo Rovers í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld.