„Þá rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 14:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson vill fyrst og fremst að sínir menn sýni hugrekki og þor í kvöld. Stöð 2 „Það getur enginn beðið eftir þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í aðdraganda stórleiksins við Istanbúl Basaksehir í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Þó að Mesut Özil verði ekki á ferðinni á Kópavogsvelli í kvöld þá eru í liði gestanna gríðarlega góðir leikmenn. Óskar nefndi sérstaklega Lucas Biglia, sem á tæplega 60 leiki með argentínska landsliðinu, og Stefano Okaka sem leikið hefur með ítalska landsliðinu. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. Þó að andstæðingurinn sé afar sterkur þá vill Óskar ekki að sínir menn leggist í vörn í kvöld og hverfi þannig frá sínum hefðbundna, skemmtilega og orkumikla leik. „Væntingarnar mínar eru þær að við reynum að halda sem mest í það sem við erum og höfum gert, og hefur komið liðinu þangað sem það er komið. Það er að vera hugrakkir, þora að standa hátt og pressa, þora að halda í boltann,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar fyrir einvígið við Istanbúl Basaksehir Frammistaðan mikilvægari en að vinna „Það er alveg ljóst að leikmenn Istanbúl eru góðir í fótbolta og vilja heldur vera með boltann en án hans. Við þurfum því að passa okkur á að halda í hann. Aðallega finnst mér þetta snúast um að við séum trúir sjálfum okkur – verðum ekki litlir í okkur og hræddir og látum stærð viðburðarins eða styrkleika andstæðingana slá okkur út af laginu. Heldur frekar að þetta verði til þess að valdefla eða styrkja okkur, svo við verðum besta útgáfan af sjálfum okkur. Mér finnst frammistaðan mikilvægari en hvort við vinnum, töpum eða gerum jafntefli. Að ef við töpum þá föllum við á eigin sverð en verðum ekki eftirlíking af einhverjum öðrum,“ sagði Óskar eftir blaðamannafund í gær. Þurfa að þora að senda sendingar sem gætu misheppnast „Við ætlum að mæta þeim hátt og pressa þá grimmt. Við vitum auðvitað að ef við verðum einu skrefi of seinir þá mjög líklega rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu. Við verðum að þora að stíga upp á þá, og þegar við erum með boltann verðum við að þora að halda í hann. Þora að senda sendingar sem gætu mögulega misheppnast. Það er eina leiðin til að opna þá. Við þurfum að vera fljótir að hugsa, fljótir að gera hlutina, og gera þá hratt og vel. Við eigum möguleika en þeir liggja að stærstum hluta í því að við eigum okkar allra, allra, allra besta leik,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Leikur Breiðabliks og Istanbul Basaksehir hefst klukkan 18.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Þó að Mesut Özil verði ekki á ferðinni á Kópavogsvelli í kvöld þá eru í liði gestanna gríðarlega góðir leikmenn. Óskar nefndi sérstaklega Lucas Biglia, sem á tæplega 60 leiki með argentínska landsliðinu, og Stefano Okaka sem leikið hefur með ítalska landsliðinu. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. Þó að andstæðingurinn sé afar sterkur þá vill Óskar ekki að sínir menn leggist í vörn í kvöld og hverfi þannig frá sínum hefðbundna, skemmtilega og orkumikla leik. „Væntingarnar mínar eru þær að við reynum að halda sem mest í það sem við erum og höfum gert, og hefur komið liðinu þangað sem það er komið. Það er að vera hugrakkir, þora að standa hátt og pressa, þora að halda í boltann,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar fyrir einvígið við Istanbúl Basaksehir Frammistaðan mikilvægari en að vinna „Það er alveg ljóst að leikmenn Istanbúl eru góðir í fótbolta og vilja heldur vera með boltann en án hans. Við þurfum því að passa okkur á að halda í hann. Aðallega finnst mér þetta snúast um að við séum trúir sjálfum okkur – verðum ekki litlir í okkur og hræddir og látum stærð viðburðarins eða styrkleika andstæðingana slá okkur út af laginu. Heldur frekar að þetta verði til þess að valdefla eða styrkja okkur, svo við verðum besta útgáfan af sjálfum okkur. Mér finnst frammistaðan mikilvægari en hvort við vinnum, töpum eða gerum jafntefli. Að ef við töpum þá föllum við á eigin sverð en verðum ekki eftirlíking af einhverjum öðrum,“ sagði Óskar eftir blaðamannafund í gær. Þurfa að þora að senda sendingar sem gætu misheppnast „Við ætlum að mæta þeim hátt og pressa þá grimmt. Við vitum auðvitað að ef við verðum einu skrefi of seinir þá mjög líklega rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu. Við verðum að þora að stíga upp á þá, og þegar við erum með boltann verðum við að þora að halda í hann. Þora að senda sendingar sem gætu mögulega misheppnast. Það er eina leiðin til að opna þá. Við þurfum að vera fljótir að hugsa, fljótir að gera hlutina, og gera þá hratt og vel. Við eigum möguleika en þeir liggja að stærstum hluta í því að við eigum okkar allra, allra, allra besta leik,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Leikur Breiðabliks og Istanbul Basaksehir hefst klukkan 18.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira