Heilsa

Fréttamynd

Hvernig sýnum við þolendum kynferðisofbeldis stuðning?

Það þarf mikinn kjark til að stíga þetta skref. Stuðningur ástvina skiptir miklu máli, að vera virkur hlustandi, að sýna skilning og samkennd og hlusta á frásögn þolandans án þess að grípa fram í eða dæma. Krefjast ekki ítarlegra skýringa heldur leyfa þolandanum að ráða því hverju hann treystir sér til að segja frá og hafa í huga að áfallaminningar eru oft brotakenndar og sumir muna ekki eftir ákveðnum hluta atburðarins.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Hvað er MDMA?

Margir halda að efnið sé öruggt til inntöku en MDMA er lífshættulegt eiturlyf. Það sem er óhugnanlegast við MDMA er að það getur verið lífshættulegt á marga vegu.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Hvernig er hægt að halda umhverfisvænni jól?

Magn heimilis­úrgangs er nátengt neyslu okkar og því er gott að spyrja sig hvað við getum gert til að minnka eigin úrgang. Öll neysla hefur neikvæð umhverfisáhrif og við getum gert ýmislegt til að minnka óþarfa neyslu í kringum jólin.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Hvað er það mikilvægasta fyrir vellíðan okkar?

Rannsókn sem var gerð á vegum Harvard-háskóla, þar sem karlmönnum var fylgt eftir frá unglingsaldri til efri ára, leiddi í ljós að það sem spáir helst fyrir um góða heilsu á efri árum eru góð og náin sambönd. Þeir sem voru í sterkum félagslegum tengslum voru hamingjusamari, líkamlega hraustari og lifðu lengur.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Er varasamt að veipa?

Sumir telja að rafsígarettureykur sé skaðlaus fyrir þá sem anda honum að sér óbeint en í reyknum hafa fundist eiturmálmar, t.d. tin, kadmíum, blý og kvikasilfur, og jafnvel í hærri skömmtum en í sígarettum.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Hvort er betra fyrir umhverfið að keyra bensín- eða dísilbíl?

Þegar stjórnvöld hvöttu almenning til að keyra frekar á dísilbílum en bensínknúnum, fyrir um áratug, er eitt þekktasta dæmi þess að nauðsynlegt er að skoða umhverfismál í víðu samhengi. Skattar voru lækkaðir á dísilolíu og dísilknúnar bifreiðar til að hvetja til minni losunar á koldíoxíði í andrúmsloftið en koldíoxíð er gróðurhúsalofttegund. Losun gróðurhúsalofttegunda veldur loftslagsbreytingum á jörðinni sem leiða til súrnunar sjávar, veðurfarsbreytinga, bráðnunar jökla, hækkunar sjávarborðs, röskunar vistkerfa ásamt fleiri neikvæðum áhrifum.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Ekkert kjöt á matseðlinum

Einkaþjálfarinn og grænmetisætan Þórdís Ása Dungal hefur undanfarið vakið athygli fyrir að benda á að það sé óþarfi að borða kjöt til að byggja vöðvamassa og vera í góðu líkamlegu formi. Lífið leitaði til hennar og fékk að vita nákvæmlega hvað það er sem hún borðar.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Laus við erfiða verki, bólgur og bjúg

KYNNING Tinna Barkardóttir var aðeins 29 ára þegar hún fékk heilablóðfall og lamaðist. Hún hefur náð ótrúlegum bata á stuttum tíma, meðal annars með hjálp þrýstings- og lofttæmisnudds hjá Heilsu og útliti, Hlíðasmára 17.

Lífið kynningar
Fréttamynd

Hvernig efli ég sjálfstraustið?

Fólk með lítið sjálfstraust á gjarnan erfitt með að taka við hrósi. Taktu eftir því hvort sjálfvirka niðurrifið fer af stað þegar þér er hrósað, staldraðu við þá hugsun og skoðaðu hana. Falleg einlæg orð frá öðrum næra sjálfstraustið og það er mikilvægt að hleypa þeim orðum inn á við.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Lagði stresspakkann til hliðar

Eftir að hafa rekið líkamsræktarstöð fyrir konur í tuttugu ár hefur Linda Pétursdóttir tekið nýtt skref í lífinu. Með fram því heldur hún áfram að gefa fólki góð ráð um betri lífsstíl.

Lífið
Fréttamynd

Tíu ráð í átt að sykurlitlum lífsstíl

Margt fólk dreymir um að minnka sykurneyslu og koma mataræðinu í lag í leiðinni. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon lumar á góðum ráðum fyrir þá sem vilja segja skilið við sykurinn og deilir hér með lesendum tíu skotheldum ráðum í átt að sykurlitlum lífsstíl.

Lífið
Fréttamynd

Gott fyrir líkamann að hlaupa úti í náttúrunni

Elísabet Margeirsdóttir segir mjög mikilvægt að fara hægt af stað þegar fólk byrjar að hlaupa. Annars sé hætta á beinhimnubólgu. Henni finnst best að hlaupa á mjúkum stígum í náttúrunni, þannig hlaup séu skemmtileg upplifun.

Lífið
Fréttamynd

Kyrrstaða eykur stoðverki

Fjölmargir þjást af verkjum í stoðkerfinu. Haraldur Magnússon osteópati segir mikilvægt að brjóta daginn upp með litlum pásum til að hreyfa sig og huga að almennu heilbrigði.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Gott að hreyfa sig um páskana

Tanya Dimitrova, eigandi Heilsuskóla Tanyu, er stöðugt á hreyfingu, hún kennir í yfir 20 tíma á viku. Tanya hvetur fólk til að nota tímann vel og hreyfa sig í páskafríinu.

Lífið
Fréttamynd

Yfir 90 prósent sjúklinga hafa reykt

Arnar Þór Guðjónsson meðhöndlar sjúklinga sem fá flöguþekjukrabbamein á höfuð- og hálssvæði en þau eru í yfir níutíu prósentum tilfella tengd reykingum.

Lífið