Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2017 11:33 Saltkjötsát getur reynst heilsutæpum háskalegt og einkum ætti hjartaveikt fólk sem og þeir sem eiga við háan blóðþrýsting að eiga að fara varlega í troða sig út af þeim annars ágæta og þjóðlega mat.Saltkjötið telst seint heilsusamlegur maturSprengidagurinn er í dag, eins og flestir vita og þá tíðkast að borða vel af saltkjöti og baunum. Elva Gísladóttir, næringarfræðingur Landlæknisembættisins, segir það vitað að saltkjötið sé ekki sérlega hollt. En, hversu óhollt er saltkjötið? „Það er með saltkjötið á sprengidaginn eins og rjómabollurnar á bolludaginn að þetta er frekar spurning um að halda magninu í hófi og að muna að njóta matarins. Saltkjöt er í eðli sínu saltrík vara og myndi því seint teljast heilsusamlegur matur. En þar sem saltkjöt er líklega sjaldan á borðum hjá flestum landsmönnum, ef til vill bara einu sinni á ári, þá ætti þetta nú almennt ekki að hafa mikil áhrif á heilsuna hjá heilbrigðu fólki,“ segir Elva.Hjartveikir ættu að spara saltkjötið við sigEn, það getur reynst þeim sem ekki eru heilsuhraustir varasamt: „Hjartveikt fólk og fólk með of háan blóðþrýsting þarf þó hinsvegar sérstaklega að gæta hófs þegar kemur að neyslu á saltríkum mat. Líka í dag. Þess vegna er það jákvæð þróun margar verslanir eru farnar að bjóða uppá saltminna saltkjöt og svo eru til ýmis ráð til að draga úr saltmagni máltíðarinnar.“ Elva er svo vinsamleg að leggja lesendum Vísis til ráð sem vert er að hafa í huga í dag.Ráð til að draga úr saltmagni og auka hollustu máltíðarinnar: Kaupa saltminna saltkjöt, fæst í mörgum verslunum. Sjóða saltkjötið í nægjanlega miklu magni af vatni, þannig að það verði ekki of salt og halda saltmagni baunanna í lágmarki. Auka má auðveldlega hollustu baunasúpunnar með því að bæta í hana alls kyns grænmeti, t.d. gulrótum, rófum, blaðlauk, blómkáli eða spergilkáli. Þeir sem þurfa sérstaklega að huga að saltmagni matarins geta líka haft baunasúpuna í aðalhlutverki (með ríkulegu magni af kartöflum og grænmeti – og þá bragbætt með nokkrum kjötbitum eða jafnvel sleppt kjötinu alveg). Elva bendir jafnframt á vef landlæknis í þessu sambandi en þar má sjá nánar um leiðir til að minnka saltneyslu. Heilsa Sprengidagur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Saltkjötsát getur reynst heilsutæpum háskalegt og einkum ætti hjartaveikt fólk sem og þeir sem eiga við háan blóðþrýsting að eiga að fara varlega í troða sig út af þeim annars ágæta og þjóðlega mat.Saltkjötið telst seint heilsusamlegur maturSprengidagurinn er í dag, eins og flestir vita og þá tíðkast að borða vel af saltkjöti og baunum. Elva Gísladóttir, næringarfræðingur Landlæknisembættisins, segir það vitað að saltkjötið sé ekki sérlega hollt. En, hversu óhollt er saltkjötið? „Það er með saltkjötið á sprengidaginn eins og rjómabollurnar á bolludaginn að þetta er frekar spurning um að halda magninu í hófi og að muna að njóta matarins. Saltkjöt er í eðli sínu saltrík vara og myndi því seint teljast heilsusamlegur matur. En þar sem saltkjöt er líklega sjaldan á borðum hjá flestum landsmönnum, ef til vill bara einu sinni á ári, þá ætti þetta nú almennt ekki að hafa mikil áhrif á heilsuna hjá heilbrigðu fólki,“ segir Elva.Hjartveikir ættu að spara saltkjötið við sigEn, það getur reynst þeim sem ekki eru heilsuhraustir varasamt: „Hjartveikt fólk og fólk með of háan blóðþrýsting þarf þó hinsvegar sérstaklega að gæta hófs þegar kemur að neyslu á saltríkum mat. Líka í dag. Þess vegna er það jákvæð þróun margar verslanir eru farnar að bjóða uppá saltminna saltkjöt og svo eru til ýmis ráð til að draga úr saltmagni máltíðarinnar.“ Elva er svo vinsamleg að leggja lesendum Vísis til ráð sem vert er að hafa í huga í dag.Ráð til að draga úr saltmagni og auka hollustu máltíðarinnar: Kaupa saltminna saltkjöt, fæst í mörgum verslunum. Sjóða saltkjötið í nægjanlega miklu magni af vatni, þannig að það verði ekki of salt og halda saltmagni baunanna í lágmarki. Auka má auðveldlega hollustu baunasúpunnar með því að bæta í hana alls kyns grænmeti, t.d. gulrótum, rófum, blaðlauk, blómkáli eða spergilkáli. Þeir sem þurfa sérstaklega að huga að saltmagni matarins geta líka haft baunasúpuna í aðalhlutverki (með ríkulegu magni af kartöflum og grænmeti – og þá bragbætt með nokkrum kjötbitum eða jafnvel sleppt kjötinu alveg). Elva bendir jafnframt á vef landlæknis í þessu sambandi en þar má sjá nánar um leiðir til að minnka saltneyslu.
Heilsa Sprengidagur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira