
Lýðræðisflokkurinn

Lærdómur ársins 2024
InngangurÁ árinu sem er að líða gekk ég í gegnum einstæða reynslu, þ.e. að að bjóða fram í tvennum kosningum í þeirri viðleitni að vekja Íslendinga til vitundar um öfugþróun stjórnmálanna í átt til valdasamþjöppunar og valdaafsals, sem leiða munu þjóðina í fjárhagslegar og pólitískar ógöngur ef ekkert verður að gert.

Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir
Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum.

Hvernig líður fólkinu í landinu?
Um leið og ég þakka þeim sem sýndu hugrekki og þor í verki með því að kjósa Lýðræðisflokkinn í nýafstöðnum kosningum vil ég einnig þakka öllum þeim sem hafa haft samband við okkur eftir kosningarnar fyrir hvatninguna til að halda áfram þeirri nauðsynlegu vinnu sem hafin er.

„Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“
Ofangreind orð komu frá einum af bestu sonum Íslands þegar við ræddum nú í haust um stofnun og framboð Lýðræðisflokksins. Já, við vissum að þetta yrði erfið sigling gegnum brimgarð ríkisrekinna stjórnmálaflokka sem auglýstu fyrir tugi milljóna; í gegnum múr ríkisstyrktra fjölmiðla; gegn innlendu og erlendu stofnanaveldi.

Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins
Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, segir frávik í skoðanakönnunum í öllum tilvikum, nema hjá Flokki fólksins, hafa verið eitt til tvö prósent. Þá segir hún Sjálfstæðisflokkinn hafa verið vanmetinn í síðustu þremur kosningum.

Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi.

Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil
Fjórir stjórnarandstöðuflokkar bættu samtals við sig 24 þingsætum í alþingiskosningunum í gær á meðan ríkisstjórnarflokkar síðasta kjörtímabils guldu sameiginleg afhroð. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en Sjálfstæðisflokkur vann varnarsigur.

Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn.

Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða
Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur.

Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins
Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður.

Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar
Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent.

Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing
Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi.

„Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“
Þorgerður Katrín segir þjóðina vilja sjá myndun samhentrar ríkisstjórnar. Ásmundi Einari er létt að kosningabaráttunni sé lokið en segist þó bjartsýnn. Frambjóðendur Lýðræðisflokksins trúa því að þjóðin sé búin að opna augun.

Á sér langa sögu eldfimra ummæla
Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans.

Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki
Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega.

Mestu flokkaflakkararnir
Minnkandi flokkshollusta í íslenskri pólitík og lítill munur á stefnumálum hefur gert það að verkum að stjórnmálamenn eru farnir að flakka í meiri mæli á milli flokka. En spurningin er hver er mesti flokkaflakkarinn?

Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst
Sjálfstæðisflokkurinn stekkur upp um 3,1 prósentustig og tekur fram úr Viðreisn í nýjustu könnun Maskínu. Samfylkingin bætir lítillega við sig og mælist áfram stærst en Viðreisn dalar um tvö prósentustig. Botnbaráttan herðist en litlar breytingar er að sjá þess utan.

Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf
Svona hljómar enda setningin í laginu lands fræga eftir Magnús Þór Sigmundsson við texta Margrétar Jónsdóttur, sem flestöll mannsbörn á Íslandi þekkja.

Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins
Samtökin '78 hafa hafa lagt fram kæru gegn Eldi S. Kristinssyni, oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Meðal þess sem hann er kærður fyrir eru ásakanir um barnagirnd. Eldur segir um pólitískar ofsóknir að ræða en formaður Samtakanna '78 segir að svo sé ekki.

Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur
Kjördagur Alþingiskosninga 2024 nálgast senn. Eftir rúmar fimm vikur af kosningabaráttu nálgast baráttan því hápunkt sinn, kosningakvöldið sjálft þar sem flokkarnir halda kosningavökur sínar. Kosningavökur eru þekkt fyrir að vera ein skemmtilegustu partýin, þó það fari auðvitað eftir því hvernig flokknum gengur.

Við erum hér fyrir þig
Við sem skipum 1-4 sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi viljum fara hér yfir helstu stefnumál flokksins og helstu áherslur sem varða Suðurland sérstaklega.

Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu
Í yfirlýsingu sem Samtökin 78, Kvenréttindafélag Íslands, Barnaheill, Trans Ísland, Stígamót, Geðhjálp og UNICEF sendu frá sér þremur dögum fyrir kosningar er vók hugtakið, m.ö.o. pólitískur rétttrúnaður, skilgreint þannig að það sé meðvitund um mannréttinda- og jafnréttismál.

Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing
Íslendingar munu kjósa sér nýtt þing laugardaginn 30. nóvember. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni.

Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin
Lýðræðisflokkurinn stuðlar að nýliðun í fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Svona voru kappræður flokksleiðtoganna
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna mættu í kappræður hjá Heimi Má í opinni dagskrá á Stöð 2.

Nei þeir mega það ekki!
Bergsteinn Sigurðsson fréttamaður á Ruv gerði á sig, skeit upp á bak, varð á í messunni eða hvað annað sem menn kalla þetta. Hann fékk Arnar Þór Jónsson formann Lýðræðisflokkinn í viðtal á Kosningavaktina 24. Gott viðtal og Arnar svaraði öllu vel og skilmerkilega.

Þrúgandi góðmennska
Hægri menn eru vondir því þeir lofa ekki öllu fögru fyrir kosningar. Vinstri menn eru góðir því þeir eru alltaf með þarfir borgaranna í huga, sérstaklega þeirra sem þurfa mest á leiðsögn góðmenna að halda.

Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun
Lýðræðisflokkurinn er nýtt stjórnmálaafl hér á landi, utan hefðbundinna vinstri-hægri kvarða. Áhersla flokksins á að auka skilvirkni og gæði í skólakerfinu, heilbrigðismálum, öldrunarmálum og umhverfismálum myndi vanalega flokkast sem vinstri stefnumál, meðan áhersla á sjálfræði Íslands og einkaframtak myndi flokkast hægra megin.

Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna
Við þekkjum öll stöðuna í dag. Meðan íbúar allra nágrannalanda okkar eru að greiða mánaðarlega 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar og 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja er sagan önnur hér á landi.

Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið
Nú eru 4 dagar eftir til að ákveða hvað við ætlum að kjósa og hvert við viljum stefna í mikilvægum málefnum. Hægt er að taka kosningapróf á ýmsum samfélagsmiðlum en þar eru villandi svör sem ekki eru í samræmi við stefnuskrá einstakra flokka og þar á meðal Lýðræðisflokksins.