Sjóslys á Skarfaskeri Hyggst ekki taka mál Jónasar Garðarssonar til umræðu Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hyggst ekki taka mál Jónasar Garðarssonar, formanns félagsins, til umræðu á fundi stjórnarinnar en Jónas er ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna sjóslyss. Innlent 9.3.2006 11:15 Ræða ekki mál Jónasar Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hyggst ekki taka mál Jónasar Garðarssonar, formanns félagsins, til umræðu á fundi stjórnarinnar en Jónas er ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna sjóslyss. Jónas er ákærður fyrir brot á hegningarlögum og siglingalögum vegna slyssins sem varð aðfaranótt laugardagsins tíunda september síðastliðinn. Þau Friðrik Ásgeir Hermannsson og Matthildur Harðardóttir létu lífið í slysinu. Innlent 8.3.2006 22:12 Ákærður fyrir manndráp af gáleysi Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna sjóslyss. Slysið varð þegar bátur hans steytti á Skarfaskeri í Viðeyjarsundi í september síðastliðnum. Innlent 7.3.2006 18:35 Ákærður fyrir brot á hegningar- og siglingarlögum Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jónas er ákærður fyrir brot á hegningarlögum og siglingarlögum. Hann er sakaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibátnum Hörpu, sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í september á síðasta ári. Innlent 7.3.2006 16:22 Jónas hyggst ekki segja af sér Jónas Garðarson ætlar ekki að segja af sér formennsku í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Lögregla komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið undir áhrifum áfengis við stýri skemmtibátsins Hörpu þegar hann sökk á Viðeyjarsundi og tvennt lést. Jónas segist hafa ýmislegt að athuga við rannsókn lögreglunnar en vildi ekki tjá sig frekar fyrr en og ef ákæra yrði gefin út. Innlent 13.12.2005 21:27 Skipstjóri Hörpunnar var ölvaður þegar báturinn steytti á skeri Eigandi skemmtibátsins Hörpunnar sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í haust og sökk með þeim afleiðingum að tveir fórust, var undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skipinu. Hann var einn við stjórn bátsins í ferðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á tildrögum slyssins. Innlent 13.12.2005 18:09 Rannsókn enn í gangi Enn stendur yfir rannsókn lögreglu á slysi sem varð á Viðeyjarsundi tíunda þessa mánaðar þegar skemmtibátur steytti á Skarfaskeri með þeim afleiðingum að tvö fórust. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn sagði ekkert nýtt að frétta af rannsókninni, en þó hyllti nú undir lok hennar. Hann bjóst við að mál tækju að skýrast þegar nær drægi vikulokum. Innlent 26.9.2005 00:01 Lík Friðriks fundið Lík Friðriks Ásgeirs Hermannssonar, sem fórst þegar bátur strandaði á Viðeyjarsundi laugardaginn 10. september síðastliðinn, fannst eftir umfangsmikla leit í gær. Innlent 17.9.2005 00:01 Rökstuddur grunur um áfengisneyslu Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka. Innlent 16.9.2005 00:01 Sigldu bátnum af skerinu Eigandi skemmtibátsins sem fórst um síðustu helgi og eiginkona hans njóta stöðu sakborninga í rannsókn lögreglu á slysinu. Báturinn sat í fyrstu á skerinu, en var svo siglt af því og sökk á sundinu. Símasamband var við bátinn í rúman hálftíma. Innlent 16.9.2005 00:01 Lögregla gefur ekkert upp Lögregla hefur yfirheyrt þá sem komust lífs af úr sjóslysinu á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags. Lögreglan vill þó ekkert gefa út um ástæður eða aðdraganda slyssins þar sem rannsókn er enn í fullum gangi. Innlent 15.9.2005 00:01 Ekki öflugt öryggistæki fyrir alla Það skiptir máli við hvaða símafyrirtæki Íslendingar skipta með tilliti til þess hvort GSM-síminn sé öflugt öryggistæki eða ekki. Neyðarlínan getur einungis staðsett þann sem hringir, samstundis og með nokkurri nákvæmi ef um er að ræða viðskiptavin Símans. Innlent 13.9.2005 00:01 Hafi bjargað lífi foreldra sinna Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk. Innlent 12.9.2005 00:01 Ákveðið með frekari leit í dag Maðurinn sem saknað er eftir að skemmtibátur steytti á Skarfaskeri er enn ófundinn. Ákveðið verður með frekari leit með morgninum. Í gær leitaði fjöldi fólks mannsins. Björgunarskip sigldu um sundin og björgunarsveitarmenn gengu fjörur, allt frá Gróttu að Kjalarnesi. Þá leitaði fjöldi fólks á tugum smábáta á sundunum fyrir utan Reykjavík. Innlent 12.9.2005 00:01 Leita þar sem báturinn sökk Leit að manninum sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfaklett stendur enn yfir. Áherslan núna er á að leita neðansjávar þar sem báturinn sökk. Innlent 12.9.2005 00:01 Mannsins enn saknað Víðtæk leit að þrjátíu og fjögurra ára gömlum manni, sem enn er saknað eftir að skemmtibátur sökk við Viðey í fyrrinótt, hefst á næstu klukkutímunum. Karlmaður og kona sem gengust undir aðgerð í gær eru bæði á batavegi og úr lífshættu. Innlent 11.9.2005 00:01 Byrja að kemba fjörur Víðtæk leit að rúmlega þrítugum manni, sem enn er saknað eftir að skemmtibátur sökk við Viðey í fyrrinótt, hefur haldið áfram í dag. Leit hófst að nýju í morgun eftir að hlé var gert á henni í nótt. Fimmtán kafarar hafa leitað neðansjávar og hópar björgunarsveitarmanna eru þessa stundina að byrja að ganga meðfram allri strandlínunni frá Gróttu og upp á Kjalarnes. Innlent 11.9.2005 00:01 Nafn konunar sem lést Konan sem lést í sjóslysinu í Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, fædd 20. mars 1954. Hún lætur eftir sig tvo syni. Matthildur var búsett í Kópavogi og starfaði sem lögfræðingur. Innlent 11.9.2005 00:01 Fjölskylda og vinir tóku þátt Um 150 manns leituðu Friðriks Á. Hermannssonar, mannsins sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker í fyrrinótt. Meðal þeirra sem leituðu voru 30 vinir og ættingjar Friðriks. Fjörur voru gengnar auk þess sem kafarar leituðu í Viðeyjarsundi og björgunarsveitarmenn og félagar í Snarfara, félagi sportbátaeigenda, sigldu um sundin. Innlent 11.9.2005 00:01 Lík af konu fundið Lík af rúmlega fimmtugri konu sem saknað var eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt er fundið. Rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað og stendur leit yfir. Þriggja var bjargað af kili bátsins sem maraði í hálfu kafi. Það voru lögreglumenn á bát sem fundu fólkið við Skarfasker utan við Laugarnestanga. Innlent 10.9.2005 00:01 Mannsins enn saknað Skemmtibáturinn sem fórst á Viðeyjarsundi í nótt var dreginn á land upp úr hádegi í dag. Lík af rúmlega fimmtugri konu sem var í bátnum fannst í morgun en rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað og hefst þriðja lota leitarinnar um hálf fjögur að sögn Jónas Guðmundssonar hjá Landsbjörgu.b- Innlent 10.9.2005 00:01 Leitað á meðan aðstæður leyfa Rúmlega þrítugs manns er enn saknað eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Þremur var bjargað en rúmlega fimmtug kona fannst látin í bátnum. Fram eftir kvöldi verður haldið áfram leit með tveimur neðansjávarmyndavélum eða eins lengi og aðstæður leyfa. Innlent 10.9.2005 00:01 Skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi Þremur var bjargað og tveggja er saknað eftir að skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Leit stendur yfir að karlmanni og konu, björgunarsveitarmenn ganga fjörur og kafarar leita í sjónum og hefur flak bátsins fundist. Innlent 10.9.2005 00:01 Báturinn nýkominn til landsins Báturinn sem fórst á Viðeyjarsundi í nótt hét Harpa og var nýkominn til landsins. Að sögn Magnúsar Jóhannssonar hjá svæðisstjórn Landsbjargar var skyggni lélegt á slysstað í nótt en báturinn virðist hafa strandað á Skarfaskeri og sokkið í kjölfarið. Innlent 10.9.2005 00:01 Neyðarkall tíu ára drengs Þrennt bjargaðist, hjón og tíu ára sonur þeirra, þegar skemmtibátur steytti á Skarfaskeri við Viðey og sökk um klukkan tvö í fyrrinótt. Rúmlega fimmtug kona lést og rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað. Talið er að hann hafi reynt að kafa undir bátinn eftir konunni sem lést. Innlent 10.9.2005 00:01 « ‹ 1 2 ›
Hyggst ekki taka mál Jónasar Garðarssonar til umræðu Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hyggst ekki taka mál Jónasar Garðarssonar, formanns félagsins, til umræðu á fundi stjórnarinnar en Jónas er ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna sjóslyss. Innlent 9.3.2006 11:15
Ræða ekki mál Jónasar Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hyggst ekki taka mál Jónasar Garðarssonar, formanns félagsins, til umræðu á fundi stjórnarinnar en Jónas er ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna sjóslyss. Jónas er ákærður fyrir brot á hegningarlögum og siglingalögum vegna slyssins sem varð aðfaranótt laugardagsins tíunda september síðastliðinn. Þau Friðrik Ásgeir Hermannsson og Matthildur Harðardóttir létu lífið í slysinu. Innlent 8.3.2006 22:12
Ákærður fyrir manndráp af gáleysi Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna sjóslyss. Slysið varð þegar bátur hans steytti á Skarfaskeri í Viðeyjarsundi í september síðastliðnum. Innlent 7.3.2006 18:35
Ákærður fyrir brot á hegningar- og siglingarlögum Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jónas er ákærður fyrir brot á hegningarlögum og siglingarlögum. Hann er sakaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibátnum Hörpu, sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í september á síðasta ári. Innlent 7.3.2006 16:22
Jónas hyggst ekki segja af sér Jónas Garðarson ætlar ekki að segja af sér formennsku í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Lögregla komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið undir áhrifum áfengis við stýri skemmtibátsins Hörpu þegar hann sökk á Viðeyjarsundi og tvennt lést. Jónas segist hafa ýmislegt að athuga við rannsókn lögreglunnar en vildi ekki tjá sig frekar fyrr en og ef ákæra yrði gefin út. Innlent 13.12.2005 21:27
Skipstjóri Hörpunnar var ölvaður þegar báturinn steytti á skeri Eigandi skemmtibátsins Hörpunnar sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í haust og sökk með þeim afleiðingum að tveir fórust, var undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skipinu. Hann var einn við stjórn bátsins í ferðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á tildrögum slyssins. Innlent 13.12.2005 18:09
Rannsókn enn í gangi Enn stendur yfir rannsókn lögreglu á slysi sem varð á Viðeyjarsundi tíunda þessa mánaðar þegar skemmtibátur steytti á Skarfaskeri með þeim afleiðingum að tvö fórust. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn sagði ekkert nýtt að frétta af rannsókninni, en þó hyllti nú undir lok hennar. Hann bjóst við að mál tækju að skýrast þegar nær drægi vikulokum. Innlent 26.9.2005 00:01
Lík Friðriks fundið Lík Friðriks Ásgeirs Hermannssonar, sem fórst þegar bátur strandaði á Viðeyjarsundi laugardaginn 10. september síðastliðinn, fannst eftir umfangsmikla leit í gær. Innlent 17.9.2005 00:01
Rökstuddur grunur um áfengisneyslu Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka. Innlent 16.9.2005 00:01
Sigldu bátnum af skerinu Eigandi skemmtibátsins sem fórst um síðustu helgi og eiginkona hans njóta stöðu sakborninga í rannsókn lögreglu á slysinu. Báturinn sat í fyrstu á skerinu, en var svo siglt af því og sökk á sundinu. Símasamband var við bátinn í rúman hálftíma. Innlent 16.9.2005 00:01
Lögregla gefur ekkert upp Lögregla hefur yfirheyrt þá sem komust lífs af úr sjóslysinu á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags. Lögreglan vill þó ekkert gefa út um ástæður eða aðdraganda slyssins þar sem rannsókn er enn í fullum gangi. Innlent 15.9.2005 00:01
Ekki öflugt öryggistæki fyrir alla Það skiptir máli við hvaða símafyrirtæki Íslendingar skipta með tilliti til þess hvort GSM-síminn sé öflugt öryggistæki eða ekki. Neyðarlínan getur einungis staðsett þann sem hringir, samstundis og með nokkurri nákvæmi ef um er að ræða viðskiptavin Símans. Innlent 13.9.2005 00:01
Hafi bjargað lífi foreldra sinna Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk. Innlent 12.9.2005 00:01
Ákveðið með frekari leit í dag Maðurinn sem saknað er eftir að skemmtibátur steytti á Skarfaskeri er enn ófundinn. Ákveðið verður með frekari leit með morgninum. Í gær leitaði fjöldi fólks mannsins. Björgunarskip sigldu um sundin og björgunarsveitarmenn gengu fjörur, allt frá Gróttu að Kjalarnesi. Þá leitaði fjöldi fólks á tugum smábáta á sundunum fyrir utan Reykjavík. Innlent 12.9.2005 00:01
Leita þar sem báturinn sökk Leit að manninum sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfaklett stendur enn yfir. Áherslan núna er á að leita neðansjávar þar sem báturinn sökk. Innlent 12.9.2005 00:01
Mannsins enn saknað Víðtæk leit að þrjátíu og fjögurra ára gömlum manni, sem enn er saknað eftir að skemmtibátur sökk við Viðey í fyrrinótt, hefst á næstu klukkutímunum. Karlmaður og kona sem gengust undir aðgerð í gær eru bæði á batavegi og úr lífshættu. Innlent 11.9.2005 00:01
Byrja að kemba fjörur Víðtæk leit að rúmlega þrítugum manni, sem enn er saknað eftir að skemmtibátur sökk við Viðey í fyrrinótt, hefur haldið áfram í dag. Leit hófst að nýju í morgun eftir að hlé var gert á henni í nótt. Fimmtán kafarar hafa leitað neðansjávar og hópar björgunarsveitarmanna eru þessa stundina að byrja að ganga meðfram allri strandlínunni frá Gróttu og upp á Kjalarnes. Innlent 11.9.2005 00:01
Nafn konunar sem lést Konan sem lést í sjóslysinu í Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, fædd 20. mars 1954. Hún lætur eftir sig tvo syni. Matthildur var búsett í Kópavogi og starfaði sem lögfræðingur. Innlent 11.9.2005 00:01
Fjölskylda og vinir tóku þátt Um 150 manns leituðu Friðriks Á. Hermannssonar, mannsins sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker í fyrrinótt. Meðal þeirra sem leituðu voru 30 vinir og ættingjar Friðriks. Fjörur voru gengnar auk þess sem kafarar leituðu í Viðeyjarsundi og björgunarsveitarmenn og félagar í Snarfara, félagi sportbátaeigenda, sigldu um sundin. Innlent 11.9.2005 00:01
Lík af konu fundið Lík af rúmlega fimmtugri konu sem saknað var eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt er fundið. Rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað og stendur leit yfir. Þriggja var bjargað af kili bátsins sem maraði í hálfu kafi. Það voru lögreglumenn á bát sem fundu fólkið við Skarfasker utan við Laugarnestanga. Innlent 10.9.2005 00:01
Mannsins enn saknað Skemmtibáturinn sem fórst á Viðeyjarsundi í nótt var dreginn á land upp úr hádegi í dag. Lík af rúmlega fimmtugri konu sem var í bátnum fannst í morgun en rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað og hefst þriðja lota leitarinnar um hálf fjögur að sögn Jónas Guðmundssonar hjá Landsbjörgu.b- Innlent 10.9.2005 00:01
Leitað á meðan aðstæður leyfa Rúmlega þrítugs manns er enn saknað eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Þremur var bjargað en rúmlega fimmtug kona fannst látin í bátnum. Fram eftir kvöldi verður haldið áfram leit með tveimur neðansjávarmyndavélum eða eins lengi og aðstæður leyfa. Innlent 10.9.2005 00:01
Skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi Þremur var bjargað og tveggja er saknað eftir að skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Leit stendur yfir að karlmanni og konu, björgunarsveitarmenn ganga fjörur og kafarar leita í sjónum og hefur flak bátsins fundist. Innlent 10.9.2005 00:01
Báturinn nýkominn til landsins Báturinn sem fórst á Viðeyjarsundi í nótt hét Harpa og var nýkominn til landsins. Að sögn Magnúsar Jóhannssonar hjá svæðisstjórn Landsbjargar var skyggni lélegt á slysstað í nótt en báturinn virðist hafa strandað á Skarfaskeri og sokkið í kjölfarið. Innlent 10.9.2005 00:01
Neyðarkall tíu ára drengs Þrennt bjargaðist, hjón og tíu ára sonur þeirra, þegar skemmtibátur steytti á Skarfaskeri við Viðey og sökk um klukkan tvö í fyrrinótt. Rúmlega fimmtug kona lést og rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað. Talið er að hann hafi reynt að kafa undir bátinn eftir konunni sem lést. Innlent 10.9.2005 00:01