Verkföll flugumferðarstjóra

Fréttamynd

Enn reynt að ná utan um lausa þræði

Flugumferðarstjórar munu enn að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku. Samninganefndir Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funduðu í tvo klukkutíma hjá ríkissáttasemjara í gær en samtökin fara með samningsumboð Isavia í deilunni.

Innlent
Fréttamynd

Kartöfluummælin hjálpi lítið: „Þú getur rétt í­myndað þér hvernig fólk tekur þessu“

Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, gefur lítið fyrir ummæli Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði að ef hún væri jólasveinninn þá myndi hún gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Hann segist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra séu og að hann láti hækkunina sem farið sé fram á liggja á samningsborðinu.

Innlent
Fréttamynd

Flugumferðarstjórar boða til verk­falls í næstu viku

Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði og formaður Félags flugumferðarstjóra segir enn töluvert bera í milli.

Innlent
Fréttamynd

Milli­landa­flug fer úr skorðum

Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug.

Innlent
Fréttamynd

Gætu boðað til verk­falls á mánu­dag

Ekki náðist sátt um vinnu­tíma flug­um­ferðar­stjóra á sátta­fundi fé­lags þeirra og Isavia hjá ríkis­sátta­semjara í dag. Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra hefur út mánu­daginn til að boða til verk­falls sem fé­lags­menn hafa þegar sam­þykkt að fara í.

Innlent