Bandaríkin Sakaði Biden um að ætla að „skaða guð“ Donald Trump Bandaríkjaforseti réðst á trú Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi. Erlent 6.8.2020 22:43 Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. Erlent 6.8.2020 19:21 Vill leysa upp byssusamtökin NRA vegna misferlis og sjálftöku Dómsmálaráðherra New York-ríkis krefst þetta að NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, verði leyst upp vegna ásakana um umfangsmikið fjármálamisferli stjórnenda þeirra. Erlent 6.8.2020 17:45 Sóttvarnastofnun varar við neyslu handsótthreinsis Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur gefið frá sér sérstaka viðvörun um hættur þess að drekka handsótthreinsi. Erlent 6.8.2020 11:36 Sérsveit alríkislögreglunnar leitar á heimili YouTube-stjörnu Sérsveit alríkislögreglu Bandaríkjanna gerði húsleit á heimili YouTube stjörnunnar Jake Paul. Skotvopn voru gerð upptæk á heimilinu. Erlent 6.8.2020 08:12 Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. Erlent 6.8.2020 07:33 Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. Erlent 5.8.2020 23:40 Repúblikanar hjálpa Kanye West að komast á kjörseðilinn Nokkrir einstaklingar sem tengjast Repúblikanaflokknum hafa lagt Kanye West lið til að koma honum á kjörseðilinn sem víðast fyrir forsetakosningarnar í haust. Hugsanlegt er talið að repúblikanar telji að framboð West gæti hjálpað Donald Trump forseta að ná endurkjöri. Erlent 5.8.2020 20:19 Biden ætlar ekki á landsfund Demókrataflokksins Joe Biden, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, ætlar ekki að verða viðstaddur landsfund í Wisconsin þar sem hann verður formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins í þessum mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 5.8.2020 18:56 Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. Erlent 5.8.2020 11:18 Neil Young höfðar mál gegn Trump Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis. Erlent 5.8.2020 09:34 Kínverjar mótmæla heimsókn ráðherra til Taívan Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við. Erlent 5.8.2020 08:52 Mannfall og eyðilegging í slóð Isaias Tveir létu lífið í Norður Karólínu þegar Isaias fór yfir hjólhýsabyggð. Erlent 5.8.2020 06:49 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. Erlent 4.8.2020 19:17 Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. Erlent 4.8.2020 10:30 Reni Santoni látinn Bandaríski kvikmynda- og sjónvarpsleikarinn Reni Santoni lést 1. ágúst síðastliðinn, 81 árs að aldri. Erlent 4.8.2020 08:23 Fundust heilir á húfi á eyðieyju Þremur míkrónesískum sjómönnum sem strönduðu á örsmárri eyðieyju í vestur-Kyrrahafi var bjargað eftir að björgunarsveitamenn komu auga á SOS-merki sem þeir höfðu skrifað í sandinn á strönd eyjarinnar. Erlent 4.8.2020 07:46 Segir að Bandaríkin ættu að fá hluta af TikTok-sölunni Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. Viðskipti erlent 4.8.2020 07:34 Stormurinn Isaias skekur austurströnd Bandaríkjanna Hitabeltisstormurinn Isaias náði í nótt landi í Norður Karólínu í Bandaríkjunum og er vindhraðinn hundrað og fjörutíu metrar á klukkustund. Erlent 4.8.2020 07:32 Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. Erlent 3.8.2020 20:24 Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. Viðskipti erlent 3.8.2020 08:12 Trump kallar eftir dauðarefsingu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða. Erlent 3.8.2020 07:55 Berjast við gróðurelda í Kaliforníu Þúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í dag vegna gróðurelda sem nú geisa austur af borginni Los Angeles í Kaliforníu. Erlent 2.8.2020 23:52 Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. Erlent 2.8.2020 22:52 Veiran „ótrúlega útbreidd“ í Bandaríkjunum Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, segir að kórónuveiran sé nú útbreiddari í Bandaríkjunum en hún var í upphafi faraldursins. Erlent 2.8.2020 21:11 Geimfararnir lentir í Mexíkóflóa Bandarísku geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken lentu nú á sjöunda tímanum á jörðu eftir tveggja mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðunni. Erlent 2.8.2020 19:11 Bein útsending: Geimfarar SpaceX snúa aftur til jarðar Áætluð lending er klukkan 18:40 að íslenskum tíma. Erlent 2.8.2020 16:39 Lykilvitni í rannsókn á Trump segir aðfarir hans minna á Sovétríkin Hefndaraðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. Erlent 2.8.2020 11:26 Ríkisþingmaður fórst þegar tvær flugvélar skullu saman á flugi Sjö manns fórust, þar á meðal ríkisþingmaður, þegar tvær flugvélar rákust saman á flugi skammt frá borginni Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum í gær. Enginn komst lífs af úr slysinu og loka þurfti hraðbraut tímabundið eftir að brak úr vélunum féll á hana. Erlent 1.8.2020 12:08 Dauðadómur yfir sprengjumanninum í Boston ógiltur Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum ógilti í gær dauðadóm yfir Dzhokhar Tsarnaev vegna sprengjuárásarinnar á Boston-maraþonið árið 2013. Dómarinn í máli hans var talinn hafa vanrækt að ganga úr skugga um að kviðdómendur væru ekki hlutdrægir gegn Tsarnaev. Erlent 1.8.2020 09:12 « ‹ 237 238 239 240 241 242 243 244 245 … 334 ›
Sakaði Biden um að ætla að „skaða guð“ Donald Trump Bandaríkjaforseti réðst á trú Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi. Erlent 6.8.2020 22:43
Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. Erlent 6.8.2020 19:21
Vill leysa upp byssusamtökin NRA vegna misferlis og sjálftöku Dómsmálaráðherra New York-ríkis krefst þetta að NRA, áhrifamestu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, verði leyst upp vegna ásakana um umfangsmikið fjármálamisferli stjórnenda þeirra. Erlent 6.8.2020 17:45
Sóttvarnastofnun varar við neyslu handsótthreinsis Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur gefið frá sér sérstaka viðvörun um hættur þess að drekka handsótthreinsi. Erlent 6.8.2020 11:36
Sérsveit alríkislögreglunnar leitar á heimili YouTube-stjörnu Sérsveit alríkislögreglu Bandaríkjanna gerði húsleit á heimili YouTube stjörnunnar Jake Paul. Skotvopn voru gerð upptæk á heimilinu. Erlent 6.8.2020 08:12
Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. Erlent 6.8.2020 07:33
Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. Erlent 5.8.2020 23:40
Repúblikanar hjálpa Kanye West að komast á kjörseðilinn Nokkrir einstaklingar sem tengjast Repúblikanaflokknum hafa lagt Kanye West lið til að koma honum á kjörseðilinn sem víðast fyrir forsetakosningarnar í haust. Hugsanlegt er talið að repúblikanar telji að framboð West gæti hjálpað Donald Trump forseta að ná endurkjöri. Erlent 5.8.2020 20:19
Biden ætlar ekki á landsfund Demókrataflokksins Joe Biden, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, ætlar ekki að verða viðstaddur landsfund í Wisconsin þar sem hann verður formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins í þessum mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 5.8.2020 18:56
Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. Erlent 5.8.2020 11:18
Neil Young höfðar mál gegn Trump Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis. Erlent 5.8.2020 09:34
Kínverjar mótmæla heimsókn ráðherra til Taívan Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við. Erlent 5.8.2020 08:52
Mannfall og eyðilegging í slóð Isaias Tveir létu lífið í Norður Karólínu þegar Isaias fór yfir hjólhýsabyggð. Erlent 5.8.2020 06:49
Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. Erlent 4.8.2020 19:17
Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. Erlent 4.8.2020 10:30
Reni Santoni látinn Bandaríski kvikmynda- og sjónvarpsleikarinn Reni Santoni lést 1. ágúst síðastliðinn, 81 árs að aldri. Erlent 4.8.2020 08:23
Fundust heilir á húfi á eyðieyju Þremur míkrónesískum sjómönnum sem strönduðu á örsmárri eyðieyju í vestur-Kyrrahafi var bjargað eftir að björgunarsveitamenn komu auga á SOS-merki sem þeir höfðu skrifað í sandinn á strönd eyjarinnar. Erlent 4.8.2020 07:46
Segir að Bandaríkin ættu að fá hluta af TikTok-sölunni Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. Viðskipti erlent 4.8.2020 07:34
Stormurinn Isaias skekur austurströnd Bandaríkjanna Hitabeltisstormurinn Isaias náði í nótt landi í Norður Karólínu í Bandaríkjunum og er vindhraðinn hundrað og fjörutíu metrar á klukkustund. Erlent 4.8.2020 07:32
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. Erlent 3.8.2020 20:24
Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. Viðskipti erlent 3.8.2020 08:12
Trump kallar eftir dauðarefsingu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða. Erlent 3.8.2020 07:55
Berjast við gróðurelda í Kaliforníu Þúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í dag vegna gróðurelda sem nú geisa austur af borginni Los Angeles í Kaliforníu. Erlent 2.8.2020 23:52
Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. Erlent 2.8.2020 22:52
Veiran „ótrúlega útbreidd“ í Bandaríkjunum Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, segir að kórónuveiran sé nú útbreiddari í Bandaríkjunum en hún var í upphafi faraldursins. Erlent 2.8.2020 21:11
Geimfararnir lentir í Mexíkóflóa Bandarísku geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken lentu nú á sjöunda tímanum á jörðu eftir tveggja mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðunni. Erlent 2.8.2020 19:11
Bein útsending: Geimfarar SpaceX snúa aftur til jarðar Áætluð lending er klukkan 18:40 að íslenskum tíma. Erlent 2.8.2020 16:39
Lykilvitni í rannsókn á Trump segir aðfarir hans minna á Sovétríkin Hefndaraðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. Erlent 2.8.2020 11:26
Ríkisþingmaður fórst þegar tvær flugvélar skullu saman á flugi Sjö manns fórust, þar á meðal ríkisþingmaður, þegar tvær flugvélar rákust saman á flugi skammt frá borginni Anchorage í Alaska í Bandaríkjunum í gær. Enginn komst lífs af úr slysinu og loka þurfti hraðbraut tímabundið eftir að brak úr vélunum féll á hana. Erlent 1.8.2020 12:08
Dauðadómur yfir sprengjumanninum í Boston ógiltur Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum ógilti í gær dauðadóm yfir Dzhokhar Tsarnaev vegna sprengjuárásarinnar á Boston-maraþonið árið 2013. Dómarinn í máli hans var talinn hafa vanrækt að ganga úr skugga um að kviðdómendur væru ekki hlutdrægir gegn Tsarnaev. Erlent 1.8.2020 09:12