Ný lög um þungunarrof versta tegund kynbundinnar mismununar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. september 2021 10:50 Nýjum lögum mótmælt fyrir utan þinghúsið í Austin. AP/Austin American-Statesman/Jay Janner Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna á sviðið mannréttinda- og jafnréttismála fordæma harðlega ný lög um þungunarrof í Texas í Bandaríkjunum og segja þau meðal annars fela í sér verstu tegund kynbundinnar mismununar. Melissa Upreti, sem fer fyrir starfshóp SÞ um mismunun gegn konum og stúlkum varar við því að lagasetningin, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu, muni gera það að verkum að þau verða framkvæmd úr augsýn og við óöruggar aðstæður. „Þessi nýju lög gera þungunarrof óörugg og banvæn og skapa nýja áhættu fyrir konur og stúlkur. Þau fela í sér gríðarlega mismunun og brjóta gegn fjölda réttinda sem eru tryggð í alþjóðalögum,“ segir hún. Þá hefur hún gagnrýnt Hæstarétt Bandaríkjanna harðlega fyrir að grípa ekki inn í og koma í veg fyrir að lögin tækju gildi en sú ákvörðun hefði ekki aðeins orðið til þess að yfirvöld í Texas hefðu tekið skref afturábak, heldur hefðu Bandaríkin öll farið aftur í tímann í augum heimsbyggðarinnar. Reem Alsalem, sem er sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum er varða ofbeldi gegn konum, segir Hæstarétt hafa ákveðið kasta yfirráðum kvenna yfir eigin líkama fyrir róða og þannig opnað á ofbeldi gegn konum og þeim sem framkvæma þungunarrof. Hún bendir á að ákvörðunin muni hafa mest áhrif á konur sem tilheyra minnihlutahópum og búa við fátækt en viðbúið er að nú muni konur sem búa í Texas þurfa að ferðast til annarra ríkja til að sækja þjónustuna. Þá ber að geta þess að lagasetningin í Texas hefur orðið til þess að löggjafinn í að minnsta kosti sex öðrum ríkjum horfir nú til þess að takmarka aðgengi kvenna að þungunarrofi með svipuðum hætti. Lögin hafa gjarnan verið kölluð „hjartsláttarlöggjöf“ af andstæðingum þungunarrofs en vísindamenn hafa bent á að það sé í raun rangnefni, þar sem sá „hjartsláttur“ sem finnist við sex vikur sé aðeins vefur sem sé að byrja að verða að hjarta. Margar ef ekki flestar konur verða ekki meðvitaðar um að þær séu óléttar fyrr en seinna á meðgöngunni og talið er að bannið muni fækka þungunarrofsaðgerðum um allt að 90 prósent. Engar undanþágur eru veittar þótt þungunin sé afleiðing naugðunar eða sifjaspells. Gagnrýnendur segja að með lögunum sé horft framhjá fordæminu sem Hæstiréttur setti með niðurstöðu sinni í málinu sem kallað er Roe gegn Wade, en hann tryggði öllum bandarískum konum réttinn til þungunarrofs allt þar til fóstrið væri orðið að barni sem gæti lifað utan líkama móðurinnar. Þá hefur verið harðlega gagnrýnt að það verður ekki undir opinberum aðilum að fylgja lögunum eftir, heldur leggja þau það á almenna borgara að tilkynna um ólögmæt þungunarrof, gegn peningaverðlaunum og greiðslu málskostnaðar ef málið vinnst fyrir dómstólum. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Heilbrigðismál Frjósemi Tengdar fréttir Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. 3. september 2021 11:45 Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Melissa Upreti, sem fer fyrir starfshóp SÞ um mismunun gegn konum og stúlkum varar við því að lagasetningin, sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu, muni gera það að verkum að þau verða framkvæmd úr augsýn og við óöruggar aðstæður. „Þessi nýju lög gera þungunarrof óörugg og banvæn og skapa nýja áhættu fyrir konur og stúlkur. Þau fela í sér gríðarlega mismunun og brjóta gegn fjölda réttinda sem eru tryggð í alþjóðalögum,“ segir hún. Þá hefur hún gagnrýnt Hæstarétt Bandaríkjanna harðlega fyrir að grípa ekki inn í og koma í veg fyrir að lögin tækju gildi en sú ákvörðun hefði ekki aðeins orðið til þess að yfirvöld í Texas hefðu tekið skref afturábak, heldur hefðu Bandaríkin öll farið aftur í tímann í augum heimsbyggðarinnar. Reem Alsalem, sem er sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum er varða ofbeldi gegn konum, segir Hæstarétt hafa ákveðið kasta yfirráðum kvenna yfir eigin líkama fyrir róða og þannig opnað á ofbeldi gegn konum og þeim sem framkvæma þungunarrof. Hún bendir á að ákvörðunin muni hafa mest áhrif á konur sem tilheyra minnihlutahópum og búa við fátækt en viðbúið er að nú muni konur sem búa í Texas þurfa að ferðast til annarra ríkja til að sækja þjónustuna. Þá ber að geta þess að lagasetningin í Texas hefur orðið til þess að löggjafinn í að minnsta kosti sex öðrum ríkjum horfir nú til þess að takmarka aðgengi kvenna að þungunarrofi með svipuðum hætti. Lögin hafa gjarnan verið kölluð „hjartsláttarlöggjöf“ af andstæðingum þungunarrofs en vísindamenn hafa bent á að það sé í raun rangnefni, þar sem sá „hjartsláttur“ sem finnist við sex vikur sé aðeins vefur sem sé að byrja að verða að hjarta. Margar ef ekki flestar konur verða ekki meðvitaðar um að þær séu óléttar fyrr en seinna á meðgöngunni og talið er að bannið muni fækka þungunarrofsaðgerðum um allt að 90 prósent. Engar undanþágur eru veittar þótt þungunin sé afleiðing naugðunar eða sifjaspells. Gagnrýnendur segja að með lögunum sé horft framhjá fordæminu sem Hæstiréttur setti með niðurstöðu sinni í málinu sem kallað er Roe gegn Wade, en hann tryggði öllum bandarískum konum réttinn til þungunarrofs allt þar til fóstrið væri orðið að barni sem gæti lifað utan líkama móðurinnar. Þá hefur verið harðlega gagnrýnt að það verður ekki undir opinberum aðilum að fylgja lögunum eftir, heldur leggja þau það á almenna borgara að tilkynna um ólögmæt þungunarrof, gegn peningaverðlaunum og greiðslu málskostnaðar ef málið vinnst fyrir dómstólum.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Heilbrigðismál Frjósemi Tengdar fréttir Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. 3. september 2021 11:45 Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01 Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. 3. september 2021 11:45
Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3. september 2021 07:01
Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59
Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40