Evrópudeild UEFA

Vandræðalaust hjá Tottenham og Kane skoraði 200. markið
Tottenham lenti ekki í miklum vandræðum með Ludogorets Razgrad er liðin mættust í Búlgaríu í kvöld. Lokatölur 3-1.

Fær bætur frá WADA sem tók frá honum úrslitaleik með Liverpool
Mamadou Sakho missti af úrslitaleik Evrópudeildarinnar með Liverpool þegar hann var hafður ranglega fyrir sök af Alþjóðalyfjaeftirlitinu.

Dagskráin í dag: Albert, Tottenham, Arsenal og Pepsi Max kvenna uppgjör
Það er heldur betur hægt að líma sig fyrir framan sjónvarpið í dag en alls eru níu beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Sjáðu tilþrif Rúnars Alex í marki Arsenal á Emirates í gær
Rúnari Alex Rúnarssyni tókst í gær nokkuð sem engum markverði Arsenal hafði tekist síðan um mitt sumar.

Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær
Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna.

Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær
Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson þakkaði félögum sínum fyrir góðar stoðsendingar í viðtali eftir flotta frammistöðu sína í gær.

Mourinho hefði viljað gera 11 breytingar í hálfleik | Myndband
Tottenham tapaði óvænt 1-0 gegn belgíska liðinu Antwerpen á útivelli í Evrópudeildinni í gærkvöld. José Mourinho sagði eftir leik að hann hefði viljað gera 11 breytingar í hálfleik, lið hans var það lélegt.

Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum
Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada.

Arsenal hélt loks hreinu á heimavelli með Rúnar Alex milli stanganna
Rúnar Alex Rúnarsson hafði ekki beint mikið að gera í sínum fyrsta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Arsenal. Liðið vann Dundalk örugglega 3-0 í annarri umferð Evrópudeildarinnar í kvöld.

Rúnar Alex sá fjórði sem spilar fyrir Arsenal
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er fjórði Íslendingurinn sem leikur fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal.

Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu
Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik.

Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands
Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld.

Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt
Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil.

Dagskráin í dag: Fær Rúnar Alex loksins tækifæri?
Evrópudeildin í knattspyrnu er það sem á hug okkar allan í dag. Rúnar Alex Rúnarsson gæti loks fengið tækifæri með Arsenal er liðið fær Dundalk í heimsókn.

Sjáðu magnað Beckham-mark frá gamla Víkingnum í Evrópudeildinni í gær
Það muna kannski ekki allir eftir dögum Kemar Roofe á Íslandi en hann skoraði af 49,9 metra færi í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Hrósuðu Partey í hástert og líktu honum við Viera
Ganverski miðjumaðurinn Thomas Partey þótti spila mjög vel í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Arsenal.

Myndavélarnar á Alberti þegar hann tók úr sér lokkana rétt áður en hann fór inn á
Albert Guðmundsson tók ekki úr sér eyrnalokkana fyrir en nokkrum sekúndum áður en hann fór inn á völlinn í sigurleiknum á móti Napoli í gærkvöldi.

Bale byrjaði í fyrsta sinn eftir endurkomuna og Tottenham vann | Öll úrslit kvöldsins
Tottenham og Leicester byrjuðu bæði riðlakeppni Evrópudeildarinnar á 3-0 sigrum. Tottenham hafði betur gegn LASK og Leicester Zorya en bæði lið spiluðu á heimavelli.

Varamennirnir komu Arsenal til bjargar og AZ skellti Napólí
Arsenal byrjar Evrópudeildina vel en þeir unnu endurkomusigur gegn Rapíd Vín á útivelli í kvöld, 2-1.

Vildi ekki svara því hvort Rúnar Alex fengi tækifæri í dag
Ekki liggur fyrir hvort Rúnar Alex Rúnarsson verði í marki Arsenal sem mætir Rapid Vín í Evrópudeildinni í dag.

Dagskráin í dag: Evrópudeildarleikir, golf og aukaþáttur af Stúkunni
Átta beinar útsendingar má finna á Stöð 2 Sport í dag en þær eru frá golfi, Evrópudeildinni og úr fótboltanum.

Arsenal fer til Noregs og Albert í skemmtilegum riðli
Alls 48 lið voru í pottinum þegar dregið var í riðla í Evrópudeildinni í fótbolta í dag.

Tottenham í riðlakeppnina eftir að skora sjö | Dundalk sló Klaksvík út
Umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta lauk nú í kvöld. Tottenham Hotspur skoraði sjö og KÍ Klaksvík frá Færeyjum komst ekki í riðlakeppnina.

Ragnar lék allan leikinn er Kaupmannahöfn féll úr leik
FC Kaupmannahöfn tókst ekki að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í liði FCK.

Hólmar Örn og Arnór Ingvi komust ekki í riðlakeppni Evrópudeildarinnar
Íslensku landsliðsmennirnir Hólmar Örn Eyjólfsson og Arnór Ingvi Traustason eru úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

Uppgjafartónn í Mourinho en Lampard vorkennir honum ekki
José Mourinho hljómar ekki eins og hann muni leggja allt í sölurnar gegn sínu gamla liði í kvöld þegar Tottenham og Chelsea mætast í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í fótbolta.

Mourinho sagði að mörkin í Norður-Makedóníu hafi verið of lítil
Tottenham er komið í fjórðu og síðustu umferðina fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 3-1 sigur á Shkendija í Norður-Makedóníu en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig.

Um 20 þúsund manns sáu Bayern vinna Ofurbikarinn
Bayern München vann enn einn bikarinn í kvöld er liðið vann 2-1 sigur á Sevilla eftir framlengdan leik í Ungverjalandi.

Ragnar, Hólmar og Arnór áfram | Alfons fékk ekki að mæta Zlatan
Þrjú Íslendingalið; Malmö, FCK og Rosenborg eru komin í fjórðu umferð Evrópudeildarinnar eftir sigra í kvöld.

Baráttusigur Tottenham og sæti í fjórðu umferðinni tryggt
Tottenham er komið í umspil um laust sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 3-1 sigur á norð-makedónska liðinu KF Shkendija.