Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Manchester City vann en féll samt úr leik

Manchester City féll í kvöld út úr 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 1-0 sigur á úkraínska liðinu Dynamo Kiev í seinni leik liðanna. Dynamo Kiev vann fyrri leikinn 2-0 og þar með 2-1 samanlagt.

Fótbolti
Fréttamynd

Roberto Mancini: Ég er mjög pirraður

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var fúll eftir 0-2 tap liðsins í kvöld á móti úkraínska liðinu Dynamo Kiev í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram í frostinu í Kænugarði.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester City tapaði 0-2 í Úkraínu

Manchester City er ekki í góðum málum í Evrópudeildinni eftir 2-0 tap í fyrri leik sextán liða úrslitanna á móti úkraínska liðinu Dynamo Kiev í Kænugarði í kvöld. Seinni leikurinn fer fram í Manchester eftir viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Þarf Gerrard að fara í aðgerð?

Svo gæti farið að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, þurfi að fara í aðgerð vegna meiðsla í nára. Hann hefur verið tæpur að undanförnu og fór ekki með liðinu til Portúgals þar sem Liverpool mætir Braga í Evrópukeppni UEFA í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dzeko með tvö í öruggum sigri Manchester City

Edin Dzeko skoraði tvö mörk á fyrstu 11 mínútunum þegar Manchester City vann 3-0 sigur á Aris Saloniki í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en með sigrinum tryggði City-liðið sér leiki á móti Dynamo Kiev í 16 liða úrslitunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dirk Kuyt tryggði Liverpool sæti í 16 liða úrslitunum

Hollendingurinn Dirk Kuyt var hetja Liverpool í seinni leik liðsins á móti tékkneska liðinu Spörtu Prag á Anfield í kvöld en Kuyt skoraði eina mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Liverpool mætir Lech Poznań eða Braga í 16 liða úrslitum en seinni leikur þeirra fer fram seinna í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Liverpool án Gerrard í seinni leiknum við Sparta Prag

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun ekki spila með Liverpool á Anfield á morgun þegar tékkneska liðið Sparta Prag kemur í heimsókn í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sparta Prag og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Tékklandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kolbeinn afgreiddi BATE Borisov - myndband

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar er það lagði BATE Borisov í Evrópudeildinni í kvöld. Kolbeinn skoraði tvö mörk fyrir AZ sem vann 3-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Torres byrjar í kvöld

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur staðfest að Fernando Torres verði í byrjunarliði Liverpool þegar að liðið mætir Utrecht í Evrópudeild UEFA í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristinn dæmir á Anfield á fimmtudag

Kristinn Jakobsson fær það verkefni að halda um flautuna í leik Liverpool og Utrecht í Evrópudeildinni í fótbolta á fimmtudagskvöld. Þetta er leikur í lokaumferð riðlakeppninnar.

Fótbolti