Evrópudeild UEFA Tottenham leiðir í hálfleik Tottenham hefur yfir 1-0 gegn Bayer Leverkusen þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Evrópukeppni félagsliða í Þýskalandi. Það var fyrrum leikmaður Leverkusen, Búlgarinn Dimitar Berbatov, sem skoraði mark gestanna skömmu fyrir leikhlé. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og á VefTV hér á Vísi. Fótbolti 23.11.2006 20:25 Leverkusen - Tottenham í beinni á Sýn í kvöld Fjöldi leikja fer fram í riðlakeppni Evrópumóts félagsliða í knattspyrnu í kvöld og verður sjónvarpsstöðin Sýn með beina útsendingu frá viðureign Bayer Leverkusen og Tottenham sem hefst klukkan 19:20. Fótbolti 23.11.2006 16:10 Tottenham lagði Club Brugge Tottenham er í mjög góðum málum í B-riðli Evrópukeppni félagsliða eftir 3-1 sigur á Club Brugge í fjörugum leik sem sýndur var beint á Sýn í kvöld. Dimitar Berbatov skoraði tvö mörk fyrir heimamenn og Robbie Keane eitt, en framherjar liðsins fóru engu að síður illa með fjölda tækifæra eins og hefð hefur myndast fyrir í vetur. Fótbolti 2.11.2006 21:51 Jafnt í hálfleik á White Hart Lane Staðan í leik Tottenham og Club Brugge í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Dimitar Berbatov jafnaði metin fyrir Tottenham eftir að liðið lenti undir 1-0. Albert Luqueskoraði mark Newcastle hefur yfir 1-0 gegn Palermo á Sikiley og þá er markalaust hjá Blackburn og Basel. Enski boltinn 2.11.2006 21:03 Tottenham - Club Brugge í beinni Leikur Tottenham og Club Brugge í Evrópukeppni félagsliða verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld og hefst útsending klukkan 19:55. Tottenham hvílir væntanlega eitthvað af lykilmönnum sínum fyrir deildarleikinn gegn Chelsea um helgina, en Didier Zokora er í leikmannahópi Lundúnaliðsins eftir að hafa veikst af malaríu á dögunum. Fótbolti 2.11.2006 13:56 Bann Mijailovic stendur Serbneski varnarmaðurinn Nikola Mijailovic hjá Wisla Krakow í Póllandi þarf að sitja af sér fimm leikja bannið sem hann var settur í af evrópska knattspyrnusambandinu á dögunum eftir að áfrýjun hans á banninu var hafnað í dag. Mijailovic beitti Benni McCarthy leikmann Blackburn kynþáttaníð í leik liðanna þann 19 október sl. Fótbolti 1.11.2006 14:16 Varnarmaður Wisla Krakow í fimm leikja bann Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins dæmdi varnarmanninn Nikola Mijailovic hjá pólska liðinu Wisla Krakow í fimm leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Benni McCarthy hjá Blackburn í leik liðanna á dögunum. Fótbolti 26.10.2006 17:27 Góður dagur hjá ensku liðunum Ensku liðin þrjú sem taka þátt í Evrópukeppni félagsliða áttu góðan dag þegar fyrstu leikirnir í riðlakeppninni fóru fram. Newcastle lagði Fenerbahce 1-0 á heimavelli í kvöld með marki frá Antoine Sibierski undir lok leiksins. Enski boltinn 19.10.2006 20:55 Tottenham lagði Besiktas Enska liðið Tottenham vann í kvöld auðveldan útisigur á tyrkneska liðinu Besiktas í fyrsta leik liðanna í B-riðli Evrópukeppni félagsliða 2-0. Enska liðið fór afar illa með færi sín í leiknum og hefði sigurinn átt að vera mun stærri. Fótbolti 19.10.2006 18:54 McCarthy varð fyrir kynþáttafordómum Enska úrvalsdeildarliðið Blackburn hefur sent evrópska knattspyrnusambandinu kvörtun eftir leik liðsins við Wisla Krakow í dag eftir að suður-afríski framherjinn Benni McCarthy kvartaði yfir ítrekuðum kynþáttaníð mótherja sinna. Hann nafngreindi þar sérstaklega serbneska varnarmanninn Nikola Mijailovic í þessu sambandi. Fótbolti 19.10.2006 18:13 Blackburn hafði sigur í Póllandi Blackburn vann í dag mikilvægan 2-1 útisigur á Wisla Krakow frá Póllandi í fyrsta leik sínum í E-riðli Evrópukeppni félagsliða. Blackburn lenti undir snemma leiks þegar skot hrökk af Robbie Savage og í netið, en hann jafnaði metin á 56. mínútu og David Bentley skoraði svo sigurmark enska liðsins í blálokin. Fótbolti 19.10.2006 16:46 Besiktas - Tottenham í beinni á Sýn Riðlakeppnin í Evrópukeppni félagsliða hefst með látum í dag og er leikur Wisla Krakow og Blackburn þegar hafinn í Póllandi. Leikur tyrkneska liðsins Besiktas og Tottenham hefst klukkan 17:00 og verður hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Fótbolti 19.10.2006 14:59 « ‹ 75 76 77 78 ›
Tottenham leiðir í hálfleik Tottenham hefur yfir 1-0 gegn Bayer Leverkusen þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Evrópukeppni félagsliða í Þýskalandi. Það var fyrrum leikmaður Leverkusen, Búlgarinn Dimitar Berbatov, sem skoraði mark gestanna skömmu fyrir leikhlé. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og á VefTV hér á Vísi. Fótbolti 23.11.2006 20:25
Leverkusen - Tottenham í beinni á Sýn í kvöld Fjöldi leikja fer fram í riðlakeppni Evrópumóts félagsliða í knattspyrnu í kvöld og verður sjónvarpsstöðin Sýn með beina útsendingu frá viðureign Bayer Leverkusen og Tottenham sem hefst klukkan 19:20. Fótbolti 23.11.2006 16:10
Tottenham lagði Club Brugge Tottenham er í mjög góðum málum í B-riðli Evrópukeppni félagsliða eftir 3-1 sigur á Club Brugge í fjörugum leik sem sýndur var beint á Sýn í kvöld. Dimitar Berbatov skoraði tvö mörk fyrir heimamenn og Robbie Keane eitt, en framherjar liðsins fóru engu að síður illa með fjölda tækifæra eins og hefð hefur myndast fyrir í vetur. Fótbolti 2.11.2006 21:51
Jafnt í hálfleik á White Hart Lane Staðan í leik Tottenham og Club Brugge í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Dimitar Berbatov jafnaði metin fyrir Tottenham eftir að liðið lenti undir 1-0. Albert Luqueskoraði mark Newcastle hefur yfir 1-0 gegn Palermo á Sikiley og þá er markalaust hjá Blackburn og Basel. Enski boltinn 2.11.2006 21:03
Tottenham - Club Brugge í beinni Leikur Tottenham og Club Brugge í Evrópukeppni félagsliða verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld og hefst útsending klukkan 19:55. Tottenham hvílir væntanlega eitthvað af lykilmönnum sínum fyrir deildarleikinn gegn Chelsea um helgina, en Didier Zokora er í leikmannahópi Lundúnaliðsins eftir að hafa veikst af malaríu á dögunum. Fótbolti 2.11.2006 13:56
Bann Mijailovic stendur Serbneski varnarmaðurinn Nikola Mijailovic hjá Wisla Krakow í Póllandi þarf að sitja af sér fimm leikja bannið sem hann var settur í af evrópska knattspyrnusambandinu á dögunum eftir að áfrýjun hans á banninu var hafnað í dag. Mijailovic beitti Benni McCarthy leikmann Blackburn kynþáttaníð í leik liðanna þann 19 október sl. Fótbolti 1.11.2006 14:16
Varnarmaður Wisla Krakow í fimm leikja bann Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins dæmdi varnarmanninn Nikola Mijailovic hjá pólska liðinu Wisla Krakow í fimm leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Benni McCarthy hjá Blackburn í leik liðanna á dögunum. Fótbolti 26.10.2006 17:27
Góður dagur hjá ensku liðunum Ensku liðin þrjú sem taka þátt í Evrópukeppni félagsliða áttu góðan dag þegar fyrstu leikirnir í riðlakeppninni fóru fram. Newcastle lagði Fenerbahce 1-0 á heimavelli í kvöld með marki frá Antoine Sibierski undir lok leiksins. Enski boltinn 19.10.2006 20:55
Tottenham lagði Besiktas Enska liðið Tottenham vann í kvöld auðveldan útisigur á tyrkneska liðinu Besiktas í fyrsta leik liðanna í B-riðli Evrópukeppni félagsliða 2-0. Enska liðið fór afar illa með færi sín í leiknum og hefði sigurinn átt að vera mun stærri. Fótbolti 19.10.2006 18:54
McCarthy varð fyrir kynþáttafordómum Enska úrvalsdeildarliðið Blackburn hefur sent evrópska knattspyrnusambandinu kvörtun eftir leik liðsins við Wisla Krakow í dag eftir að suður-afríski framherjinn Benni McCarthy kvartaði yfir ítrekuðum kynþáttaníð mótherja sinna. Hann nafngreindi þar sérstaklega serbneska varnarmanninn Nikola Mijailovic í þessu sambandi. Fótbolti 19.10.2006 18:13
Blackburn hafði sigur í Póllandi Blackburn vann í dag mikilvægan 2-1 útisigur á Wisla Krakow frá Póllandi í fyrsta leik sínum í E-riðli Evrópukeppni félagsliða. Blackburn lenti undir snemma leiks þegar skot hrökk af Robbie Savage og í netið, en hann jafnaði metin á 56. mínútu og David Bentley skoraði svo sigurmark enska liðsins í blálokin. Fótbolti 19.10.2006 16:46
Besiktas - Tottenham í beinni á Sýn Riðlakeppnin í Evrópukeppni félagsliða hefst með látum í dag og er leikur Wisla Krakow og Blackburn þegar hafinn í Póllandi. Leikur tyrkneska liðsins Besiktas og Tottenham hefst klukkan 17:00 og verður hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Fótbolti 19.10.2006 14:59