Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur. Erlent 30.10.2025 23:20 Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. Erlent 26.10.2025 23:48 Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins. Erlent 25.10.2025 09:55 Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Erlent 24.10.2025 18:45 „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. Erlent 24.10.2025 11:45 Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Bandaríkjaher felldi tvo í loftárás á bát með meinta fíkniefnasmyglara innanborðs á alþjóðlegu hafsvæði Kyrrahafinu í gærkvöldi. Árásin er sú áttunda sem herinn gerir á rúmum mánuði í herferð Bandaríkjastjórnar gegn fíkniefnasmygli en sú fyrsta þar sem skotum er beint að bát á Kyrrahafinu. Erlent 22.10.2025 22:05 Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segist vera að senda hermenn að ströndum Karíbahafsins og kalla út milljónir manna í varalið, vegna ógnunar frá hernaðaruppbyggingu Bandaríkjamanna á svæðinu. Hann er sagður hafa boðið Bandaríkjamönnum að hann myndi stíga til hliðar á næstu árum en því boði mun hafa verið hafnað. Erlent 17.10.2025 10:48 Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Ríkisstjórn Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur heimilað leyniþjónustu landsins (CIA) að framkvæma leynilegar aðgerðir í Venesúela. Heimildin er næsta skref í herferð Bandaríkjastjórnar gegn Venesúela og Nicolás Maduro, forseta landsins. Erlent 16.10.2025 00:00 « ‹ 1 2 3 ›
Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur. Erlent 30.10.2025 23:20
Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. Erlent 26.10.2025 23:48
Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins. Erlent 25.10.2025 09:55
Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Erlent 24.10.2025 18:45
„Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. Erlent 24.10.2025 11:45
Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Bandaríkjaher felldi tvo í loftárás á bát með meinta fíkniefnasmyglara innanborðs á alþjóðlegu hafsvæði Kyrrahafinu í gærkvöldi. Árásin er sú áttunda sem herinn gerir á rúmum mánuði í herferð Bandaríkjastjórnar gegn fíkniefnasmygli en sú fyrsta þar sem skotum er beint að bát á Kyrrahafinu. Erlent 22.10.2025 22:05
Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segist vera að senda hermenn að ströndum Karíbahafsins og kalla út milljónir manna í varalið, vegna ógnunar frá hernaðaruppbyggingu Bandaríkjamanna á svæðinu. Hann er sagður hafa boðið Bandaríkjamönnum að hann myndi stíga til hliðar á næstu árum en því boði mun hafa verið hafnað. Erlent 17.10.2025 10:48
Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Ríkisstjórn Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur heimilað leyniþjónustu landsins (CIA) að framkvæma leynilegar aðgerðir í Venesúela. Heimildin er næsta skref í herferð Bandaríkjastjórnar gegn Venesúela og Nicolás Maduro, forseta landsins. Erlent 16.10.2025 00:00