Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2025 22:05 Hegseth vísar til hinna meintu smyglara sem hryðjuverkamanna. AP Bandaríkjaher felldi tvo í loftárás á bát með meinta fíkniefnasmyglara innanborðs á alþjóðlegu hafsvæði Kyrrahafinu í gærkvöldi. Árásin er sú áttunda sem herinn gerir á rúmum mánuði í herferð Bandaríkjastjórnar gegn fíkniefnasmygli en sú fyrsta þar sem skotum er beint að bát á Kyrrahafinu. Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti þetta á samfélagsmiðlum í dag og vísaði til hinna látnu sem hryðjuverkamanna. Í heildina hafi nú að minnsta kosti 34 látist í loftárásum Bandaríkjahers á meinta fíkniefnasmyglara. „Eiturlyfja-hryðjuverkamenn sem hafa hug á að færa okkur eitur finna hvergi örugga höfn á þessu jarðarhálfhveli. Alveg eins og Al Qaeda herjaði á föðurlandið okkar eru þessir bátar að herja á landamæri okkar og fólk,“ segir í færslunni, þar sem Hegseth vísar til stríðsins gegn hryðjuverkum sem Bandaríkjastjórn lýsti yfir í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Yesterday, at the direction of President Trump, the Department of War conducted a lethal kinetic strike on a vessel being operated by a Designated Terrorist Organization and conducting narco-trafficking in the Eastern Pacific. The vessel was known by our intelligence to be… pic.twitter.com/BayDhUZ4Ac— Secretary of War Pete Hegseth (@SecWar) October 22, 2025 Í myndskeiðinu hér að ofan, sem Hegseth deidli á X, sést þegar bátur hálffullur af brúnum kössum springur í loft upp á miðri ferð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur réttlætt loftárásirnar með því að segja Bandaríkin eiga í vopnuðum átökum gegn eiturlyfjasmyglurum og lýst þeim sem ólöglegum vígamönnum. Trump hefur margsinnis sagt að ólögleg fíkniefni sem komi til Bandaríkjanna með umræddum bátum, sér í lagi fentanýl, séu að eitra fyrir bandarísku þjóðinni. Fentanýl berst aftur á móti til Bandaríkjanna í gegnum landamæri þeirra við Mexíkó, samkvæmt umfjöllun AP. Bandaríkjaher kom sér upp óvenjulega stórum herflota á Karabíska hafinu og undan ströndum Venesúela í sumar. Stækkunin vakti spurningar um hvort Trump væri með þessu að gera tilraun til að steypa Nicolás Maduro forseta Venesúela af stóli, að því er kemur fram í umfjöllun AP. Maduro sætir ákæru fyrir fíkniefnabrot í Bandaríkjunum. Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. 15. september 2025 21:54 Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. 3. september 2025 10:01 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti þetta á samfélagsmiðlum í dag og vísaði til hinna látnu sem hryðjuverkamanna. Í heildina hafi nú að minnsta kosti 34 látist í loftárásum Bandaríkjahers á meinta fíkniefnasmyglara. „Eiturlyfja-hryðjuverkamenn sem hafa hug á að færa okkur eitur finna hvergi örugga höfn á þessu jarðarhálfhveli. Alveg eins og Al Qaeda herjaði á föðurlandið okkar eru þessir bátar að herja á landamæri okkar og fólk,“ segir í færslunni, þar sem Hegseth vísar til stríðsins gegn hryðjuverkum sem Bandaríkjastjórn lýsti yfir í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Yesterday, at the direction of President Trump, the Department of War conducted a lethal kinetic strike on a vessel being operated by a Designated Terrorist Organization and conducting narco-trafficking in the Eastern Pacific. The vessel was known by our intelligence to be… pic.twitter.com/BayDhUZ4Ac— Secretary of War Pete Hegseth (@SecWar) October 22, 2025 Í myndskeiðinu hér að ofan, sem Hegseth deidli á X, sést þegar bátur hálffullur af brúnum kössum springur í loft upp á miðri ferð. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur réttlætt loftárásirnar með því að segja Bandaríkin eiga í vopnuðum átökum gegn eiturlyfjasmyglurum og lýst þeim sem ólöglegum vígamönnum. Trump hefur margsinnis sagt að ólögleg fíkniefni sem komi til Bandaríkjanna með umræddum bátum, sér í lagi fentanýl, séu að eitra fyrir bandarísku þjóðinni. Fentanýl berst aftur á móti til Bandaríkjanna í gegnum landamæri þeirra við Mexíkó, samkvæmt umfjöllun AP. Bandaríkjaher kom sér upp óvenjulega stórum herflota á Karabíska hafinu og undan ströndum Venesúela í sumar. Stækkunin vakti spurningar um hvort Trump væri með þessu að gera tilraun til að steypa Nicolás Maduro forseta Venesúela af stóli, að því er kemur fram í umfjöllun AP. Maduro sætir ákæru fyrir fíkniefnabrot í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. 15. september 2025 21:54 Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. 3. september 2025 10:01 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. 15. september 2025 21:54
Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. 3. september 2025 10:01